Krefst fimm ára fangelsis yfir Árna Gils Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2019 17:15 Árni Gils neitar sök og segir hafa verið að verjast líkamsárás. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari krafðist fimm ára fangelsisdóms yfir Árna Gils Hjaltasyni vegna tilraunar til manndráps við lok aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sagði hann hendingu eina hafa ráðið að maður sem Árni er sakaður um að hafa stungið í höfuðið hafi ekki hlotið bana af. Brotaþoli gerir fimm milljóna króna miskabótakörfu í málinu. Ákæran varðar átök á milli Árna og annars manns við Leifasjoppu í Breiðholti í mars árið 2017. Árna er gefið af sök að hafa veitt manninum högg með hníf aftan í höfuðið þannig að hann hafi fengið gat á höfuðkúpuna. Til átakanna kom þegar Árni kom að sjoppunni til að skila þáverandi vinkonu sinni bíl hennar og hundi sem hann var með. Maðurinn sem varð fyrir höfuðáverkanum hafði verið með konunni í samkvæmi í íbúð nærri sjoppunni og fór með henni til móts við Árna. Réttað er í málinu í annað skiptið. Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi Árna fyrir árásina og fleiri brot árið 2017 en Hæstiréttur ómerkti dóminn í manndrápstilraunarmálinu og vísaði aftur heim í hérað. Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur fjallar því um málið. Fanney Björk Frostadóttir, héraðssaksóknari, vísaði til brotaferils Árna þegar hún krafðist fimm ára fangelsisdóms yfir honum. Verði Árni sakfelldur verði það þriðji ofbeldisdómur hans frá árinu 2015. Auk þess hafi hann ítrekað gerst sekur um umferðar- og fíkniefnabrot. Það teljist honum til refsiþyngingar. Brotið nú sé einnig hegningarauki við brot sem hann var dæmdur fyrir árið 2017. Á móti komi dráttur sem hafi orðið á málinu. Lagði saksóknarinn til að frá dómnum drægist 277 daga gæsluvarðhald sem Árni sat inni.Fanney Björk Frostadóttir sækir málið fyrir embætti héraðssaksóknara.Vísir/VilhelmSagði Árna hafa hótað sér Árni hefur neitað sök í málinu frá upphafi og haldið því fram að hann hafi aðeins varist árás mannsins sem hlaut stungusárið í höfuðið. Fanney saksóknari sagði aftur á móti að leggja þyrfti framburð meints brotaþola og þáverandi vinkonu Árna til grundvallar í málinu. Við meðferð málsins hefur farið ýmsum sögum af hver kom með hnífinn en saksóknari byggði á að brotaþoli hafi gert það. Samkvæmt vitnisburði brotaþola og konunnar hafi Árni veitt manninum höfuðhögg. Fanney sagði að hending ein hafi ráðið því að höggið hafi komið niður á höfuðkúpuna þar sem hún er þykkust. Hefði krafturinn verið meiri eða hornið verið aðeins annað hefði höggið hæglega getað leitt til dauða mannsins. Framburður sérfræðinga styðji lýsingar brotaþola á áverkunum þó að þeir hafi ekki útilokað að þeir hafi getað komið til fyrir slysni undir ákveðnum kringumstæðum. Þeir hafi útilokað að maðurinn hafi getað veitt sér áverkann sjálfur. Fyrrverandi vinkona Árna, sem hann viðurkenndi að hafa átt í kynferðislegu sambandi við á köflum, kom fyrir dóminn í dag en þinghaldi var lokað á meðan. Saksóknari gerði þá kröfu þar sem konan væri óttaslegin og teldi að viðvera fólks í dómsalnum gæti haft áhrif á framburð hennar. Í málflutningsræðu sinni hafði saksóknari eftir konunni að Árni hefði kennt sér um hvernig hefði farið fyrir honum eftir atvikið við Leifasjoppu. Hann hefði reynt að hafa áhrif á framburð hennar með hótunum og mikilli áreitni. Þá hafi Árni ráðist að henni í tvígang og hótað að dreifa kynferðislegum myndum af henni. Árni neitaði því ekki að hafa hótað dreifingu myndanna fyrir dómi á þriðjudag.