Lífið

Allir kláruðu hlaupið en Einar og Helga Jóna stóðu uppi sem sigurvegarar

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Einar Njálsson og Helga Jóna Jónasdóttir
Einar Njálsson og Helga Jóna Jónasdóttir Oscar Bjarnason
Fyrstu 33 keppendurnir sem komu í mark í bjórhlaupinu við Öskjuhlíð í dag voru karlkyns. Hlaupið var 1,6 kílómetri en á leiðinni voru þrjár drykkjarstöðvar þar sem keppendur urðu að ljúka við að drekka einn bjór á hverri stöð til þess að mega halda áfram.

Í karlaflokki sigraði Einar Njálsson á tímanum 05:35 en í öðru sæti var Ívar Trausti Jósafatsson á 06:21 og Bjarni Hlíðkvist kom þriðji í mark á tímanum 06:27. Í flokki kvenna sigraði Helga Jóna Jónasdóttir á tímanum 07:46 en hún kom einnig í mark fyrst kvenna á síðasta ári. Í öðru sæti í kvennaflokki var Lily á tímanum 07:48 og Hekla Pálmadóttir kláraði þriðja á tímanum 08:07. Öll úrslit hlaupsins má nálgast HÉR.

Ekki voru aðeins veitt verðlaun fyrir besta tímann heldur einnig fyrir bestu búningana. Eins og kom fram á Vísi fyrr í kvöld tóku 600 hlauparar þátt í þessu alþjóðlega hlaupi og var uppselt í ár. Allir keppendur náðu að ljúka hlaupinu.  Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá hlaupinu í dag.

Oscar Bjarnason
Oscar Bjarnason
Oscar Bjarnason
Oscar Bjarnason
Oscar Bjarnason
Oscar Bjarnason

Tengdar fréttir

Lykilatriði að geta ropað almennilega

Um 600 manns munu þreyta árlegt bjórhlaup RVK Brewing sem hefur vaxið hratt milli ára. Íslandsmeistari kvenna segist hafa lært af reynslunni. Það hafi komið henni á óvart hversu erfitt er að spretta af stað eftir einn stóran bjór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×