Bandarískir þingmenn þrýsta á um fríverslun við Ísland Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. september 2019 11:30 Repúblikaninn John Neely Kennedy er öldungadeildarþingmaður Louisana-ríkis. Hann vill að stjórnvöld í Washington geri fríverslunarsamning við Íslendinga. Getty/Bloomberg Öldungadeildarþingmaðurinn John Kennedy er sagður hafa hvatt bandarísk stjórnvöld til að gera fríverslunarsamning við Ísland á fundi með varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, í síðustu viku. Fleiri þingmenn eiga auk þess að hafa tekið undir hvatningu Kennedy.Axios hefur eftir fjölda öldungadeildarþingmanna repúblikana, sem sátu fundinn á þriðjudag, að Pence hafi sagst „móttækilegur“ fyrir slíkum samningi. Framhaldið sé í höndum starfshóps á vegum stjórnvalda. Pence og föruneyti hans funduðu einmitt um viðskiptasamband Bandaríkjanna og Íslands í Höfða í septemberbyrjun. Fréttamaður Axios bendir á að mesti ábatinn af slíkum samingi væri ekki fjárhagslegs eðlis, enda sé Ísland lítið markaðssvæði. Viðskiptasamningur gæti hins vegar styrkt samband ríkjanna tveggja, nú þegar Kínverjar og Rússar gera sig gildandi á Norðurslóðum. Það sé ekki síst mikilvægt í ljósi yfirlýsinga Kínverja um ágæti innviðauppbyggingarverkefnisins Belti og braut fyrir Íslendinga, sem utanríkisráðherra hefur sagt að sé enn til skoðunar innan stjórnkerfisins. Þar að auki hafi Íslendingar verið með fríverslunarsamning við Kínverja frá árinu 2014.Sjá einnig: Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Gott samband við Íslendinga sé því mikilvægt út frá varnarlegu sjónarmiði - „að geta gert viðskiptasamning og styrkt sambandið við okkur en ekki Kína eða Rússland,“ eins og einn bandarískur embættismaður orðar það við Axios. Fréttamaður miðilsins segist hafa sett sig í samband við fundarmenn, sem eiga sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir repúblikanaflokkinn. Þeir staðfesti að fyrrnefndur Kennedy frá Louisiana-ríki hafi vakið máls á fríverslunarsamningi við Íslendinga og „hvatt stjórnvöld eindregið“ til að láta af honum verða. Öldungadeildarþingmaðurinn Lisa Murkowski frá Alaska á að hafa tekið í sama streng og sagt að hún myndi styðja slíkar fyrirætlanir. Aðspurðir um afstöðu þeirra segja aðrir fundarmenn að umræður um fríverslunarsamninginn hafi komið flatt upp á sig en að þeir séu, eins og varaforsetinn, móttækilegir fyrir slíkum umleitunum. Bandaríkin Utanríkismál Tengdar fréttir Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45 Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00 Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Dónatal í desember Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Fleiri fréttir Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn John Kennedy er sagður hafa hvatt bandarísk stjórnvöld til að gera fríverslunarsamning við Ísland á fundi með varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, í síðustu viku. Fleiri þingmenn eiga auk þess að hafa tekið undir hvatningu Kennedy.Axios hefur eftir fjölda öldungadeildarþingmanna repúblikana, sem sátu fundinn á þriðjudag, að Pence hafi sagst „móttækilegur“ fyrir slíkum samningi. Framhaldið sé í höndum starfshóps á vegum stjórnvalda. Pence og föruneyti hans funduðu einmitt um viðskiptasamband Bandaríkjanna og Íslands í Höfða í septemberbyrjun. Fréttamaður Axios bendir á að mesti ábatinn af slíkum samingi væri ekki fjárhagslegs eðlis, enda sé Ísland lítið markaðssvæði. Viðskiptasamningur gæti hins vegar styrkt samband ríkjanna tveggja, nú þegar Kínverjar og Rússar gera sig gildandi á Norðurslóðum. Það sé ekki síst mikilvægt í ljósi yfirlýsinga Kínverja um ágæti innviðauppbyggingarverkefnisins Belti og braut fyrir Íslendinga, sem utanríkisráðherra hefur sagt að sé enn til skoðunar innan stjórnkerfisins. Þar að auki hafi Íslendingar verið með fríverslunarsamning við Kínverja frá árinu 2014.Sjá einnig: Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Gott samband við Íslendinga sé því mikilvægt út frá varnarlegu sjónarmiði - „að geta gert viðskiptasamning og styrkt sambandið við okkur en ekki Kína eða Rússland,“ eins og einn bandarískur embættismaður orðar það við Axios. Fréttamaður miðilsins segist hafa sett sig í samband við fundarmenn, sem eiga sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir repúblikanaflokkinn. Þeir staðfesti að fyrrnefndur Kennedy frá Louisiana-ríki hafi vakið máls á fríverslunarsamningi við Íslendinga og „hvatt stjórnvöld eindregið“ til að láta af honum verða. Öldungadeildarþingmaðurinn Lisa Murkowski frá Alaska á að hafa tekið í sama streng og sagt að hún myndi styðja slíkar fyrirætlanir. Aðspurðir um afstöðu þeirra segja aðrir fundarmenn að umræður um fríverslunarsamninginn hafi komið flatt upp á sig en að þeir séu, eins og varaforsetinn, móttækilegir fyrir slíkum umleitunum.
Bandaríkin Utanríkismál Tengdar fréttir Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45 Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00 Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Dónatal í desember Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Fleiri fréttir Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Sjá meira
Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45
Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45
Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00