Stjórnsýsluúttekt á RÚV á lokastigi Jakob Bjarnar skrifar 24. september 2019 11:24 Skúli Eggert ríkisendurskoðandi en þau Laufey Guðjónsdóttir hjá Kvikmyndamiðstöð og Magnús Geir Þórðarson hjá RUV mega vænta stjórnsýslúttekar á störfum stofnana sem þau veita forstöðu bráðlega. „Ég get sagt þér að hún er á lokastigi. Líklegt að hún verði orðin gerð opinber í seinni hluta næsta mánaðar, október,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi spurður um það hvernig skýrslu um stjórnsýsluúttekt á Ríkisútvarpinu líði? Níu skýrslur er nú til vinnslu hjá stofnuninni, mislangt komnar í vinnslu. Þær eru: Vatnajökulsþjóðgarður Endurgreiðslukerfi kvikmynda RÚV Lindarhvoll Stjórnsýsla dómstóla Nýting vegafjár Tryggingastofnun Ríkislögreglustjóri Aðkoma Samgöngustofu og Isavia að rekstri og starfsem WOW air í aðdraganda gjaldþrots. Ýmsir bíða jafnan langeygir eftir stjórnsýsluúttektum og nú ekki síst frumkvæðisskýrslu um RUV sem svo tengist ýmsum öðrum málum sem eru í deiglunni. Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóri er meðal umsækjenda um stöðu Þjóðleikhússtjóra. Þjóðleikhúsráð er nú með þær umsóknir til umfjöllunar og er ráðgefandi álits þaðan að vænta á næstu dögum. Auk þess sem staða RUV hlýtur að skipta verulegu máli í tengslum við fjölmiðlafrumvarp sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er nú með í vinnslu. Skúli Eggert segir ganginn á þessu þann að skýrslur þurfi að senda til andmæla, umsagna og svo fara skýrslurnar fyrir Alþingi. Þegar búið er að fjalla um skýrslurnar þar eru þær birtar á vef stofnunarinnar. „Það koma sennilega þrjár skýrslur út í næsta mánuði sem eru um Vatnajökulsþjóðgarð, RUV og Endurgreiðslu kvikmynda,“ segir Skúli. Hins vegar mega menn bíða lengur eftir skýrslu um Ríkislögreglustjóra sem nú er mjög til umfjöllunar. Ríkisendurskoðandi segir jafnframt að skýrslugerð og rannsóknir sem þessar heimti mikla yfirlegu og mannafla en þær eru nú unnar í meiri teymisvinnu en áður var. Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Stjórnsýsla Ríkisútvarpið Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi ákveður að gera stjórnsýsluúttekt á RÚV Úttekt mun taka til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs Ríkisútvarpsins. Úttektin er að frumkvæði Ríkisendurskoðunar og sú fyrsta sem gerð er á RÚV í 24 ár. 15. janúar 2019 08:00 Úttekt gerð á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni um stjórnsýsluúttekt á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni. 11. september 2019 18:36 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
„Ég get sagt þér að hún er á lokastigi. Líklegt að hún verði orðin gerð opinber í seinni hluta næsta mánaðar, október,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi spurður um það hvernig skýrslu um stjórnsýsluúttekt á Ríkisútvarpinu líði? Níu skýrslur er nú til vinnslu hjá stofnuninni, mislangt komnar í vinnslu. Þær eru: Vatnajökulsþjóðgarður Endurgreiðslukerfi kvikmynda RÚV Lindarhvoll Stjórnsýsla dómstóla Nýting vegafjár Tryggingastofnun Ríkislögreglustjóri Aðkoma Samgöngustofu og Isavia að rekstri og starfsem WOW air í aðdraganda gjaldþrots. Ýmsir bíða jafnan langeygir eftir stjórnsýsluúttektum og nú ekki síst frumkvæðisskýrslu um RUV sem svo tengist ýmsum öðrum málum sem eru í deiglunni. Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóri er meðal umsækjenda um stöðu Þjóðleikhússtjóra. Þjóðleikhúsráð er nú með þær umsóknir til umfjöllunar og er ráðgefandi álits þaðan að vænta á næstu dögum. Auk þess sem staða RUV hlýtur að skipta verulegu máli í tengslum við fjölmiðlafrumvarp sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er nú með í vinnslu. Skúli Eggert segir ganginn á þessu þann að skýrslur þurfi að senda til andmæla, umsagna og svo fara skýrslurnar fyrir Alþingi. Þegar búið er að fjalla um skýrslurnar þar eru þær birtar á vef stofnunarinnar. „Það koma sennilega þrjár skýrslur út í næsta mánuði sem eru um Vatnajökulsþjóðgarð, RUV og Endurgreiðslu kvikmynda,“ segir Skúli. Hins vegar mega menn bíða lengur eftir skýrslu um Ríkislögreglustjóra sem nú er mjög til umfjöllunar. Ríkisendurskoðandi segir jafnframt að skýrslugerð og rannsóknir sem þessar heimti mikla yfirlegu og mannafla en þær eru nú unnar í meiri teymisvinnu en áður var.
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Stjórnsýsla Ríkisútvarpið Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi ákveður að gera stjórnsýsluúttekt á RÚV Úttekt mun taka til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs Ríkisútvarpsins. Úttektin er að frumkvæði Ríkisendurskoðunar og sú fyrsta sem gerð er á RÚV í 24 ár. 15. janúar 2019 08:00 Úttekt gerð á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni um stjórnsýsluúttekt á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni. 11. september 2019 18:36 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Ríkisendurskoðandi ákveður að gera stjórnsýsluúttekt á RÚV Úttekt mun taka til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs Ríkisútvarpsins. Úttektin er að frumkvæði Ríkisendurskoðunar og sú fyrsta sem gerð er á RÚV í 24 ár. 15. janúar 2019 08:00
Úttekt gerð á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni um stjórnsýsluúttekt á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni. 11. september 2019 18:36