Árni Gils Hjaltason í dómsal ásamt verjanda sínum Oddgeiri Einarssyni.Vísir/VilhelmSegir rannsóknina hræðilegt klúður Oddgeir Einarsson, verjandi Árna, vísaði í ástæður Hæstaréttar fyrir því að upphaflegi dómurinn var ómerktur. Héraðsdómur hafi ekki fjallað um hvort útilokað væri að áverkar meints brotaþola hafi komið til af slysni í átökum þeirra Árna. „Það hefur ekki verið útilokað ennþá,“ sagði Oddgeir. Sagði hann framburð Árna í málinu hafa verið stöðugan frá upphafi þrátt fyrir að honum hafi oft ekki verið trúað. Ný gögn sem hafi komið fram í málinu hafi engu að síður stutt framburð hans. Gagnrýndi hann rannsókn lögreglu og mat sérfræðinga sem hann taldi „hræðilegt klúður“. Enginn sérfræðingur hafi staðfest að hnífur hafi verið notaður í átökunum. Hnífurinn fannst aldrei og fer ólíkum sögum um afdrif hans. Dró hann framburð bæði brotaþola og fyrrverandi vinkonu Árna í efa. Lýsti hann vitnisburði mannsins sem einum þeim ótrúverðugasta sem hefði komið fram í slíku máli. Framburður konunnar yrði svo mikið á reiki að dómurinn yrði að víkja honum til hliðar. „Ákærði á eftir allt þetta skilið að njóta vafans,“ sagði Oddgeir. Aðalmeðferð málsins er lokið og má reikna með dómsuppsögu innan fjögurra vikna. Dómsmál Mál Árna Gils Tengdar fréttir Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni Dómari féllst á beiðni saksóknara sem sagði vitnið óttaslegið og telja viðvist fólks í dómsalnum geta haft áhrif á framburð sinn. 20. september 2019 13:46 Sakar Árna Gils um árás með hafnaboltakylfu: „Gaurinn bara snappaði“ Vitni sem gaf skýrslu í máli Árna Gils Hjaltasonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakaði hann um að hafa ráðist á sig með hafnaboltakylfu þegar hann sneri baki í hann skömmu fyrir átök við Leifasjoppu þar sem Árni er sakaður um að hafa veitt öðrum manni stungusár á höfði. 20. september 2019 14:47 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Héraðssaksóknari krafðist fimm ára fangelsisdóms yfir Árna Gils Hjaltasyni vegna tilraunar til manndráps við lok aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sagði hann hendingu eina hafa ráðið að maður sem Árni er sakaður um að hafa stungið í höfuðið hafi ekki hlotið bana af. Brotaþoli gerir fimm milljóna króna miskabótakörfu í málinu. Ákæran varðar átök á milli Árna og annars manns við Leifasjoppu í Breiðholti í mars árið 2017. Árna er gefið af sök að hafa veitt manninum högg með hníf aftan í höfuðið þannig að hann hafi fengið gat á höfuðkúpuna. Til átakanna kom þegar Árni kom að sjoppunni til að skila þáverandi vinkonu sinni bíl hennar og hundi sem hann var með. Maðurinn sem varð fyrir höfuðáverkanum hafði verið með konunni í samkvæmi í íbúð nærri sjoppunni og fór með henni til móts við Árna. Réttað er í málinu í annað skiptið. Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi Árna fyrir árásina og fleiri brot árið 2017 en Hæstiréttur ómerkti dóminn í manndrápstilraunarmálinu og vísaði aftur heim í hérað. Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur fjallar því um málið. Fanney Björk Frostadóttir, héraðssaksóknari, vísaði til brotaferils Árna þegar hún krafðist fimm ára fangelsisdóms yfir honum. Verði Árni sakfelldur verði það þriðji ofbeldisdómur hans frá árinu 2015. Auk þess hafi hann ítrekað gerst sekur um umferðar- og fíkniefnabrot. Það teljist honum til refsiþyngingar. Brotið nú sé einnig hegningarauki við brot sem hann var dæmdur fyrir árið 2017. Á móti komi dráttur sem hafi orðið á málinu. Lagði saksóknarinn til að frá dómnum drægist 277 daga gæsluvarðhald sem Árni sat inni.Fanney Björk Frostadóttir sækir málið fyrir embætti héraðssaksóknara.Vísir/VilhelmSagði Árna hafa hótað sér Árni hefur neitað sök í málinu frá upphafi og haldið því fram að hann hafi aðeins varist árás mannsins sem hlaut stungusárið í höfuðið. Fanney saksóknari sagði aftur á móti að leggja þyrfti framburð meints brotaþola og þáverandi vinkonu Árna til grundvallar í málinu. Við meðferð málsins hefur farið