Almannatengsl í þágu þjóðar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. september 2019 07:00 Ber er hver að baki nema sér almannatengil eigi. Þannig er að minnsta kosti tíðarandinn í íslensku stjórnkerfi. Enginn er maður með mönnum nema með að minnsta kosti einn upplýsingafulltrúa sér við hlið. Þannig voru fjórir blaðafulltrúar á hvern blaðamann í Bandaríkjunum árið 2012 og í fyrra voru þeir orðnir sex. Sama staða er uppi í Bretlandi þar sem um þrjú þúsund manns starfa við upplýsingagjöf með einum eða öðrum hætti fyrir ríkisstjórnina þar í landi. Þótt engin sérstök greining hafi farið fram hér á landi er ekki ólíklegt að svipað sé upp á teningnum hér. Tregða stofnana við að upplýsa um brýn mál er orðin að sérstakri meinsemd í íslensku samfélagi. Oft þurfa blaðamenn að gera hlé á fréttaflutningi vegna tregðunnar til að veita sjálfsagðar upplýsingar. Fjölmiðlar þurfa svo að ráðstafa tíma og fjármunum sem víða eru ekki til, til þess að stofna til málareksturs í þeim tilgangi að nálgast upplýsingar sem klárlega eiga erindi við almenning. Upplýsingalög voru sett árið 1996 og síðar breytt árið 2012 með það að markmiði að styrkja möguleika almennings til þátttöku í lýðræðissamfélagi, styrkja fjölmiðla og almenning til að veita stjórnvöldum aðhald og styrkja möguleika fjölmiðla á að miðla upplýsingum um opinber málefni. Þrátt fyrir það hefur upplýsingaflæði ekkert aukist, nema síður sé. Það heyrir til undantekninga að fá viðtöl við opinbera starfsmenn vandkvæðalaust, því helst vilja þeir allir fá spurningarnar skriflegar, vitaskuld í gegnum fjölmiðlafulltrúann, sem reynir að ákveða hvað eigi erindi í fjölmiðla og hvað ekki. Samhliða þessu hrúgast inn mál á borð úrskurðarnefndar upplýsingamála, svo mjög að það getur tekið allt að ár að fá úrskurð frá nefndinni. Þessi þróun er áhugaverð og enn áhugaverðara er að fylgjast með afstöðu stofnana hverju sinni, eftir því hvaða PR-maður er við stjórnvölinn. Það kom til að mynda nýverið í ljós þegar ákveðin stofnun sem kennir sig við samkennd, en fer nú líklega að verða þekktust fyrir að kveða kynferðisbrot í kútinn, sýndi loks samkennd þegar hún sendi fjölmiðlum óumbeðna yfirlýsingu þar sem hún sagðist iðrast gjörða sinna og baðst afsökunar á að hafa ekki hlustað á fimm konur sem kærðu sóknarprest fyrir kynferðisbrot árið 2017. Skemmst er frá því að segja að nýr samskiptastjóri tók til starfa hjá stofnuninni í síðasta mánuði. Vonandi er kirkjan að læra, en sennilega er nýr talsmaður farinn að leggja hæstráðendum línurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Sunna Karen Sigurþórsdóttir Þjóðkirkjan Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Ber er hver að baki nema sér almannatengil eigi. Þannig er að minnsta kosti tíðarandinn í íslensku stjórnkerfi. Enginn er maður með mönnum nema með að minnsta kosti einn upplýsingafulltrúa sér við hlið. Þannig voru fjórir blaðafulltrúar á hvern blaðamann í Bandaríkjunum árið 2012 og í fyrra voru þeir orðnir sex. Sama staða er uppi í Bretlandi þar sem um þrjú þúsund manns starfa við upplýsingagjöf með einum eða öðrum hætti fyrir ríkisstjórnina þar í landi. Þótt engin sérstök greining hafi farið fram hér á landi er ekki ólíklegt að svipað sé upp á teningnum hér. Tregða stofnana við að upplýsa um brýn mál er orðin að sérstakri meinsemd í íslensku samfélagi. Oft þurfa blaðamenn að gera hlé á fréttaflutningi vegna tregðunnar til að veita sjálfsagðar upplýsingar. Fjölmiðlar þurfa svo að ráðstafa tíma og fjármunum sem víða eru ekki til, til þess að stofna til málareksturs í þeim tilgangi að nálgast upplýsingar sem klárlega eiga erindi við almenning. Upplýsingalög voru sett árið 1996 og síðar breytt árið 2012 með það að markmiði að styrkja möguleika almennings til þátttöku í lýðræðissamfélagi, styrkja fjölmiðla og almenning til að veita stjórnvöldum aðhald og styrkja möguleika fjölmiðla á að miðla upplýsingum um opinber málefni. Þrátt fyrir það hefur upplýsingaflæði ekkert aukist, nema síður sé. Það heyrir til undantekninga að fá viðtöl við opinbera starfsmenn vandkvæðalaust, því helst vilja þeir allir fá spurningarnar skriflegar, vitaskuld í gegnum fjölmiðlafulltrúann, sem reynir að ákveða hvað eigi erindi í fjölmiðla og hvað ekki. Samhliða þessu hrúgast inn mál á borð úrskurðarnefndar upplýsingamála, svo mjög að það getur tekið allt að ár að fá úrskurð frá nefndinni. Þessi þróun er áhugaverð og enn áhugaverðara er að fylgjast með afstöðu stofnana hverju sinni, eftir því hvaða PR-maður er við stjórnvölinn. Það kom til að mynda nýverið í ljós þegar ákveðin stofnun sem kennir sig við samkennd, en fer nú líklega að verða þekktust fyrir að kveða kynferðisbrot í kútinn, sýndi loks samkennd þegar hún sendi fjölmiðlum óumbeðna yfirlýsingu þar sem hún sagðist iðrast gjörða sinna og baðst afsökunar á að hafa ekki hlustað á fimm konur sem kærðu sóknarprest fyrir kynferðisbrot árið 2017. Skemmst er frá því að segja að nýr samskiptastjóri tók til starfa hjá stofnuninni í síðasta mánuði. Vonandi er kirkjan að læra, en sennilega er nýr talsmaður farinn að leggja hæstráðendum línurnar.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun