Óttast um afdrif frænda síns sem var skotinn í fíkniefnastríðinu á Filippseyjum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. september 2019 20:30 Íslendingur ættaður frá Filippseyjum bíður nú milli vonar og ótta fregna um afdrif systursonar síns, sem var skotinn í baráttu við fíkniefnasala í fyrradag. Hann segir að tvær hliðar séu á mannréttindamálum á Filippseyjum. Óðinn Uy Surian var einn nokkurra Íslendinga, sem eru ættaðir frá Filippseyjum, sem sátu ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum í Neskirkju í gær. Uppnám varð þegar kona gerði hróp að móður sem var að lýsa dauða sonar síns fyrir hendi lögreglu á Filippseyjum.Frændi Óðins var skotinn sjö sinnum og liggur á spítala.Vísir/Stöð 2Ættingi skotinn í fíkniefnastríðinu fyrir helgi Á ráðstefnunni í gær, sem skipuleggjendur kalla neyðarfund, voru sagðar sögur af ógnarverkum lögreglu og hers á Filippseyjum. Óðinn sótti fundinn en daginn áður hafði hann fengið þær fréttir af systursyni sínum, sem er lögreglumaður, að hann hefði verið skotinn af fíkniefnasölum. „Hann er mjög góður og heiðarlegur lögreglumaður. Hann er særður, liggur á gjörgæslu og berst fyrir lífi sínu. Hann er með sjö byssukúlur í líkama sínum. Hann birti eiturlyfjabarón handtökuskipun en þeir skutu sjö byssukúlum í hann,“ segir Óðinn. Fjöldi Íslendinga er ættaður frá Filippseyingum og í því samfélagi eru afar skiptar skoðanir á því sem er að gerast í upprunalandinu. Annars vegar eru þeir sem telja átakið gegn fíkniefnum réttlætanlegt þó að því fylgi mikið harðfylgi og jafnvel skeytingarleysi gagnvart saklausum fórnarlömbum. Hins vegar svo þeir sem segja að Filippseyjar séu á fleygiferð í átt að einræði og ógnarstjórn. „Ég tel rétt að láta rannsókn fara fram ef hún er óhlutdræg. Rannsakendur verða að skoða sjónarmið beggja. Svo virðist sem menn hafi gert upp hug sinn þess efnis að mannréttindabrot hafi í raun átt sér stað. Svo er hins vegar ekki,“ segir Óðinn.Frá fundinum í Neskirkju í gær.Vísir/Stöð 2Segir Filippseyjar jafn öruggar og Ísland Átján ríki samþykktu ályktun Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um að lýsa formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filipseyjum og hvatt var til þess að stöðvaðar yrðu aftökur í landinu án dóms og laga. Ályktunin vakti litla hrifningu Rodrigo Duteres, forseta Filipseyja. Óðinn er því ekki sammála. „Spyrjið þá sem þekkja málið. Ég fer þangað þrisvar á ári. Staðan var sú að ég varð að fara með elstu dóttur mína inn í hús fyrir kl. 18. Þegar ég var þar síðast í júlí var mun öruggara þar. Mér finnst ég vera jafnöruggan þar og á Íslandi núna,“ segir Óðinn. Filippseyjar Tengdar fréttir Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Uppnám varð í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum. 21. september 2019 15:03 „Þetta er algjört brjálæði“ Tuttugu þúsund manns hafa verið myrt á þremur árum að undirlagi Duterte forseta á Filippseyjum. 21. september 2019 21:00 Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31 Neyðarráðstefna á Íslandi vegna mannréttindabrota á Filippseyjum Tveggja daga neyðarráðstefna verður haldin hér á landi dagana 20. til 22. september þar sem kastljósinu verður beint að mannréttindabrotum stjórnvalda á Filippseyjum. 31. ágúst 2019 15:00 Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Margir viðmælendanna við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. 16. júlí 2019 06:15 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira
