Innlent

Annað slys í kísilveri PCC

Björn Þorfinnsson skrifar
Kísilverksmiðja PCC á Bakka við Húsavík.
Kísilverksmiðja PCC á Bakka við Húsavík. Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Starfsmaður PCC-kísilversins á Bakka slasaðist í síðasta mánuði þegar hann fékk í sig skot úr byssu sem er notuð til að losa þrýsting úr bræðsluofnum verksmiðjunnar.

Þetta er annað slíkt slys á tæpu ári. Skotið endurkastaðist í hönd starfsmannsins en hann var aldrei í lífshættu.

Sjá einnig: Fékk byssuskot í handlegginn við vinnu í kísilverinu

Byssuskotin eru varaúrræði til að losa ofnana ef hefðbundnar leiðir eru ekki færar, til dæmis vegna bilunar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×