Breska ríkið mun fljúga strandaglópum heim verði Thomas Cook gjaldþrota Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2019 13:21 Meira en 150 þúsund ferðamenn gætu strandað verði Thomas Cook gjaldþrota. getty/Fabrizio Gandolfo Yfirvöld í Bretlandi munu fljúga ferðamönnum á vegum Thomas Cook ferðaþjónustunnar aftur til Bretlands, ef ferðaþjónustan verður gjaldþrota. Rúmlega 150 þúsund breskir ferðamenn eru á ferðalagi á vegum Thomas Cook núna. Þetta segir Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands. Raab sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að neyðaráætlun væri tilbúin til að tryggja að enginn ferðamannanna yrði strandaður. Hann sagði þó að ekki væru miklar líkur á því að ríkið kæmi fyrirtækinu til hjálpar. Ráðherrar gripu ekki bara inn í þegar fyrirtæki færu á hausinn nema það væri í þágu þjóðarhagsmuna. Þá sagðist hann ekki vilja gera lítið úr neyðarfundinum sem er nú í gangi á milli Thomas Cook og stærstu hluthafa fyrirtækisins í Lundúnum. Fjárhagslegir erfiðleikar hafa aukist hjá fyrirtækinu síðasta árið sem náðu hámarki í ágúst þegar stærsti hluthafi fyrirtækisins, kínverska fyrirtækið Fosun, lagði til áætlun um endurfjármögnun fyrirtækisins. Bankar, sem lánað hafa Thomas Cook fé, vilja að fyrirtækið safni aukalegu fjármagni á næstu dögum, annars verður það gjaldþrota ef það nær ekki að fá auka innspýtingu sem heyrir upp á 200 milljón pund, sem nema rúmum 30 milljörðum íslenskra króna. Verkalýðsfélag samgöngustarfsmanna í Bretlandi hvetur ríkið til að grípa inn í og koma í veg fyrir að fyrirtækið fari á hausinn, en ef fyrirtækið verður gjaldþrota gætu allt að 20.000 manns misst vinnuna og þar af 9.000 manns í Bretlandi sem flest eru í verkalýðsfélagi samgöngustarfsmanna. Bretland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Örlög Thomas Cook gætu ráðist í dag Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook munu hitta stærstu hluthafa fyrirtækisins á neyðarfundi í London í dag þar sem gert er ráð fyrir að örlög félagsins muni ráðast. Ferðaþjónustufyrirtækið rambar á barmi gjaldþrots. 22. september 2019 07:54 Hátt í 200 þúsund ferðalangar gætu orðið strandaglópar fari Thomas Cook á hausinn Ferðaþjónustan Thomas Cook er á barmi gjaldþrots. Meira en 150 þúsund breskir farþegar eru nú á ferðalagi á vegum ferðaþjónustunnar en þeir gætu strandað ef fyrirtækið fer á hausinn. 21. september 2019 13:28 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Yfirvöld í Bretlandi munu fljúga ferðamönnum á vegum Thomas Cook ferðaþjónustunnar aftur til Bretlands, ef ferðaþjónustan verður gjaldþrota. Rúmlega 150 þúsund breskir ferðamenn eru á ferðalagi á vegum Thomas Cook núna. Þetta segir Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands. Raab sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að neyðaráætlun væri tilbúin til að tryggja að enginn ferðamannanna yrði strandaður. Hann sagði þó að ekki væru miklar líkur á því að ríkið kæmi fyrirtækinu til hjálpar. Ráðherrar gripu ekki bara inn í þegar fyrirtæki færu á hausinn nema það væri í þágu þjóðarhagsmuna. Þá sagðist hann ekki vilja gera lítið úr neyðarfundinum sem er nú í gangi á milli Thomas Cook og stærstu hluthafa fyrirtækisins í Lundúnum. Fjárhagslegir erfiðleikar hafa aukist hjá fyrirtækinu síðasta árið sem náðu hámarki í ágúst þegar stærsti hluthafi fyrirtækisins, kínverska fyrirtækið Fosun, lagði til áætlun um endurfjármögnun fyrirtækisins. Bankar, sem lánað hafa Thomas Cook fé, vilja að fyrirtækið safni aukalegu fjármagni á næstu dögum, annars verður það gjaldþrota ef það nær ekki að fá auka innspýtingu sem heyrir upp á 200 milljón pund, sem nema rúmum 30 milljörðum íslenskra króna. Verkalýðsfélag samgöngustarfsmanna í Bretlandi hvetur ríkið til að grípa inn í og koma í veg fyrir að fyrirtækið fari á hausinn, en ef fyrirtækið verður gjaldþrota gætu allt að 20.000 manns misst vinnuna og þar af 9.000 manns í Bretlandi sem flest eru í verkalýðsfélagi samgöngustarfsmanna.
Bretland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Örlög Thomas Cook gætu ráðist í dag Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook munu hitta stærstu hluthafa fyrirtækisins á neyðarfundi í London í dag þar sem gert er ráð fyrir að örlög félagsins muni ráðast. Ferðaþjónustufyrirtækið rambar á barmi gjaldþrots. 22. september 2019 07:54 Hátt í 200 þúsund ferðalangar gætu orðið strandaglópar fari Thomas Cook á hausinn Ferðaþjónustan Thomas Cook er á barmi gjaldþrots. Meira en 150 þúsund breskir farþegar eru nú á ferðalagi á vegum ferðaþjónustunnar en þeir gætu strandað ef fyrirtækið fer á hausinn. 21. september 2019 13:28 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Örlög Thomas Cook gætu ráðist í dag Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook munu hitta stærstu hluthafa fyrirtækisins á neyðarfundi í London í dag þar sem gert er ráð fyrir að örlög félagsins muni ráðast. Ferðaþjónustufyrirtækið rambar á barmi gjaldþrots. 22. september 2019 07:54
Hátt í 200 þúsund ferðalangar gætu orðið strandaglópar fari Thomas Cook á hausinn Ferðaþjónustan Thomas Cook er á barmi gjaldþrots. Meira en 150 þúsund breskir farþegar eru nú á ferðalagi á vegum ferðaþjónustunnar en þeir gætu strandað ef fyrirtækið fer á hausinn. 21. september 2019 13:28