Súru og söltu koddarnir horfnir af nammibarnum fyrir fullt og allt Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. september 2019 21:13 Nammigrísir sjá fram á varanlega vöntun á súru og söltu koddunum, sem sjást hér á mynd. Aðsend mynd Framleiðslu á hinum vinsælu súru og söltu koddum, sem Íslendingar kannast eflaust margir við úr nammibörum landsins, hefur verið hætt. Umræður kviknuðu á Twitter fyrr í mánuðinum að umrætt sælgæti, sem er sænskt og gengur undir nafninu Super sura/salta puffar, hefði ekki fengist á nammibar hér á landi mánuðum saman. Lýstu margir yfir vonbrigðum þegar þeir kæmu að tómum kofanum hvað kodda varðar á nammibörum. Nammigrísir gæddu sér gjarnan á molunum í „samloku“, líkt og sjónvarps- og íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir hjá Ríkisútvarpinu sýnir hér að neðan í tísti sínu frá því í fyrra.Ég þakka OJ&Kaaber fyrir þessa góðu sendingu hingað á RÚV Þetta er bara djöfulli fínt! Ég er orðin áhrifavaldur í nammi, sem er í raun það eina sem ég vildi út úr þessu lífi! pic.twitter.com/8Y3MppGvU2— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) September 27, 2019 Nokkuð heitar umræður spunnust og lýstu margir Twitter-notendur yfir sárri vöntun á sælgætinu. Þá lýsti Halldór Auðar Svansson fyrrverandi borgarfulltrúi söltu koddunum sem „ávanabindandi dópi“.Bleiku eru alveg fínir. Gráu eru hins vegar ávanabindandi dóp.— Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) September 15, 2019 Árni Arnórsson markaðsstjóri heildsölunnar Innnes, sem flutti sælgætið inn, segir í svari við fyrirspurn Vísis að vörurnar hafi notið gríðarlegra vinsælda og því hafi það verið mikil vonbrigði þegar framleiðslu á þeim var hætt í upphafi þessa árs. „Við höfum fengið fjölda fyrirspurna bæði beint frá neytendum og í gegnum okkar viðskiptavini,“ segir Árni. Undir þetta tekur Vignir Þór Birgisson, vörustjóri matvöru hjá verslunum Hagkaups sem seldu sælgætið á nammibörum sínum. „Við höfum fengið persónulegar ábendingarnar frá vinum og vandamönnum sem elskuðu að fá sér „samloku“,“ segir Vignir. Þá bendir Árni á að keimlíkt bragð og af koddunum fáist í hauskúpuhlaupi frá sælgætisframleiðandanum BUBS, sem Innnes flytur einnig inn. Ábending þess efnis kom jafnframt upp í umræddum Twitter-þræði en við misjafnar undirtektir þó. Matur Neytendur Tímamót Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Framleiðslu á hinum vinsælu súru og söltu koddum, sem Íslendingar kannast eflaust margir við úr nammibörum landsins, hefur verið hætt. Umræður kviknuðu á Twitter fyrr í mánuðinum að umrætt sælgæti, sem er sænskt og gengur undir nafninu Super sura/salta puffar, hefði ekki fengist á nammibar hér á landi mánuðum saman. Lýstu margir yfir vonbrigðum þegar þeir kæmu að tómum kofanum hvað kodda varðar á nammibörum. Nammigrísir gæddu sér gjarnan á molunum í „samloku“, líkt og sjónvarps- og íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir hjá Ríkisútvarpinu sýnir hér að neðan í tísti sínu frá því í fyrra.Ég þakka OJ&Kaaber fyrir þessa góðu sendingu hingað á RÚV Þetta er bara djöfulli fínt! Ég er orðin áhrifavaldur í nammi, sem er í raun það eina sem ég vildi út úr þessu lífi! pic.twitter.com/8Y3MppGvU2— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) September 27, 2019 Nokkuð heitar umræður spunnust og lýstu margir Twitter-notendur yfir sárri vöntun á sælgætinu. Þá lýsti Halldór Auðar Svansson fyrrverandi borgarfulltrúi söltu koddunum sem „ávanabindandi dópi“.Bleiku eru alveg fínir. Gráu eru hins vegar ávanabindandi dóp.— Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) September 15, 2019 Árni Arnórsson markaðsstjóri heildsölunnar Innnes, sem flutti sælgætið inn, segir í svari við fyrirspurn Vísis að vörurnar hafi notið gríðarlegra vinsælda og því hafi það verið mikil vonbrigði þegar framleiðslu á þeim var hætt í upphafi þessa árs. „Við höfum fengið fjölda fyrirspurna bæði beint frá neytendum og í gegnum okkar viðskiptavini,“ segir Árni. Undir þetta tekur Vignir Þór Birgisson, vörustjóri matvöru hjá verslunum Hagkaups sem seldu sælgætið á nammibörum sínum. „Við höfum fengið persónulegar ábendingarnar frá vinum og vandamönnum sem elskuðu að fá sér „samloku“,“ segir Vignir. Þá bendir Árni á að keimlíkt bragð og af koddunum fáist í hauskúpuhlaupi frá sælgætisframleiðandanum BUBS, sem Innnes flytur einnig inn. Ábending þess efnis kom jafnframt upp í umræddum Twitter-þræði en við misjafnar undirtektir þó.
Matur Neytendur Tímamót Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira