Hjallastefnan hefur áhuga á skóla í Korpu Ari Brynjólfsson skrifar 21. september 2019 08:00 Nemendum Kelduskóla hefur fækkað í starfsstöðinni í Korpu síðustu ár, í dag eru þeir undir 60. Fréttablaðið/Ernir „Við erum reiðubúin að grípa til aðgerða ef það á að vaða yfir mörg hundruð fjölskyldur, þetta snýst um öryggi og menntun barna okkar,“ segir Sævar Reykjalín, foreldri þriggja drengja í Kelduskóla og formaður foreldrafélags skólans. „Ég gef lítið fyrir tal um að ekkert sé búið að ákveða, það læðist að manni sá grunur að þegar búið sé að taka ákvörðun þá verði enn minna tekið mark á okkur.“ Fram kom í skýrslu Innri endurskoðunar borgarinnar að Kelduskóli væri dýrastur í rekstri og lagt var til að starfsstöðinni í Korpu yrði lokað. Í skýrslu starfshóps borgarinnar frá því í sumar koma fram tvær tillögur. Annars vegar að gera Kelduskóla Vík að unglingaskóla og gera skólana í Borgum og Engi að skóla fyrir yngri bekki. Hins vegar að fara í uppbyggingu í Staðarhverfi.“Við höfum fengið mikinn meðbyr eftir að þetta hætti bara að snúast um Staðahverfi. Ef Korpuskóla verður lokað þurfa öll börnin í Staðarhverfi að fara úr hverfinu í skóla. Strákarnir mínir færu í tvo mismunandi skóla.”Niðurstaða fundar foreldrafélags Kelduskóla í vikunni var að leggjast alfarið gegn því að skólanum verði lokað og að allt tal um að loka starfsstöð skólans í Korpu og breyta fyrirkomulaginu í Vík hafi streituvaldandi áhrif á börnin. „Það voru um hundrað manns á fundinum og mikil samstaða,“ segir Sævar. „Við höfum fengið mikinn meðbyr eftir að þetta hætti bara að snúast um Staðarhverfi. Ef Korpuskóla verður lokað þurfa öll börnin í Staðarhverfi að fara úr hverfinu í skóla. Strákarnir mínir færu í tvo mismunandi skóla.“ Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um framtíð Kelduskóla. Tvær ítarlegar tillögur liggi fyrir frá starfshópi með aðkomu starfsfólks, foreldra og stjórnenda. Beðið sé eftir mati á þeim frá umhverfis- og skipulagssviði áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Staðreyndin sé sú að börnum fari sífellt fækkandi á starfsstöðinni í Korpu. Þar séu nú einungis 59 börn og þeim hafi fækkað um meira en helming frá 2012. Nauðsynlegt sé að bregðast við því til að tryggja nemendum nauðsynlega fjölbreytni varðandi námsframboð, félagaval og fleira. Sævar segir borgina hafa til þessa hundsað aðra möguleika. „Það hefur þegar komið fram tillaga um að breyta Kelduskóla-Korpu í leik- og grunnskóla fyrir eins til níu ára börn og eins stendur til að byggja í Skerjafirði, það þyrfti bara að gera minniháttar breytingar á skólalóðinni til að það geti orðið að veruleika,“ segir hann. „Svo hefur Hjallastefnan sýnt áhuga á að sjá um skólann sem er mun fýsilegra en að honum verði alfarið lokað.“Skúli segir hugmyndir um sameinaðan leik- og grunnskóla hafa verið skoðaðar á sínum tíma en þær hafi ekki breytt miklu varðandi fjölda barna. Hjallastefnan hefur áhuga á að skoða að taka við skólanum. „Við erum tilbúin að ganga til samningaviðræðna við Reykjavíkurborg, fulltrúar borgarinnar vita af því,“ segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar. „Þau óformlegu viðbrögð sem við höfum fengið hafa ekki verið jákvæð.“ Þórdís segir að Hjallastefnan myndi áfram reka skólann frá 1. upp í 7. bekk. Á sama tíma mun borgin greiða framlag með hverju barni. Í dag er það 75 prósent af meðaltalskostnaði við rekstur grunnskólabarna á landsvísu. Skúli kannast við hugmyndir um að Hjallastefnan taki yfir skólann en Barnaskóli Hjallastefnunnar hafi ekki lagt fram erindi með ósk um að taka húsið á leigu og reka þar skóla undir sínum merkjum. „En við erum ennþá með málið í ferli og hlustum á allar góðar hugmyndir,“ segir Skúli. Birtist í Fréttablaðinu Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
