Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. september 2019 12:00 Drífa Snædal forseti ASÍ segir Eflingu virða kjarasamning í starfsmannadeilu. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. „Það er ágætt að hafa það í huga að eins og við lítum á málið teljum við ekki um kjarasamningsbrot að ræða gagnvart starfsfólki Eflingar en Así hefur ekki heimild til að fara inní mál nema báðir aðilar óski eftir því að sáttum verði miðlað,“ segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins. Lára V. júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður og Viðar Þorsteinsson hafa komið fram fyrir hönd deiluaðila í starfsmannamálinu gegn EflinguFramkvæmdastjóri Eflingar segist ekki hafa heimild til að semja Lára V. Júlíusdóttir lögmaður tveggja fyrrverandi starfsmanna Eflingar sem telja að félagið hafi ekki virt réttindi þeirra við uppsögn og fjármálastjóra og bókara sem hafa verið í veikindaleyfi frá félaginu í ár var í viðtali í þættinum Í bítið í morgun. Þar ræddi hún einkum um málefni þeirra sem hafa verið í veikindaleyfi. „Það sem þær óskuðu eftir þegar búið var að flæma þær úr skrifstofunni var að það yrði gengið frá starfslokum við þær. Þetta eru konur sem eru komnar á sjötugsaldur. Önnur þeirra var búin að vinna í 36 ár innan Eflingar og hin eitthvað aðeins skemur,“ sagði Lára. Fjármálastjórinn og bókarinn sendu frá sér yfirlýsingar í gær þar sem þær harma framgang forystu Eflingar í sínum málum. Í yfirlýsingu Kristjönu Valgeirsdóttur fjármálastjóra kemur m.a. fram að það hafi verið hennar athugasemdir og bókara félagsins vegna ósamþykktra fjárútláta til vildarvina hans og formanns félagsins sem leiddu til þess að þeim var gert ókleift að starfa innan félagsins og þær hafi hrökklast í veikindaleyfi. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar sagði um málið almennt á Facebook eftir fréttaflutning á laugardag að: „Félagsmenn verkalýðsfélaga þurfa að geta treyst því að stjórnendur fari með fé þeirra á ábyrgan og gagnsæjan hátt. Ég samþykki ekki að stjórnendur kvitti upp á greiðslur og sporslur hver handa öðrum eftir hentisemi, langt umfram viðurkenndar heimildir, samninga og réttindi. Þetta er mín afstaða og hún mun ekki breytast á meðan ég gegni starfi, sama þótt ég þurfi að sitja undir ásökunum og fjölmiðlafári í ár í viðbót." Lára V. Júlíusdóttir sagði í morgun í Bítinu að fjármálastjórinn og bókarinn ættu þrú til fjögur ár í eftirlaun og afar ósennilegt væri að þær fengju aðra vinnu. „Þeirra staða er að þær eru að horfa uppá verulegt fjárhagslegt tjón. Það hefur engin vilji verið hjá Eflingu um sættir á því ári sem liðið er frá því þær fóru í veikindafrí. Í stað þess að lögmaður stéttafélagsins sem hefur yfirleitt komið að starfsmannamálum innan félagsins. Var fengin lögfræðisstofa út í bæ sem svaraði þannig að það hefur ekki verið hægt að ræða neinar sættir, “ sagði Lára. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar staðfesti í samtali við fréttastofu að lögfræðistofan LMB Mandat hefði verið fengin til að vinna málin með félaginu. Þá fari hann að óskum stjórnar félagsins um að fara ekki að kröfum kvennanna en þær óski eftir að fá laun í þrjú til fjögur ár eða til eftirlaunaaldurs. Kjaramál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Erlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. „Það er ágætt að hafa það í huga að eins og við lítum á málið teljum við ekki um kjarasamningsbrot að ræða gagnvart starfsfólki Eflingar en Así hefur ekki heimild til að fara inní mál nema báðir aðilar óski eftir því að sáttum verði miðlað,“ segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins. Lára V. júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður og Viðar Þorsteinsson hafa komið fram fyrir hönd deiluaðila í starfsmannamálinu gegn EflinguFramkvæmdastjóri Eflingar segist ekki hafa heimild til að semja Lára V. Júlíusdóttir lögmaður tveggja fyrrverandi starfsmanna Eflingar sem telja að félagið hafi ekki virt réttindi þeirra við uppsögn og fjármálastjóra og bókara sem hafa verið í veikindaleyfi frá félaginu í ár var í viðtali í þættinum Í bítið í morgun. Þar ræddi hún einkum um málefni þeirra sem hafa verið í veikindaleyfi. „Það sem þær óskuðu eftir þegar búið var að flæma þær úr skrifstofunni var að það yrði gengið frá starfslokum við þær. Þetta eru konur sem eru komnar á sjötugsaldur. Önnur þeirra var búin að vinna í 36 ár innan Eflingar og hin eitthvað aðeins skemur,“ sagði Lára. Fjármálastjórinn og bókarinn sendu frá sér yfirlýsingar í gær þar sem þær harma framgang forystu Eflingar í sínum málum. Í yfirlýsingu Kristjönu Valgeirsdóttur fjármálastjóra kemur m.a. fram að það hafi verið hennar athugasemdir og bókara félagsins vegna ósamþykktra fjárútláta til vildarvina hans og formanns félagsins sem leiddu til þess að þeim var gert ókleift að starfa innan félagsins og þær hafi hrökklast í veikindaleyfi. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar sagði um málið almennt á Facebook eftir fréttaflutning á laugardag að: „Félagsmenn verkalýðsfélaga þurfa að geta treyst því að stjórnendur fari með fé þeirra á ábyrgan og gagnsæjan hátt. Ég samþykki ekki að stjórnendur kvitti upp á greiðslur og sporslur hver handa öðrum eftir hentisemi, langt umfram viðurkenndar heimildir, samninga og réttindi. Þetta er mín afstaða og hún mun ekki breytast á meðan ég gegni starfi, sama þótt ég þurfi að sitja undir ásökunum og fjölmiðlafári í ár í viðbót." Lára V. Júlíusdóttir sagði í morgun í Bítinu að fjármálastjórinn og bókarinn ættu þrú til fjögur ár í eftirlaun og afar ósennilegt væri að þær fengju aðra vinnu. „Þeirra staða er að þær eru að horfa uppá verulegt fjárhagslegt tjón. Það hefur engin vilji verið hjá Eflingu um sættir á því ári sem liðið er frá því þær fóru í veikindafrí. Í stað þess að lögmaður stéttafélagsins sem hefur yfirleitt komið að starfsmannamálum innan félagsins. Var fengin lögfræðisstofa út í bæ sem svaraði þannig að það hefur ekki verið hægt að ræða neinar sættir, “ sagði Lára. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar staðfesti í samtali við fréttastofu að lögfræðistofan LMB Mandat hefði verið fengin til að vinna málin með félaginu. Þá fari hann að óskum stjórnar félagsins um að fara ekki að kröfum kvennanna en þær óski eftir að fá laun í þrjú til fjögur ár eða til eftirlaunaaldurs.
Kjaramál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Erlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira