Rúnar: Vissum frá upphafi að við ættum möguleika Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. september 2019 17:22 Íslandsmeistarinn Rúnar Kristinsson. vísir/daníel „Bara ofboðslega vel. Við erum mjög glaðir með að fá bikarinn í hendurnar í dag, að spila mjög góðan leik og sýna að við erum með frábært lið,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR að loknum 3-2 sigri þeirra á FH. Eftir sigurinn fengu KR-ingar svo Íslandsmeistarabikarinn í hendurnar eftir að hafa verið yfirburðar lið í Pepsi Max deildinni í sumar. „Það er erfitt fyrir alla en við töluðum vel saman í vikunni, æfðum vel, fórum vel yfir FH liðið og hvað við ætluðum að gera í leiknum. Það er númer 1,2 g 3 að við vitum nákvæmlega hvað við ætlum að gera. Við framkvæmdum það mjög vel þó það hafi verið smá doði fyrstu tíu mínúturnar af leiknum en við rifum okkur fljótt upp og tókum völdin í þessum leik,“ sagði Rúnar um hvernig það væri sem þjálfari að gíra sig upp í og undirbúa leik þar sem þú veist að titill fer á loft að honum loknum sama hvað gerist. Varðandi sumarið þá hafði Rúnar alltaf trú á að KR gæti landað þeim stóra. „Við vissum frá upphafi að við ættum möguleika en við vissum líka að væru fjögur önnur lið sem gætu það líka. Við vildum bara vera með í baráttunni og eiga möguleika á að vinna þetta þegar fram kæmi í síðustu umferð. Svo gerist það að við erum búnir að vinna þetta örlítið fyrr og það er bara bónus, gott og gaman.“ Rúnar hélt áfram. „Stundum spilum við þannig að við þurfum að vinna leikinn, sama hvernig við gerum það. Það er ekki alltaf einhver fancy fótbolti heldur förum við í grunngildin og berjumst þegar á þarf að halda en oftast spilum við flottan fótbolta eins og við sýndum hér í dag.“ „Frábært að fá að taka á móti titlinum hérna á heimavelli fyrir framan stuðningsmenn okkar sem eru margir þegar okkur gengur vel. Það er þá bara okkar að sjá til þess að það séu alltaf margir á vellinum með því að spila góðan fótbolta, ná í úrslit og lyfta bikurum,“ sagði Íslandsmeistarinn Rúnar Kristinsson að lokum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - FH 3-2 | Bikarinn á loft í Vesturbænum eftir markaleik Pálmi Rafn Pálmason tryggði KR-ingum stigin þrjú með marki úr vítaspyrnu í síðari hálfleik er KR lagði FH að Meistaravöllum. Lokatölur 3-2 heimamönnum í vil í síðasta leik liðsins á Meistaravöllum þetta sumarið. 22. september 2019 17:00 Skúli Jón: Frábært að fá að enda þetta svona Það var klökkur Skúli Jón Friðgeirsson sem mætti í viðtal eftir leik en Skúli Jón var að spila sinn síðasta heimaleik fyrir KR. 22. september 2019 17:09 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
„Bara ofboðslega vel. Við erum mjög glaðir með að fá bikarinn í hendurnar í dag, að spila mjög góðan leik og sýna að við erum með frábært lið,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR að loknum 3-2 sigri þeirra á FH. Eftir sigurinn fengu KR-ingar svo Íslandsmeistarabikarinn í hendurnar eftir að hafa verið yfirburðar lið í Pepsi Max deildinni í sumar. „Það er erfitt fyrir alla en við töluðum vel saman í vikunni, æfðum vel, fórum vel yfir FH liðið og hvað við ætluðum að gera í leiknum. Það er númer 1,2 g 3 að við vitum nákvæmlega hvað við ætlum að gera. Við framkvæmdum það mjög vel þó það hafi verið smá doði fyrstu tíu mínúturnar af leiknum en við rifum okkur fljótt upp og tókum völdin í þessum leik,“ sagði Rúnar um hvernig það væri sem þjálfari að gíra sig upp í og undirbúa leik þar sem þú veist að titill fer á loft að honum loknum sama hvað gerist. Varðandi sumarið þá hafði Rúnar alltaf trú á að KR gæti landað þeim stóra. „Við vissum frá upphafi að við ættum möguleika en við vissum líka að væru fjögur önnur lið sem gætu það líka. Við vildum bara vera með í baráttunni og eiga möguleika á að vinna þetta þegar fram kæmi í síðustu umferð. Svo gerist það að við erum búnir að vinna þetta örlítið fyrr og það er bara bónus, gott og gaman.“ Rúnar hélt áfram. „Stundum spilum við þannig að við þurfum að vinna leikinn, sama hvernig við gerum það. Það er ekki alltaf einhver fancy fótbolti heldur förum við í grunngildin og berjumst þegar á þarf að halda en oftast spilum við flottan fótbolta eins og við sýndum hér í dag.“ „Frábært að fá að taka á móti titlinum hérna á heimavelli fyrir framan stuðningsmenn okkar sem eru margir þegar okkur gengur vel. Það er þá bara okkar að sjá til þess að það séu alltaf margir á vellinum með því að spila góðan fótbolta, ná í úrslit og lyfta bikurum,“ sagði Íslandsmeistarinn Rúnar Kristinsson að lokum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - FH 3-2 | Bikarinn á loft í Vesturbænum eftir markaleik Pálmi Rafn Pálmason tryggði KR-ingum stigin þrjú með marki úr vítaspyrnu í síðari hálfleik er KR lagði FH að Meistaravöllum. Lokatölur 3-2 heimamönnum í vil í síðasta leik liðsins á Meistaravöllum þetta sumarið. 22. september 2019 17:00 Skúli Jón: Frábært að fá að enda þetta svona Það var klökkur Skúli Jón Friðgeirsson sem mætti í viðtal eftir leik en Skúli Jón var að spila sinn síðasta heimaleik fyrir KR. 22. september 2019 17:09 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - FH 3-2 | Bikarinn á loft í Vesturbænum eftir markaleik Pálmi Rafn Pálmason tryggði KR-ingum stigin þrjú með marki úr vítaspyrnu í síðari hálfleik er KR lagði FH að Meistaravöllum. Lokatölur 3-2 heimamönnum í vil í síðasta leik liðsins á Meistaravöllum þetta sumarið. 22. september 2019 17:00
Skúli Jón: Frábært að fá að enda þetta svona Það var klökkur Skúli Jón Friðgeirsson sem mætti í viðtal eftir leik en Skúli Jón var að spila sinn síðasta heimaleik fyrir KR. 22. september 2019 17:09