„Við erum reiðubúin að grípa til aðgerða ef það á að vaða yfir mörg hundruð fjölskyldur, þetta snýst um öryggi og menntun barna okkar,“ segir Sævar Reykjalín, foreldri þriggja drengja í Kelduskóla og formaður foreldrafélags skólans. „Ég gef lítið fyrir tal um að ekkert sé búið að ákveða, það læðist að manni sá grunur að þegar búið sé að taka ákvörðun þá verði enn minna tekið mark á okkur.“ Fram kom í skýrslu Innri endurskoðunar borgarinnar að Kelduskóli væri dýrastur í rekstri og lagt var til að starfsstöðinni í Korpu yrði lokað. Í skýrslu starfshóps borgarinnar frá því í sumar koma fram tvær tillögur. Annars vegar að gera Kelduskóla Vík að unglingaskóla og gera skólana í Borgum og Engi að skóla fyrir yngri bekki. Hins vegar að fara í uppbyggingu í Staðarhverfi.“Við höfum fengið mikinn meðbyr eftir að þetta hætti bara að snúast um Staðahverfi. Ef Korpuskóla verður lokað þurfa öll börnin í Staðarhverfi að fara úr hverfinu í skóla. Strákarnir mínir færu í tvo mismunandi skóla.”Niðurstaða fundar foreldrafélags Kelduskóla í vikunni var að leggjast alfarið gegn því að skólanum verði lokað og að allt tal um að loka starfsstöð skólans í Korpu og breyta fyrirkomulaginu í Vík hafi streituvaldandi áhrif á börnin. „Það voru um hundrað manns á fundinum og mikil samstaða,“ segir Sævar. „Við höfum fengið mikinn meðbyr eftir að þetta hætti bara að snúast um Staðarhverfi. Ef Korpuskóla verður lokað þurfa öll börnin í Staðarhverfi að fara úr hverfinu í skóla. Strákarnir mínir færu í tvo mismunandi skóla.“ Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um framtíð Kelduskóla. Tvær ítarlegar tillögur liggi fyrir frá starfshópi með aðkomu starfsfólks, foreldra og stjórnenda. Beðið sé eftir mati á þeim frá umhverfis- og skipulagssviði áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Staðreyndin sé sú að börnum fari sífellt fækkandi á starfsstöðinni í Korpu. Þar séu nú einungis 59 börn og þeim hafi fækkað um meira en helming frá 2012. Nauðsynlegt sé að bregðast við því til að tryggja nemendum nauðsynlega fjölbreytni varðandi námsframboð, félagaval og fleira. Sævar segir borgina hafa til þessa hundsað aðra möguleika. „Það hefur þegar komið fram tillaga um að breyta Kelduskóla-Korpu í leik- og grunnskóla fyrir eins til níu ára börn og eins stendur til að byggja í Skerjafirði, það þyrfti bara að gera minniháttar breytingar á skólalóðinni til að það geti orðið að veruleika,“ segir hann. „Svo hefur Hjallastefnan sýnt áhuga á að sjá um skólann sem er mun fýsilegra en að honum verði alfarið lokað.“Skúli segir hugmyndir um sameinaðan leik- og grunnskóla hafa verið skoðaðar á sínum tíma en þær hafi ekki breytt miklu varðandi fjölda barna. Hjallastefnan hefur áhuga á að skoða að taka við skólanum. „Við erum tilbúin að ganga til samningaviðræðna við Reykjavíkurborg, fulltrúar borgarinnar vita af því,“ segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar. „Þau óformlegu viðbrögð sem við höfum fengið hafa ekki verið jákvæð.“ Þórdís segir að Hjallastefnan myndi áfram reka skólann frá 1. upp í 7. bekk. Á sama tíma mun borgin greiða framlag með hverju barni. Í dag er það 75 prósent af meðaltalskostnaði við rekstur grunnskólabarna á landsvísu. Skúli kannast við hugmyndir um að Hjallastefnan taki yfir skólann en Barnaskóli Hjallastefnunnar hafi ekki lagt fram erindi með ósk um að taka húsið á leigu og reka þar skóla undir sínum merkjum. „En við erum ennþá með málið í ferli og hlustum á allar góðar hugmyndir,“ segir Skúli.
Birtist í Fréttablaðinu Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira