Forseti Íslands ræddi við háskólanemendur í Nuuk Kristján Már Unnarsson skrifar 24. september 2019 21:48 Forsetinn í Háskóla Grænlands í dag. Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fundaði með Kim Kielsen forsætisráðherra og heimsótti þjóðþing Grænlendinga á öðrum degi formlegrar heimsóknar forsetahjónanna til Grænlands. Þau sitja í kvöld hátíðarkvöldverð í boði forsætisráðherrans í Hans Egede húsinu í Nuuk.Forsetahjónin í grænlenska þinginu í dag. Guðni ræðir við Vivian Motzfeldt þingforseta en Eliza við Alequ Hammond, fyrrverandi forsætisráðherra.Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq.Eftir lendingu á Nuuk-flugvelli síðdegis í gær var farið í Þjóðminjasafn Grænlands þar sem sjá má forvitnilegar minjar sem tengjast sögu norrænna manna og annarra sem landið hafa byggt. Þá sæmdi forsetinn hjónin Benedikte Thorsteinsson, fyrrverandi ráðherra, og Guðmund Þorsteinsson, forstöðumann Kofoeds-skólans, hinni íslensku fálkaorðu fyrir framlag þeirra til samstarfs og vináttu Íslendinga og Grænlendinga, að því er fram kemur í frétt frá forsetaembættinu.Guðni forseti kominn í gamalkunnugt hlutverk; að ræða við háskólanemendur frá kennarapúltinu.Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq.Forsetahjónin heimsóttu Háskóla Grænlands í dag og ræddu þar við starfsmenn og nemendur. Bakgrunnur Guðna forseta liggur einmitt í háskólasamfélaginu en hann kenndi um árabil sagnfræði við hina ýmsu háskóla, síðast sem prófessor við Háskóla Íslands.Kaffispjall við forseta grænlenska þingsins, Vivian Motzfeldt. Þorbjörn Jónsson aðalræðismaður og Örnólfur Thorsson forsetaritari eru með forsetahjónunum.Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq.Í þjóðþingi Grænlands, Inatsisartut, átti forsetinn fund með Vivian Motzfeldt þingforseta, fylgdist með störfum þingsins og þáði kaffiveitingar. Forsetafrúin Eliza Reid átti jafnframt fund með umboðsmanni barna á Grænlandi.Eliza Reid með umboðsmanni barna á Grænlandi.Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq.Á morgun, miðvikudag, er meðal annars áformað að forsetahjónin heimsæki Miðstöð loftslagsrannsókna í Nuuk, Kofoeds skólann og Royal Arctic Line skipafélagið og eigi einnig fund með borgarstjóranum í Nuuk, Charlotte Ludvigsen. Heimsókninni lýkur annaðkvöld. Hér má sjá viðtal við forsetahjónin þegar þau héldu til Grænlands: Forseti Íslands Grænland Tengdar fréttir Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45 Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15 Forsetinn floginn til að treysta vinaböndin við Grænlendinga Forsetahjónin héldu í dag í þriggja daga heimsókn til Grænlands í boði Kims Kielsen forsætisráðherra. Þau heimsækja meðal annars þjóðþing Grænlendinga og kynna sér menningar- og atvinnulíf. 23. september 2019 20:30 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fundaði með Kim Kielsen forsætisráðherra og heimsótti þjóðþing Grænlendinga á öðrum degi formlegrar heimsóknar forsetahjónanna til Grænlands. Þau sitja í kvöld hátíðarkvöldverð í boði forsætisráðherrans í Hans Egede húsinu í Nuuk.Forsetahjónin í grænlenska þinginu í dag. Guðni ræðir við Vivian Motzfeldt þingforseta en Eliza við Alequ Hammond, fyrrverandi forsætisráðherra.Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq.Eftir lendingu á Nuuk-flugvelli síðdegis í gær var farið í Þjóðminjasafn Grænlands þar sem sjá má forvitnilegar minjar sem tengjast sögu norrænna manna og annarra sem landið hafa byggt. Þá sæmdi forsetinn hjónin Benedikte Thorsteinsson, fyrrverandi ráðherra, og Guðmund Þorsteinsson, forstöðumann Kofoeds-skólans, hinni íslensku fálkaorðu fyrir framlag þeirra til samstarfs og vináttu Íslendinga og Grænlendinga, að því er fram kemur í frétt frá forsetaembættinu.Guðni forseti kominn í gamalkunnugt hlutverk; að ræða við háskólanemendur frá kennarapúltinu.Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq.Forsetahjónin heimsóttu Háskóla Grænlands í dag og ræddu þar við starfsmenn og nemendur. Bakgrunnur Guðna forseta liggur einmitt í háskólasamfélaginu en hann kenndi um árabil sagnfræði við hina ýmsu háskóla, síðast sem prófessor við Háskóla Íslands.Kaffispjall við forseta grænlenska þingsins, Vivian Motzfeldt. Þorbjörn Jónsson aðalræðismaður og Örnólfur Thorsson forsetaritari eru með forsetahjónunum.Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq.Í þjóðþingi Grænlands, Inatsisartut, átti forsetinn fund með Vivian Motzfeldt þingforseta, fylgdist með störfum þingsins og þáði kaffiveitingar. Forsetafrúin Eliza Reid átti jafnframt fund með umboðsmanni barna á Grænlandi.Eliza Reid með umboðsmanni barna á Grænlandi.Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq.Á morgun, miðvikudag, er meðal annars áformað að forsetahjónin heimsæki Miðstöð loftslagsrannsókna í Nuuk, Kofoeds skólann og Royal Arctic Line skipafélagið og eigi einnig fund með borgarstjóranum í Nuuk, Charlotte Ludvigsen. Heimsókninni lýkur annaðkvöld. Hér má sjá viðtal við forsetahjónin þegar þau héldu til Grænlands:
Forseti Íslands Grænland Tengdar fréttir Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45 Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15 Forsetinn floginn til að treysta vinaböndin við Grænlendinga Forsetahjónin héldu í dag í þriggja daga heimsókn til Grænlands í boði Kims Kielsen forsætisráðherra. Þau heimsækja meðal annars þjóðþing Grænlendinga og kynna sér menningar- og atvinnulíf. 23. september 2019 20:30 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira
Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45
Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15
Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15
Forsetinn floginn til að treysta vinaböndin við Grænlendinga Forsetahjónin héldu í dag í þriggja daga heimsókn til Grænlands í boði Kims Kielsen forsætisráðherra. Þau heimsækja meðal annars þjóðþing Grænlendinga og kynna sér menningar- og atvinnulíf. 23. september 2019 20:30