Íslendingur ættaður frá Filippseyjum bíður nú milli vonar og ótta fregna um afdrif systursonar síns, sem var skotinn í baráttu við fíkniefnasala í fyrradag. Hann segir að tvær hliðar séu á mannréttindamálum á Filippseyjum. Óðinn Uy Surian var einn nokkurra Íslendinga, sem eru ættaðir frá Filippseyjum, sem sátu ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum í Neskirkju í gær. Uppnám varð þegar kona gerði hróp að móður sem var að lýsa dauða sonar síns fyrir hendi lögreglu á Filippseyjum.Frændi Óðins var skotinn sjö sinnum og liggur á spítala.Vísir/Stöð 2Ættingi skotinn í fíkniefnastríðinu fyrir helgi Á ráðstefnunni í gær, sem skipuleggjendur kalla neyðarfund, voru sagðar sögur af ógnarverkum lögreglu og hers á Filippseyjum. Óðinn sótti fundinn en daginn áður hafði hann fengið þær fréttir af systursyni sínum, sem er lögreglumaður, að hann hefði verið skotinn af fíkniefnasölum. „Hann er mjög góður og heiðarlegur lögreglumaður. Hann er særður, liggur á gjörgæslu og berst fyrir lífi sínu. Hann er með sjö byssukúlur í líkama sínum. Hann birti eiturlyfjabarón handtökuskipun en þeir skutu sjö byssukúlum í hann,“ segir Óðinn. Fjöldi Íslendinga er ættaður frá Filippseyingum og í því samfélagi eru afar skiptar skoðanir á því sem er að gerast í upprunalandinu. Annars vegar eru þeir sem telja átakið gegn fíkniefnum réttlætanlegt þó að því fylgi mikið harðfylgi og jafnvel skeytingarleysi gagnvart saklausum fórnarlömbum. Hins vegar svo þeir sem segja að Filippseyjar séu á fleygiferð í átt að einræði og ógnarstjórn. „Ég tel rétt að láta rannsókn fara fram ef hún er óhlutdræg. Rannsakendur verða að skoða sjónarmið beggja. Svo virðist sem menn hafi gert upp hug sinn þess efnis að mannréttindabrot hafi í raun átt sér stað. Svo er hins vegar ekki,“ segir Óðinn.Frá fundinum í Neskirkju í gær.Vísir/Stöð 2Segir Filippseyjar jafn öruggar og Ísland Átján ríki samþykktu ályktun Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um að lýsa formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filipseyjum og hvatt var til þess að stöðvaðar yrðu aftökur í landinu án dóms og laga. Ályktunin vakti litla hrifningu Rodrigo Duteres, forseta Filipseyja. Óðinn er því ekki sammála. „Spyrjið þá sem þekkja málið. Ég fer þangað þrisvar á ári. Staðan var sú að ég varð að fara með elstu dóttur mína inn í hús fyrir kl. 18. Þegar ég var þar síðast í júlí var mun öruggara þar. Mér finnst ég vera jafnöruggan þar og á Íslandi núna,“ segir Óðinn.
Filippseyjar Tengdar fréttir Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Uppnám varð í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum. 21. september 2019 15:03 „Þetta er algjört brjálæði“ Tuttugu þúsund manns hafa verið myrt á þremur árum að undirlagi Duterte forseta á Filippseyjum. 21. september 2019 21:00 Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31 Neyðarráðstefna á Íslandi vegna mannréttindabrota á Filippseyjum Tveggja daga neyðarráðstefna verður haldin hér á landi dagana 20. til 22. september þar sem kastljósinu verður beint að mannréttindabrotum stjórnvalda á Filippseyjum. 31. ágúst 2019 15:00 Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Margir viðmælendanna við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. 16. júlí 2019 06:15 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira
Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Uppnám varð í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum. 21. september 2019 15:03
„Þetta er algjört brjálæði“ Tuttugu þúsund manns hafa verið myrt á þremur árum að undirlagi Duterte forseta á Filippseyjum. 21. september 2019 21:00
Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31
Neyðarráðstefna á Íslandi vegna mannréttindabrota á Filippseyjum Tveggja daga neyðarráðstefna verður haldin hér á landi dagana 20. til 22. september þar sem kastljósinu verður beint að mannréttindabrotum stjórnvalda á Filippseyjum. 31. ágúst 2019 15:00
Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Margir viðmælendanna við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. 16. júlí 2019 06:15