Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ríkislögreglustjóri situr áfram í embætti þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjórum á landinu og landssambands lögreglumanna. Þingmenn segja stöðuna grafalvarlega. Ríkislögreglustjóri eigi að víkja.

Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Spjótin beinast að Boris Johnson, breska forsætisráðherranum, eftir að hæstiréttur úrskurðaði ákvörðun hans um að fresta þingfundum ólögmæta. Johnson kveðst ósammála niðurstöðunni en stjórnarandstæðingar vilja að hann segi af sér. Þing kemur aftur saman á morgun. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Einnig verður rætt við formann skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sem mun ræða við skólastjóra í grunnskólum borgarinnar í kjölfar þess að karlmaður laumaði sér inn í Austurbæjarskóla og braut á barni. Skoðað verður hvort gera þurfi breytingar á aðgangsstýringu á skólum.

Þá verður greint frá nýjustu vendingum á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og staðan tekin á ferðagufubaði sem nú er staðsett á Ægissíðu.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×