Súru og söltu koddarnir horfnir af nammibarnum fyrir fullt og allt Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. september 2019 21:13 Nammigrísir sjá fram á varanlega vöntun á súru og söltu koddunum, sem sjást hér á mynd. Aðsend mynd Framleiðslu á hinum vinsælu súru og söltu koddum, sem Íslendingar kannast eflaust margir við úr nammibörum landsins, hefur verið hætt. Umræður kviknuðu á Twitter fyrr í mánuðinum að umrætt sælgæti, sem er sænskt og gengur undir nafninu Super sura/salta puffar, hefði ekki fengist á nammibar hér á landi mánuðum saman. Lýstu margir yfir vonbrigðum þegar þeir kæmu að tómum kofanum hvað kodda varðar á nammibörum. Nammigrísir gæddu sér gjarnan á molunum í „samloku“, líkt og sjónvarps- og íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir hjá Ríkisútvarpinu sýnir hér að neðan í tísti sínu frá því í fyrra.Ég þakka OJ&Kaaber fyrir þessa góðu sendingu hingað á RÚV Þetta er bara djöfulli fínt! Ég er orðin áhrifavaldur í nammi, sem er í raun það eina sem ég vildi út úr þessu lífi! pic.twitter.com/8Y3MppGvU2— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) September 27, 2019 Nokkuð heitar umræður spunnust og lýstu margir Twitter-notendur yfir sárri vöntun á sælgætinu. Þá lýsti Halldór Auðar Svansson fyrrverandi borgarfulltrúi söltu koddunum sem „ávanabindandi dópi“.Bleiku eru alveg fínir. Gráu eru hins vegar ávanabindandi dóp.— Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) September 15, 2019 Árni Arnórsson markaðsstjóri heildsölunnar Innnes, sem flutti sælgætið inn, segir í svari við fyrirspurn Vísis að vörurnar hafi notið gríðarlegra vinsælda og því hafi það verið mikil vonbrigði þegar framleiðslu á þeim var hætt í upphafi þessa árs. „Við höfum fengið fjölda fyrirspurna bæði beint frá neytendum og í gegnum okkar viðskiptavini,“ segir Árni. Undir þetta tekur Vignir Þór Birgisson, vörustjóri matvöru hjá verslunum Hagkaups sem seldu sælgætið á nammibörum sínum. „Við höfum fengið persónulegar ábendingarnar frá vinum og vandamönnum sem elskuðu að fá sér „samloku“,“ segir Vignir. Þá bendir Árni á að keimlíkt bragð og af koddunum fáist í hauskúpuhlaupi frá sælgætisframleiðandanum BUBS, sem Innnes flytur einnig inn. Ábending þess efnis kom jafnframt upp í umræddum Twitter-þræði en við misjafnar undirtektir þó. Matur Neytendur Tímamót Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Framleiðslu á hinum vinsælu súru og söltu koddum, sem Íslendingar kannast eflaust margir við úr nammibörum landsins, hefur verið hætt. Umræður kviknuðu á Twitter fyrr í mánuðinum að umrætt sælgæti, sem er sænskt og gengur undir nafninu Super sura/salta puffar, hefði ekki fengist á nammibar hér á landi mánuðum saman. Lýstu margir yfir vonbrigðum þegar þeir kæmu að tómum kofanum hvað kodda varðar á nammibörum. Nammigrísir gæddu sér gjarnan á molunum í „samloku“, líkt og sjónvarps- og íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir hjá Ríkisútvarpinu sýnir hér að neðan í tísti sínu frá því í fyrra.Ég þakka OJ&Kaaber fyrir þessa góðu sendingu hingað á RÚV Þetta er bara djöfulli fínt! Ég er orðin áhrifavaldur í nammi, sem er í raun það eina sem ég vildi út úr þessu lífi! pic.twitter.com/8Y3MppGvU2— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) September 27, 2019 Nokkuð heitar umræður spunnust og lýstu margir Twitter-notendur yfir sárri vöntun á sælgætinu. Þá lýsti Halldór Auðar Svansson fyrrverandi borgarfulltrúi söltu koddunum sem „ávanabindandi dópi“.Bleiku eru alveg fínir. Gráu eru hins vegar ávanabindandi dóp.— Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) September 15, 2019 Árni Arnórsson markaðsstjóri heildsölunnar Innnes, sem flutti sælgætið inn, segir í svari við fyrirspurn Vísis að vörurnar hafi notið gríðarlegra vinsælda og því hafi það verið mikil vonbrigði þegar framleiðslu á þeim var hætt í upphafi þessa árs. „Við höfum fengið fjölda fyrirspurna bæði beint frá neytendum og í gegnum okkar viðskiptavini,“ segir Árni. Undir þetta tekur Vignir Þór Birgisson, vörustjóri matvöru hjá verslunum Hagkaups sem seldu sælgætið á nammibörum sínum. „Við höfum fengið persónulegar ábendingarnar frá vinum og vandamönnum sem elskuðu að fá sér „samloku“,“ segir Vignir. Þá bendir Árni á að keimlíkt bragð og af koddunum fáist í hauskúpuhlaupi frá sælgætisframleiðandanum BUBS, sem Innnes flytur einnig inn. Ábending þess efnis kom jafnframt upp í umræddum Twitter-þræði en við misjafnar undirtektir þó.
Matur Neytendur Tímamót Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira