„Komast í raun bara upp með að bulla og bulla án þess að þurfa svara eitthvað sérstaklega fyrir það“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. september 2019 14:32 Gunnar Heiðar lagði skóna á hilluna fyrir ári. vísir/ernir Gunnar Heiðar Þorvaldsson segir að enginn fótur hafi verið fyrir þeim sögusögnum að hann yrði næsti þjálfari ÍBV. Fyrr í sumar var fullyrt í hlaðvarpinu Dr. Football að Gunnar Heiðar myndi taka við ÍBV. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá veit ég satt best að segja ekki hvaðan þessar sögusagnir koma. Það hefur aldrei verið haft samband við mig af hálfu forráðamanna ÍBV og ég held í alvörunni að þessi umræða hafi sprottið upp eftir einhverjar fáránlegar umræður sem áttu sér stað í brekkunni á Þjóðhátið. Þaðan hefur aldrei komið áreiðanleg heimild,“ sagði Gunnar Heiðar í samtali við mbl.is. Hann gagnrýnir fréttaflutning af málinu og segir heimildirnar á bak við hann ekki merkilegar. „Með fullri virðingu fyrir ykkur blaðamönnum þá er sé ég ekki mikinn metnað í því að pikka bara upp einhver ummæli í einhverjum hlaðvarpsþætti eða sem einhver skrifar á Twitter og ætla svo að halda því fram að það sé einhver frétt. Í mínu tilfelli þá var nafn mitt dregið inn í einhverja umræðu og sá eini sem hefur þurft að svara fyrir þetta er ég sjálfur. Það hefur verið leiðinlegt fyrir bæði mig og fjölskyldu mína að svara fyrir þetta á meðan þeir sem hentu þessu fram á sínum tíma komast í raun bara upp með að bulla og bulla án þess að þurfa svara eitthvað sérstaklega fyrir það. Þetta er ekki merkileg fréttamennska finnst mér og í raun bara óábyrgt.“ Gunnar Heiðar lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil. Hann skoraði 61 mark í 127 leikjum fyrir ÍBV í efstu deild. Þá skoraði hann markið sem tryggði Eyjamönnum bikarmeistaratitilinn fyrir tveimur árum. ÍBV hefur ekki enn ráðið þjálfara fyrir næsta tímabil. Pedro Hipolito tók við liðinu fyrir þetta tímabil en var sagt upp í lok júní. Ian Jeffs og Andri Ólafsson hafa stýrt ÍBV síðan þá. Sá síðarnefndi hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs ÍBV. Eyjamenn eru löngu fallnir úr Pepsi Max-deildinni. Þeir mæta Stjörnunni í lokaumferð deildarinnar á laugardaginn. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Andri Ólafsson tekur við kvennaliði ÍBV Andri Ólafsson mun þjálfa kvennalið ÍBV í Pepsi-Max deildinni á næstu leiktíð. 16. september 2019 06:00 Gary: Er samningsbundinn ÍBV en ef þeir vilja selja mig þá ráða þeir því Gary Martin var léttur eftir 1-1 jafntefli gegn Blikum þar sem hann var á skotskónum. 22. september 2019 17:12 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Breiðablik 1-1 | Kópavogsliðið gulltryggði silfrið Síðasti heimaleikurinn í Vestmannaeyjum í Pepsi Max-deild karla í það minnsta þangað til 2021. 22. september 2019 16:30 Pepsi Max-mörkin: Máni sagði ummæli Blika „algjört bull“ Máni Pétursson gaf ekki mikið fyrir ummæli Blika eftir leikinn í Eyjum í gær. 23. september 2019 08:00 Pepsi Max-mörkin um Gary Martin: Það hvarflar ekki að honum að tala í kringum hlutina Englendingurinn liggur aldrei á skoðunum sínum og fór enn og aftur á kostum í viðtali eftir leik ÍBV í gær. 23. september 2019 10:30 Sjáðu öll 23 mörkin úr næst síðustu umferðinni í Pepsi Max-deild karla Það var nóg af mörkum og fjöri í Pepsi Max-deild karla í gær er næst síðasta umferðin fór fram. 23. september 2019 07:00 Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira
