Innlent

Neitar að hafa brotið tvisvar á fjórtán ára stúlku

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm
Karlmaður sem sakaður er um að hafa brotið tvívegis kynferðislega gegn fjórtán ára stúlku fyrri hluta árs 2017 neitar sök í málinu. Aðalmeðferð í málinu fer fram í október við Héraðsdóm Reykjavíkur. Bæði brotin eru sögð hafa átt sér stað í bíl mannsins.

Maðurinn er annars vegar ákærður fyrir önnur kynferðismök en samræði. Hann á að hafa að kvöldlagi í febrúar 2017 brotið á stúlkunni í bíl sínum sem hann hafði lagt á ótilgreindum stað á höfuðborgarsvæðinu.

Hins vegar er hann ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í mars sama ár haft önnur kynferðismök en samræði við stúlkuna í bíl sínum sem hann hafði sömuleiðis lagt á ótilgreindum stað á höfuðborgarsvæðinu.

Brot mannsins varða allt að sextán ára fangelsi en sé miðað við nýlega dóma í svipuðum málum má reikna með tveggja til þriggja ára fangelsisdómi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×