Innlent

Þorsteinn ákærður fyrir 50 kynferðisbrot gegn sama drengnum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni.
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni. Fréttablaðið/gva
Þorsteinn Halldórsson, sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn barni, er sakaður um að hafa brotið á barninu í að minnsta kosti fimmtíu skipti á árunum 2015 til 2017 er barnið var á aldrinum 14 til sautján ára. Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa sent kynferðislegar myndir af drengnum til óþekktra aðila.

Fjallað var um ákæruna í vikunnien málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag á þriðjudaginn. Er þetta í annað skipti á tveimur árum sem Þorsteinn er ákærður fyrir kynferðisbrot fyrir barni. Landsréttur dæmdiÞorstein í fimm og hálfs árs fangelsi fyrr á árinu.

Í ákærunni, sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að Þorsteinn er ákærður fyrir að hafa „margítrekað eða í að minnsta kosti 50 skipti“ haft kynferðismök við dreng með ólögmætri nauðung á tímabilinu sem um ræðir.

Er honum gert að sök að hafa nýtt sér yfirburði sína gagnvart honum vegna aldurs-, þroska og reynslumunar. Er hann sagður hafa gefið drengnum peninga, þar með talið greiðslukort til afnota, fatnað, sólgleraugu, mat á veitingastöðum, tóbak, áfengi, kannabisefni og tvo farsíma, símanúmer með gagnamagni til afnota.

Sagður hafa krafist endurgreiðslu þegar drengurinn reyndi að slíta samskiptum

Þá er hann sakaður um að hafa beitt drenginn þrýstingi og yfirgangi til að þess að hitta hann og fá framgengt vilja sínum að hafa við hann kynferðismök, með því að hringja og senda margítrekuð skilaboð í síma og í gegnum samskiptaforrit.

Er hann sagður hafa virt að vettugi svör drengsins þegar hann sagðist ekki vilja eða geta hitt hann, mætt óvænt á staði þar sem hann var staddur auk þess að krefjast endurgreiðslu peninga og gjafa er hann reyndi að slíta samskiptum við Þorstein.

Þorsteinn er einnig sakaður um að hafa á sama tímabili og hin meintu brot áttu sér stað, ítrekað tekið ljósmyndir sem sýndu drenginn á kynferðislegan og klámfengin hátt. Er hann sagður hafa beðið drenginn um að senda sér kynferðislegar myndir. Er Þorsteinn einnig ákærður fyrir að hafa haft kynferðislegar myndir af drengnum í vörslu sinni í farsíma, auk þess sem hann er sakaður um að hafa sent kynferðislegar myndir af drengnum til óþekktra aðila á samskiptamiðlum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×