Gunnar Heiðar Þorvaldsson segir að enginn fótur hafi verið fyrir þeim sögusögnum að hann yrði næsti þjálfari ÍBV. Fyrr í sumar var fullyrt í hlaðvarpinu Dr. Football að Gunnar Heiðar myndi taka við ÍBV. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá veit ég satt best að segja ekki hvaðan þessar sögusagnir koma. Það hefur aldrei verið haft samband við mig af hálfu forráðamanna ÍBV og ég held í alvörunni að þessi umræða hafi sprottið upp eftir einhverjar fáránlegar umræður sem áttu sér stað í brekkunni á Þjóðhátið. Þaðan hefur aldrei komið áreiðanleg heimild,“ sagði Gunnar Heiðar í samtali við mbl.is. Hann gagnrýnir fréttaflutning af málinu og segir heimildirnar á bak við hann ekki merkilegar. „Með fullri virðingu fyrir ykkur blaðamönnum þá er sé ég ekki mikinn metnað í því að pikka bara upp einhver ummæli í einhverjum hlaðvarpsþætti eða sem einhver skrifar á Twitter og ætla svo að halda því fram að það sé einhver frétt. Í mínu tilfelli þá var nafn mitt dregið inn í einhverja umræðu og sá eini sem hefur þurft að svara fyrir þetta er ég sjálfur. Það hefur verið leiðinlegt fyrir bæði mig og fjölskyldu mína að svara fyrir þetta á meðan þeir sem hentu þessu fram á sínum tíma komast í raun bara upp með að bulla og bulla án þess að þurfa svara eitthvað sérstaklega fyrir það. Þetta er ekki merkileg fréttamennska finnst mér og í raun bara óábyrgt.“ Gunnar Heiðar lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil. Hann skoraði 61 mark í 127 leikjum fyrir ÍBV í efstu deild. Þá skoraði hann markið sem tryggði Eyjamönnum bikarmeistaratitilinn fyrir tveimur árum. ÍBV hefur ekki enn ráðið þjálfara fyrir næsta tímabil. Pedro Hipolito tók við liðinu fyrir þetta tímabil en var sagt upp í lok júní. Ian Jeffs og Andri Ólafsson hafa stýrt ÍBV síðan þá. Sá síðarnefndi hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs ÍBV. Eyjamenn eru löngu fallnir úr Pepsi Max-deildinni. Þeir mæta Stjörnunni í lokaumferð deildarinnar á laugardaginn.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Andri Ólafsson tekur við kvennaliði ÍBV Andri Ólafsson mun þjálfa kvennalið ÍBV í Pepsi-Max deildinni á næstu leiktíð. 16. september 2019 06:00 Gary: Er samningsbundinn ÍBV en ef þeir vilja selja mig þá ráða þeir því Gary Martin var léttur eftir 1-1 jafntefli gegn Blikum þar sem hann var á skotskónum. 22. september 2019 17:12 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Breiðablik 1-1 | Kópavogsliðið gulltryggði silfrið Síðasti heimaleikurinn í Vestmannaeyjum í Pepsi Max-deild karla í það minnsta þangað til 2021. 22. september 2019 16:30 Pepsi Max-mörkin: Máni sagði ummæli Blika „algjört bull“ Máni Pétursson gaf ekki mikið fyrir ummæli Blika eftir leikinn í Eyjum í gær. 23. september 2019 08:00 Pepsi Max-mörkin um Gary Martin: Það hvarflar ekki að honum að tala í kringum hlutina Englendingurinn liggur aldrei á skoðunum sínum og fór enn og aftur á kostum í viðtali eftir leik ÍBV í gær. 23. september 2019 10:30 Sjáðu öll 23 mörkin úr næst síðustu umferðinni í Pepsi Max-deild karla Það var nóg af mörkum og fjöri í Pepsi Max-deild karla í gær er næst síðasta umferðin fór fram. 23. september 2019 07:00 Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira
Andri Ólafsson tekur við kvennaliði ÍBV Andri Ólafsson mun þjálfa kvennalið ÍBV í Pepsi-Max deildinni á næstu leiktíð. 16. september 2019 06:00
Gary: Er samningsbundinn ÍBV en ef þeir vilja selja mig þá ráða þeir því Gary Martin var léttur eftir 1-1 jafntefli gegn Blikum þar sem hann var á skotskónum. 22. september 2019 17:12
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Breiðablik 1-1 | Kópavogsliðið gulltryggði silfrið Síðasti heimaleikurinn í Vestmannaeyjum í Pepsi Max-deild karla í það minnsta þangað til 2021. 22. september 2019 16:30
Pepsi Max-mörkin: Máni sagði ummæli Blika „algjört bull“ Máni Pétursson gaf ekki mikið fyrir ummæli Blika eftir leikinn í Eyjum í gær. 23. september 2019 08:00
Pepsi Max-mörkin um Gary Martin: Það hvarflar ekki að honum að tala í kringum hlutina Englendingurinn liggur aldrei á skoðunum sínum og fór enn og aftur á kostum í viðtali eftir leik ÍBV í gær. 23. september 2019 10:30
Sjáðu öll 23 mörkin úr næst síðustu umferðinni í Pepsi Max-deild karla Það var nóg af mörkum og fjöri í Pepsi Max-deild karla í gær er næst síðasta umferðin fór fram. 23. september 2019 07:00