Veikindi flugfreyja rannsökuð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2019 14:47 Nokkrar flugfreyjur hafa veikst um borð í Icelandair vélum en málin eru nú til rannsóknar. Vísir/Vilhelm Þrjár flugfreyjur veiktust í flugi Icelandair í síðustu viku og þurftu að fá súrefni í fluginu. Ein flugfreyjanna þurfti að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku þegar heim var komið. Svipuð mál hafa komið upp síðustu misseri og er málið til rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. RÚV greindi frá málinu fyrst miðla í dag. Nokkur mál eru nú til rannsóknar hjá Rannsóknarnefndinni og segir Ragnar Guðmundsson, rannsóknastjóri flugslysasviðs í samtali við fréttastofu Vísis að eitt tilfellanna hafi bæst við rannsóknina í síðustu viku. „Við fórum á vettvang, tókum sýni og rannsökuðum flugvélina,“ segir Ragnar. „Við þurfum að sjá framvindu veikindanna. Veikindi geta verið af margs konar toga þannig að við þurfum að bíða og sjá hvað kemur út úr rannsóknum.“Ragnar Guðmundsson rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd Samgönguslysa segir að beðið sé eftir niðurstöðum úr rannsóknum áður en lengra verður haldið.Stöð 2Beðið er eftir niðurstöðum úr rannsóknum og tekin verður ákvörðun um framvindu málsins í framhaldi af því, hvort full rannsókn verði opnuð eða henni lokað. Jens Þórðarson, framkvæmdarstjóri flugrekstrar Icelandair, sagði í samtali við fréttastofu RÚV í dag að verið væri að skoða það sem upp kom í vél félagsins í síðustu viku og samtal sé við fólkið. Verið sé að reyna að greina hverjar mögulegar orsakir eru. „Vandamálið er að við erum ekki búin að finna neitt orsakasamhengi milli þessara atvika sem hafa þó komið reglulega upp hjá okkur. Þau koma líka reglulega upp hjá öðrum flugfélögum. Þetta er sameiginlegt vandamál í flugrekstri. Auðvitað eru aðstæður um borð ekki þær sömu og á jörðu niðri og það kemur ýmislegt upp sem er ekki alltaf hægt að skýra,“ segir Jens í samtali við RÚV. Ekki náðist tal af Jens við vinnslu fréttar Vísis. Ragnar segir veikindin hafa komið upp í vélum af mismunandi gerð í flota Icelandair og þau virðast ekki heldur vera bundin við lengd fluga. Atvik hafi komið upp áður í löngum flugum vestur um haf en atvikið sem kom upp í síðustu viku, sem er til rannsóknar, hafi verið í stuttu Evrópu flugi. Þá segir hann einkennin ekki vera þau sömu í öllum tilfellum en ekki sé hægt að staðfesta hver einkennin eru. Fréttir af flugi Heilbrigðismál Icelandair Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn Icelandair Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. 27. ágúst 2019 19:25 Svimi, höfuðverkur og súrefnisskortur Flugliðar Icelandair segja mikinn mun að fljúga með nýjustu vél félagsins en ekki er eins mikill hávaði um borð og loftið er betra. Undanfarið hefur mikið verið um veikindi meðal starfsmanna. 25. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira
Þrjár flugfreyjur veiktust í flugi Icelandair í síðustu viku og þurftu að fá súrefni í fluginu. Ein flugfreyjanna þurfti að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku þegar heim var komið. Svipuð mál hafa komið upp síðustu misseri og er málið til rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. RÚV greindi frá málinu fyrst miðla í dag. Nokkur mál eru nú til rannsóknar hjá Rannsóknarnefndinni og segir Ragnar Guðmundsson, rannsóknastjóri flugslysasviðs í samtali við fréttastofu Vísis að eitt tilfellanna hafi bæst við rannsóknina í síðustu viku. „Við fórum á vettvang, tókum sýni og rannsökuðum flugvélina,“ segir Ragnar. „Við þurfum að sjá framvindu veikindanna. Veikindi geta verið af margs konar toga þannig að við þurfum að bíða og sjá hvað kemur út úr rannsóknum.“Ragnar Guðmundsson rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd Samgönguslysa segir að beðið sé eftir niðurstöðum úr rannsóknum áður en lengra verður haldið.Stöð 2Beðið er eftir niðurstöðum úr rannsóknum og tekin verður ákvörðun um framvindu málsins í framhaldi af því, hvort full rannsókn verði opnuð eða henni lokað. Jens Þórðarson, framkvæmdarstjóri flugrekstrar Icelandair, sagði í samtali við fréttastofu RÚV í dag að verið væri að skoða það sem upp kom í vél félagsins í síðustu viku og samtal sé við fólkið. Verið sé að reyna að greina hverjar mögulegar orsakir eru. „Vandamálið er að við erum ekki búin að finna neitt orsakasamhengi milli þessara atvika sem hafa þó komið reglulega upp hjá okkur. Þau koma líka reglulega upp hjá öðrum flugfélögum. Þetta er sameiginlegt vandamál í flugrekstri. Auðvitað eru aðstæður um borð ekki þær sömu og á jörðu niðri og það kemur ýmislegt upp sem er ekki alltaf hægt að skýra,“ segir Jens í samtali við RÚV. Ekki náðist tal af Jens við vinnslu fréttar Vísis. Ragnar segir veikindin hafa komið upp í vélum af mismunandi gerð í flota Icelandair og þau virðast ekki heldur vera bundin við lengd fluga. Atvik hafi komið upp áður í löngum flugum vestur um haf en atvikið sem kom upp í síðustu viku, sem er til rannsóknar, hafi verið í stuttu Evrópu flugi. Þá segir hann einkennin ekki vera þau sömu í öllum tilfellum en ekki sé hægt að staðfesta hver einkennin eru.
Fréttir af flugi Heilbrigðismál Icelandair Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn Icelandair Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. 27. ágúst 2019 19:25 Svimi, höfuðverkur og súrefnisskortur Flugliðar Icelandair segja mikinn mun að fljúga með nýjustu vél félagsins en ekki er eins mikill hávaði um borð og loftið er betra. Undanfarið hefur mikið verið um veikindi meðal starfsmanna. 25. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira
Flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn Icelandair Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. 27. ágúst 2019 19:25
Svimi, höfuðverkur og súrefnisskortur Flugliðar Icelandair segja mikinn mun að fljúga með nýjustu vél félagsins en ekki er eins mikill hávaði um borð og loftið er betra. Undanfarið hefur mikið verið um veikindi meðal starfsmanna. 25. ágúst 2016 07:00