Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. september 2019 09:18 Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka. arion Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru af stjórn Arion banka í dag. Breytingarnar fela það meðal annars í sér að um 100 manns missa vinnu sína hjá bankanum. Í tölvupóstinum sem Benedikt sendi til starfsmanna segir hann að uppsagnirnar séu erfitt skref. Margir muni kveðja bankann í dag, gott samstarfsfólk og vinir sem hafi lagt sitt af mörkum til uppbyggingar bankans á undanförnum árum. „Fækkun starfsfólks er liður í nokkuð umfangsmiklum skipulagsbreytingum sem taka gildi í dag þó það muni taka nokkurn tíma að innleiða þær að fullu. Við þurftum reglum samkvæmt fyrst að tilkynna um breytingarnar í kauphöll og það gerðum við rétt í þessu eða um leið og ákvörðun stjórnar lá fyrir. Þeim sem munu hætta í dag verður tilkynnt það svo fljótt sem auðið er. Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll, ekki síst þá sem starfa í höfuðstöðvunum þar sem breytingarnar verða mestar,“ segir í tölvupósti Benedikts. Hann segir að stjórnendur bankans telji að aðstæður í umhverfi hans, eiginfjárkröfur, skattar og harðnandi samkeppni, auk hás rekstrarkostnaðar, vera þess eðlis að ekki sé lengur hjá því komist að gera breytingar sem miða að því að einfalda starfsemina. „Við þurfum að aðlaga að okkur að aðstæðum hverju sinni. Þannig miðar nýtt skipulag að því að gera okkar þjónustu enn betri og styðja betur við stefnu bankans, sem í öllum aðalatriðum er óbreytt – að veita viðskiptavinum okkar alhliða fjármálaþjónustu. Sviðum bankans fækkar um tvö og ýmis verkefni færast til innan bankans. Helstu breytingarnar snúa að þjónustu við stór fyrirtæki en við munum sameina fyrirtækjasvið og hluta fjárfestingabankasviðs í eitt svið og einfalda útlánaferlið. Markaðsviðskipti og eignastýring verða jafnframt eitt svið. Viðskiptabankasvið tekur yfir markaðsmálin og fyrirtækjalausnir. Lögfræðiráðgjöf færist að hluta inn á tekjusviðin en yfirlögfræðingur mun taka til starfa á skrifstofu bankastjóra og leiða þar lögfræðiráðgjöf bankans. Skipulagsbreytingarnar verða kynntar nánar síðar í dag og á morgun. Við munum gera það sem við getum til að gera þeim sem í dag hætta störfum starfslokin léttbærari. Ég vil þakka þeim sem munu kveðja fyrir þeirra störf og óska þeim velfarnaðar í framtíðinni. Með kveðju, Benedikt,“ segir í tölvupósti bankastjórans til starfsmanna í morgun.Fréttin hefur verið uppfærð. Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsmenn Arion bíða fregna af uppsögnum Vísir setti sig í samband við Harald Guðna Eiðsson, upplýsingafulltrúa Arion banka, í gærkvöldi sem sagði að það væru engar hópuppsagnir fyrirhugaðar í dag. 23. september 2019 10:00 Arion banki selur sumarhöllina Arion banki hefur boðið til sölu sex herbergja orlofshús í eigu bankans, sem aðeins æðstu stjórnendur hans hafa haft afnot af síðustu ár, í Hörgársveit í Eyjafirði. 25. september 2019 06:00 Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru af stjórn Arion banka í dag. Breytingarnar fela það meðal annars í sér að um 100 manns missa vinnu sína hjá bankanum. Í tölvupóstinum sem Benedikt sendi til starfsmanna segir hann að uppsagnirnar séu erfitt skref. Margir muni kveðja bankann í dag, gott samstarfsfólk og vinir sem hafi lagt sitt af mörkum til uppbyggingar bankans á undanförnum árum. „Fækkun starfsfólks er liður í nokkuð umfangsmiklum skipulagsbreytingum sem taka gildi í dag þó það muni taka nokkurn tíma að innleiða þær að fullu. Við þurftum reglum samkvæmt fyrst að tilkynna um breytingarnar í kauphöll og það gerðum við rétt í þessu eða um leið og ákvörðun stjórnar lá fyrir. Þeim sem munu hætta í dag verður tilkynnt það svo fljótt sem auðið er. Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll, ekki síst þá sem starfa í höfuðstöðvunum þar sem breytingarnar verða mestar,“ segir í tölvupósti Benedikts. Hann segir að stjórnendur bankans telji að aðstæður í umhverfi hans, eiginfjárkröfur, skattar og harðnandi samkeppni, auk hás rekstrarkostnaðar, vera þess eðlis að ekki sé lengur hjá því komist að gera breytingar sem miða að því að einfalda starfsemina. „Við þurfum að aðlaga að okkur að aðstæðum hverju sinni. Þannig miðar nýtt skipulag að því að gera okkar þjónustu enn betri og styðja betur við stefnu bankans, sem í öllum aðalatriðum er óbreytt – að veita viðskiptavinum okkar alhliða fjármálaþjónustu. Sviðum bankans fækkar um tvö og ýmis verkefni færast til innan bankans. Helstu breytingarnar snúa að þjónustu við stór fyrirtæki en við munum sameina fyrirtækjasvið og hluta fjárfestingabankasviðs í eitt svið og einfalda útlánaferlið. Markaðsviðskipti og eignastýring verða jafnframt eitt svið. Viðskiptabankasvið tekur yfir markaðsmálin og fyrirtækjalausnir. Lögfræðiráðgjöf færist að hluta inn á tekjusviðin en yfirlögfræðingur mun taka til starfa á skrifstofu bankastjóra og leiða þar lögfræðiráðgjöf bankans. Skipulagsbreytingarnar verða kynntar nánar síðar í dag og á morgun. Við munum gera það sem við getum til að gera þeim sem í dag hætta störfum starfslokin léttbærari. Ég vil þakka þeim sem munu kveðja fyrir þeirra störf og óska þeim velfarnaðar í framtíðinni. Með kveðju, Benedikt,“ segir í tölvupósti bankastjórans til starfsmanna í morgun.Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsmenn Arion bíða fregna af uppsögnum Vísir setti sig í samband við Harald Guðna Eiðsson, upplýsingafulltrúa Arion banka, í gærkvöldi sem sagði að það væru engar hópuppsagnir fyrirhugaðar í dag. 23. september 2019 10:00 Arion banki selur sumarhöllina Arion banki hefur boðið til sölu sex herbergja orlofshús í eigu bankans, sem aðeins æðstu stjórnendur hans hafa haft afnot af síðustu ár, í Hörgársveit í Eyjafirði. 25. september 2019 06:00 Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Starfsmenn Arion bíða fregna af uppsögnum Vísir setti sig í samband við Harald Guðna Eiðsson, upplýsingafulltrúa Arion banka, í gærkvöldi sem sagði að það væru engar hópuppsagnir fyrirhugaðar í dag. 23. september 2019 10:00
Arion banki selur sumarhöllina Arion banki hefur boðið til sölu sex herbergja orlofshús í eigu bankans, sem aðeins æðstu stjórnendur hans hafa haft afnot af síðustu ár, í Hörgársveit í Eyjafirði. 25. september 2019 06:00
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent