Þrátt fyrir að lítið gangi innan vallar hjá Manchester United gengur vel utan hans.
United birti í dag ársreikning sinn fyrir síðasta fjárhagsár. Tekjur félagsins voru 627,1 milljón punda sem er met. Hagnaður á árinu var 50 milljónir punda.
Tekjurnar verða væntanlega öllu lægri á næsta fjárhagsári þar sem United mistókst að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili.
„Aðalmarkmiðið er að byggja upp frábært lið hérna,“ sagði Ed Woodward, hinn umdeildi stjórnarformaður United í dag.
Lítil ánægja er með störf hans hjá stuðningsmönnum United. Frá því hann tók við starfi stjórnarformanns 2013 hefur United aðeins einu sinni endað ofar en í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Á sex árum í starfi hefur Woodward rekið þrjá knattspyrnustjóra; David Moyes, Louis van Gaal og José Mourinho.
Tekjur United aldrei verið meiri
Tengdar fréttir
Rashford frá í einhvern tíma
Marcus Rashford gæti verið frá keppni í nokkurn tíma eftir að hafa meiðst í leik Manchester United og West Ham um helgina.
„Solskjær hefur trú á leikmönnunum en þeir eru ekki nægilega góðir“
Fyrrum enski landsliðsmaðurinn hefur enga trú á Man. Utd.