Lífið

Greta Thunberg svarar hæðni Trump á skemmtilegan hátt

Samúel Karl Ólason skrifar
Greta Thunberg.
Greta Thunberg. AP/Eduardo Munoz Alvarez
Eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hæddist að henni hefur sænska baráttustúlkan Greta Thunberg svarað fyrir sig með því að breyta Twitter-síðu sinni í takt við hæðni forsetans.

Trump tísti í gærkvöldi myndbandi af Gretu þar sem hún hvatti þjóðarleiðtoga til aðgerða. Meðal annars sagði hún fólk þjást og deyja, vistkerfi vera að hrynja og að útlit væri fyrir útrýmingu fjölda dýrategunda.

Sjá einnig: Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það



Við myndbandið sagði forsetinn: „Hún virðist vera mjög hamingjusöm ung stúlka sem hlakkar til bjartrar og frábærar framtíðar. Svo ljúft að sjá!“

Greta hefur nú breytt upplýsingunum um sjálfa sig á Twitter-síðu sinni og stendur þar: „Mjög hamingjusöm ung stúlka sem hlakkar til bjartrar og frábærar framtíðar“.

Greta, sem er sextán ára gömul, hefur vakið heimsathygli fyrir skólaverkfall sitt fyrir loftslagsaðgerðum sem hefur breiðst út til fjölda landa

 


Tengdar fréttir

Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það

Sænski aðgerðasinninn hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir.

Katrín segir engar afsakanir fyrir aðgerðaleysi

Leiðtogar sextíu ríkja tóku þátt í ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í New York í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal þátttakenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×