iPhone sem féll úr flugvél yfir Skaftárdal fannst í ágætu ástandi ári síðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2019 15:01 Haukur við flugvél sína TF ULF. Myndin var einmitt tekin með iPhone 6S símanum nokkrum dögum áður en hann glataðist í fyrra. Haukur Snorrason Haukur Snorrason flugmaður var á flugi í vél sinni TF ULF yfir Skaftárdal í ágúst í fyrra þegar hann missti síma sinn út úr flugvélinni. Í gær hringdi svo síminn sem hann keypti í stað þess sem glataðist. Göngufólk hafði fundið símann og það sem meira er - hann virðist í fínu ástandi. Haukur segist í samtali við Vísi hafa verið á flugi yfir Skaftárdalnum til að virða fyrir sér hlaupið sem orðið hafði í Skaftá. „Ég var búinn að vera að taka nokkur vídeó út um lítinn gluggann á vélinni, var að gera þetta í fyrsta skipti,“ segir Haukur sem rekur fyrirtækið Icelandic Photo tours. „Svo fer ég í beygju, færist nær loftstraumnum og hann fýkur úr höndinni minni um leið,“ segir Haukur um aðdraganda þess að síminn glataðist í fyrra. Haukur var að taka myndband þegar hann missti tak á símanum. Síminn hélt áfram að taka upp myndbandið í háloftunum og eftir að hann féll til jarðar eins og sjá má að neðan.Klippa: iPhone 6S fellur úr flugvélLeit skilaði engu Hann var þó ekki tilbúinn að gefa upp alla von enda kom á daginn að síminn hringdi hvar sem hann var niðurkominn. „Svo það hlaut að vera í lagi með hann.“ Haukur er kunnugur staðháttum og hringdi í fólk á svæðinu sem gerði leit að símanum, án árangurs. „Ég gleymdi þessu svo bara og keypti mér annan síma.“ Leið svo ár.Ekki daglegt brauð Haukur segir að Íslendingar hafi verið á svæðinu um miðjan september en réttardagur var einmitt 14. september. Þá fari fólk í göngu á þetta svæði og gangi hreinlega fram á símann. Þau skellu honum í hleðslu og við blasti: „Haukur's iphone“. Fólkið minntist þá þess þegar Haukur hafði ári fyrr lýst eftir síma sínum. Þeim hafði ekki dottið í hug að síminn væri hans heldur reiknuðu þau með að einhver hlyti nýlega að hafa misst símann í mosann. Haukur þakkar mosanum annars vegar fyrir gott ástand símans nú ári síðar, eftir allan snjóinn og rigninguna sem hefur dunið á símanum. „Svo er hann með ljótri plasthlíf, það er hliðin sem snýr upp.“ Haukur getur farið á netið, sent tölvupósta, tekið myndir en enn sem komið er heyrist ekki í honum þegar hann hringir í fólk. Þó næst samband og ekki útilokað að hægt sé að leysa það vandamál. Hann hlær að þessu öllu saman. „Það er ekki oft sem maður missir símann út úr flugvél og finnur hann aftur,“ segir Haukur og skellir upp úr. Fréttir af flugi Skaftárhreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Haukur Snorrason flugmaður var á flugi í vél sinni TF ULF yfir Skaftárdal í ágúst í fyrra þegar hann missti síma sinn út úr flugvélinni. Í gær hringdi svo síminn sem hann keypti í stað þess sem glataðist. Göngufólk hafði fundið símann og það sem meira er - hann virðist í fínu ástandi. Haukur segist í samtali við Vísi hafa verið á flugi yfir Skaftárdalnum til að virða fyrir sér hlaupið sem orðið hafði í Skaftá. „Ég var búinn að vera að taka nokkur vídeó út um lítinn gluggann á vélinni, var að gera þetta í fyrsta skipti,“ segir Haukur sem rekur fyrirtækið Icelandic Photo tours. „Svo fer ég í beygju, færist nær loftstraumnum og hann fýkur úr höndinni minni um leið,“ segir Haukur um aðdraganda þess að síminn glataðist í fyrra. Haukur var að taka myndband þegar hann missti tak á símanum. Síminn hélt áfram að taka upp myndbandið í háloftunum og eftir að hann féll til jarðar eins og sjá má að neðan.Klippa: iPhone 6S fellur úr flugvélLeit skilaði engu Hann var þó ekki tilbúinn að gefa upp alla von enda kom á daginn að síminn hringdi hvar sem hann var niðurkominn. „Svo það hlaut að vera í lagi með hann.“ Haukur er kunnugur staðháttum og hringdi í fólk á svæðinu sem gerði leit að símanum, án árangurs. „Ég gleymdi þessu svo bara og keypti mér annan síma.“ Leið svo ár.Ekki daglegt brauð Haukur segir að Íslendingar hafi verið á svæðinu um miðjan september en réttardagur var einmitt 14. september. Þá fari fólk í göngu á þetta svæði og gangi hreinlega fram á símann. Þau skellu honum í hleðslu og við blasti: „Haukur's iphone“. Fólkið minntist þá þess þegar Haukur hafði ári fyrr lýst eftir síma sínum. Þeim hafði ekki dottið í hug að síminn væri hans heldur reiknuðu þau með að einhver hlyti nýlega að hafa misst símann í mosann. Haukur þakkar mosanum annars vegar fyrir gott ástand símans nú ári síðar, eftir allan snjóinn og rigninguna sem hefur dunið á símanum. „Svo er hann með ljótri plasthlíf, það er hliðin sem snýr upp.“ Haukur getur farið á netið, sent tölvupósta, tekið myndir en enn sem komið er heyrist ekki í honum þegar hann hringir í fólk. Þó næst samband og ekki útilokað að hægt sé að leysa það vandamál. Hann hlær að þessu öllu saman. „Það er ekki oft sem maður missir símann út úr flugvél og finnur hann aftur,“ segir Haukur og skellir upp úr.
Fréttir af flugi Skaftárhreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira