Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 26. september 2019 10:45 Um hundrað manns missa vinnuna hjá Arion banka í dag vegna skipulagsbreytinga. fréttablaðið/ernir Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. Ástandinu í höfuðstöðvum bankans hefur verið lýst sem skelfilegu af starfsfólki sem fréttastofa hefur heyrt hljóðið í en meirihluti þeirra hundrað starfsmanna sem missa vinnuna starfa þar. Margir eru í sárum og starfsfólkið huggar hvert annað. Enginn mun ná að vinna í dag, eins og einn starfsmaður bankans orðaði það í samtali við Vísi, en svona dagar séu örugglega erfiðastir fyrir fólkið í framlínunni þar sem það þarf að halda andliti í útibúunum og sinna viðskiptavinum. Einstaklingssamtöl hófust í morgun við þá starfsmenn sem missa vinnuna og verða fram eftir degi, samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa Arion banka. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir í samtali við Vísi að uppsagnirnar séu umfangsmeiri en stofnunin bjóst við. „Þessi tilkynning um hópuppsögn var send til okkar núna í morgun og tekur gildi 1.október. Þetta er á öllum sviðum,“ segir Unnur. Hún segir að stofnunin muni biðja um frekari greiningar því þeim sem sagt er upp eru með mislangan uppsagnarfrest. „Bankinn hefur ákveðið að bæta við einum mánuði við alla. Síðan þeir sem eru í elsta aldursflokknum fá auka þrjá mánuði. Munurinn á þessari og öðrum hópuppsögnum er sá að þetta fólk er ekki að koma inn til okkar allt á sama tíma, sem að gerir þetta aðeins einfaldara. Við munum setjast yfir þetta eftir hádegi í dag og aðeins skoða hvað við munum gera í þessu sambandi. Það liggur fyrir,“ segir Unnur. Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46 Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18 Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07 Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Sjá meira
Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. Ástandinu í höfuðstöðvum bankans hefur verið lýst sem skelfilegu af starfsfólki sem fréttastofa hefur heyrt hljóðið í en meirihluti þeirra hundrað starfsmanna sem missa vinnuna starfa þar. Margir eru í sárum og starfsfólkið huggar hvert annað. Enginn mun ná að vinna í dag, eins og einn starfsmaður bankans orðaði það í samtali við Vísi, en svona dagar séu örugglega erfiðastir fyrir fólkið í framlínunni þar sem það þarf að halda andliti í útibúunum og sinna viðskiptavinum. Einstaklingssamtöl hófust í morgun við þá starfsmenn sem missa vinnuna og verða fram eftir degi, samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa Arion banka. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir í samtali við Vísi að uppsagnirnar séu umfangsmeiri en stofnunin bjóst við. „Þessi tilkynning um hópuppsögn var send til okkar núna í morgun og tekur gildi 1.október. Þetta er á öllum sviðum,“ segir Unnur. Hún segir að stofnunin muni biðja um frekari greiningar því þeim sem sagt er upp eru með mislangan uppsagnarfrest. „Bankinn hefur ákveðið að bæta við einum mánuði við alla. Síðan þeir sem eru í elsta aldursflokknum fá auka þrjá mánuði. Munurinn á þessari og öðrum hópuppsögnum er sá að þetta fólk er ekki að koma inn til okkar allt á sama tíma, sem að gerir þetta aðeins einfaldara. Við munum setjast yfir þetta eftir hádegi í dag og aðeins skoða hvað við munum gera í þessu sambandi. Það liggur fyrir,“ segir Unnur.
Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46 Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18 Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07 Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Sjá meira
Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46
Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18
Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07