ýmsum sögum af hver kom með hnífinn en saksóknari byggði á að brotaþoli hafi gert það. Samkvæmt vitnisburði brotaþola og konunnar hafi Árni veitt manninum höfuðhögg. Fanney sagði að hending ein hafi ráðið því að höggið hafi komið niður á höfuðkúpuna þar sem hún er þykkust. Hefði krafturinn verið meiri eða hornið verið aðeins annað hefði höggið hæglega getað leitt til dauða mannsins. Framburður sérfræðinga styðji lýsingar brotaþola á áverkunum þó að þeir hafi ekki útilokað að þeir hafi getað komið til fyrir slysni undir ákveðnum kringumstæðum. Þeir hafi útilokað að maðurinn hafi getað veitt sér áverkann sjálfur. Fyrrverandi vinkona Árna, sem hann viðurkenndi að hafa átt í kynferðislegu sambandi við á köflum, kom fyrir dóminn í dag en þinghaldi var lokað á meðan. Saksóknari gerði þá kröfu þar sem konan væri óttaslegin og teldi að viðvera fólks í dómsalnum gæti haft áhrif á framburð hennar. Í málflutningsræðu sinni hafði saksóknari eftir konunni að Árni hefði kennt sér um hvernig hefði farið fyrir honum eftir atvikið við Leifasjoppu. Hann hefði reynt að hafa áhrif á framburð hennar með hótunum og mikilli áreitni. Þá hafi Árni ráðist að henni í tvígang og hótað að dreifa kynferðislegum myndum af henni. Árni neitaði því ekki að hafa hótað dreifingu myndanna fyrir dómi á þriðjudag.Árni Gils Hjaltason í dómsal ásamt verjanda sínum Oddgeiri Einarssyni.Vísir/VilhelmSegir rannsóknina hræðilegt klúður Oddgeir Einarsson, verjandi Árna, vísaði í ástæður Hæstaréttar fyrir því að upphaflegi dómurinn var ómerktur. Héraðsdómur hafi ekki fjallað um hvort útilokað væri að áverkar meints brotaþola hafi komið til af slysni í átökum þeirra Árna. „Það hefur ekki verið útilokað ennþá,“ sagði Oddgeir. Sagði hann framburð Árna í málinu hafa verið stöðugan frá upphafi þrátt fyrir að honum hafi oft ekki verið trúað. Ný gögn sem hafi komið fram í málinu hafi engu að síður stutt framburð hans. Gagnrýndi hann rannsókn lögreglu og mat sérfræðinga sem hann taldi „hræðilegt klúður“. Enginn sérfræðingur hafi staðfest að hnífur hafi verið notaður í átökunum. Hnífurinn fannst aldrei og fer ólíkum sögum um afdrif hans. Dró hann framburð bæði brotaþola og fyrrverandi vinkonu Árna í efa. Lýsti hann vitnisburði mannsins sem einum þeim ótrúverðugasta sem hefði komið fram í slíku máli. Framburður konunnar yrði svo mikið á reiki að dómurinn yrði að víkja honum til hliðar. „Ákærði á eftir allt þetta skilið að njóta vafans,“ sagði Oddgeir. Aðalmeðferð málsins er lokið og má reikna með dómsuppsögu innan fjögurra vikna.
Dómsmál Mál Árna Gils Tengdar fréttir Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni Dómari féllst á beiðni saksóknara sem sagði vitnið óttaslegið og telja viðvist fólks í dómsalnum geta haft áhrif á framburð sinn. 20. september 2019 13:46 Sakar Árna Gils um árás með hafnaboltakylfu: „Gaurinn bara snappaði“ Vitni sem gaf skýrslu í máli Árna Gils Hjaltasonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakaði hann um að hafa ráðist á sig með hafnaboltakylfu þegar hann sneri baki í hann skömmu fyrir átök við Leifasjoppu þar sem Árni er sakaður um að hafa veitt öðrum manni stungusár á höfði. 20. september 2019 14:47 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni Dómari féllst á beiðni saksóknara sem sagði vitnið óttaslegið og telja viðvist fólks í dómsalnum geta haft áhrif á framburð sinn. 20. september 2019 13:46
Sakar Árna Gils um árás með hafnaboltakylfu: „Gaurinn bara snappaði“ Vitni sem gaf skýrslu í máli Árna Gils Hjaltasonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakaði hann um að hafa ráðist á sig með hafnaboltakylfu þegar hann sneri baki í hann skömmu fyrir átök við Leifasjoppu þar sem Árni er sakaður um að hafa veitt öðrum manni stungusár á höfði. 20. september 2019 14:47