Meint fjársvik tæpir tveir milljarðar króna Björn Þorfinnsson skrifar 27. september 2019 07:15 Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi United Silicon. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Meint fjársvik Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda United Silicon, nema um 1,8 milljarði króna samkvæmt þremur stefnum. Í nýrri stefnu þrotabús Sameinaðs silíkons hf. er Magnús sagður hafa svikið rúmlega 1,2 milljarð króna út úr fyrirtækinu. Það er til viðbótar tveimur fyrri stefnum á hendur Magnúsi þar sem hann er sakaður um að hafa svikið 600 milljónir króna. Í heildina eru meint fjársvik Magnúsar því um 1,8 milljarður króna. Geir Gestsson, lögmaður þrotabúsins, sagði ekki liggja fyrir hvort þrotabúið myndi höfða fleiri dómsmál á hendur Magnúsi. Þá eru hin meintu fjársvik Magnúsar enn í rannsókn hjá héraðssaksóknara. Nýjasta stefnan á hendur Magnúsi snýr að málefnum fyrirtækisins Stakksbrautar 9 sem Sameinað silíkon hf. yfirtók frá og með 1. september 2014. Tveimur vikum eftir yfirtökuna lét Magnús fyrirtækið borga reikning frá hollensku fyrirtæki, Silicon Mineral Ventures, upp á um 77 milljónir króna. Í stefnunni er reikningurinn sagður falsaður og að peningarnir hafi farið í uppgreiðslu á láni félags í eigu Magnúsar, Tomahawk Development á Íslandi hf., við Silicon Mineral Ventures. Þá er Magnús sakaður um að hafa látið Stakksbraut 9 greiða rúmlega einn milljarð króna inn á reikning hollenska fyrirtækisins Pyromet Engineering. Alls var um 26 greiðslur að ræða á tæplega tveggja ára tímabili, frá 23. október 2013 til 27. ágúst 2015. Hollenska fyrirtækið var stofnað skömmu fyrir fyrstu millifærsluna og slitið skömmu eftir þá seinustu. Skráður eigandi fyrirtækisins og stjórnarmaður var Joseph Dignam en í stefnunni kemur fram að hann er fyrrum sambýlismaður móður Magnúsar. Joseph þessi var einnig stjórnarmaður og skráður prókúruhafi Stakksbrautar 9. Tveimur vikum eftir að Dignam tók við stjórnunarstöðunni, í byrjun október 2013, framseldi hann völd sín í Stakksbraut 9 til Magnúsar. Í skýrslutöku yfir Magnús hélt hann því fram að Pyromet Engineering hefði verið verktakafyrirtæki, sem veitti sérfræðiþjónustu, meðal annars við hönnun á kísilmálmverksmiðjunni. Fram kemur að Magnús hafi þó hvorki getað bent á neina afurð af samstarfinu né útskýrt nákvæmlega í hverju meint vinna félagsins fólst fyrir Stakksbraut 9. Hann gat ekki heldur útskýrt hverjir starfsmenn félagsins væru eða hverjir tengiliðir hans hefðu verið hjá félaginu. Í skýrslutöku yfir áðurnefndum Joseph Dignam kom hann af fjöllum um tilvist félagsins. Í stefnunni kemur enn fremur fram að engin bókhaldsgögn fyrir Stakksbraut 9 finnist og er því haldið fram að Magnús hafi látið farga þeim. Þá kemur fram að Magnús fari huldu höfði til þess að forðast kröfuhafa sína. Hann fer þó fjarri því huldu höfði á samfélagsmiðlum þar sem hann birtir myndir af ferðalögum sínum og kærustu sinnar, meðal annars til Íslands. Þá stundar Magnús umfangsmikla útleigu á einbýlishúsi í Kópavogi sem er í hans eigu. Hann hefur þó ekki sótt um leyfi fyrir starfseminni. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Reykjanesbær United Silicon Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Meint fjársvik Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda United Silicon, nema um 1,8 milljarði króna samkvæmt þremur stefnum. Í nýrri stefnu þrotabús Sameinaðs silíkons hf. er Magnús sagður hafa svikið rúmlega 1,2 milljarð króna út úr fyrirtækinu. Það er til viðbótar tveimur fyrri stefnum á hendur Magnúsi þar sem hann er sakaður um að hafa svikið 600 milljónir króna. Í heildina eru meint fjársvik Magnúsar því um 1,8 milljarður króna. Geir Gestsson, lögmaður þrotabúsins, sagði ekki liggja fyrir hvort þrotabúið myndi höfða fleiri dómsmál á hendur Magnúsi. Þá eru hin meintu fjársvik Magnúsar enn í rannsókn hjá héraðssaksóknara. Nýjasta stefnan á hendur Magnúsi snýr að málefnum fyrirtækisins Stakksbrautar 9 sem Sameinað silíkon hf. yfirtók frá og með 1. september 2014. Tveimur vikum eftir yfirtökuna lét Magnús fyrirtækið borga reikning frá hollensku fyrirtæki, Silicon Mineral Ventures, upp á um 77 milljónir króna. Í stefnunni er reikningurinn sagður falsaður og að peningarnir hafi farið í uppgreiðslu á láni félags í eigu Magnúsar, Tomahawk Development á Íslandi hf., við Silicon Mineral Ventures. Þá er Magnús sakaður um að hafa látið Stakksbraut 9 greiða rúmlega einn milljarð króna inn á reikning hollenska fyrirtækisins Pyromet Engineering. Alls var um 26 greiðslur að ræða á tæplega tveggja ára tímabili, frá 23. október 2013 til 27. ágúst 2015. Hollenska fyrirtækið var stofnað skömmu fyrir fyrstu millifærsluna og slitið skömmu eftir þá seinustu. Skráður eigandi fyrirtækisins og stjórnarmaður var Joseph Dignam en í stefnunni kemur fram að hann er fyrrum sambýlismaður móður Magnúsar. Joseph þessi var einnig stjórnarmaður og skráður prókúruhafi Stakksbrautar 9. Tveimur vikum eftir að Dignam tók við stjórnunarstöðunni, í byrjun október 2013, framseldi hann völd sín í Stakksbraut 9 til Magnúsar. Í skýrslutöku yfir Magnús hélt hann því fram að Pyromet Engineering hefði verið verktakafyrirtæki, sem veitti sérfræðiþjónustu, meðal annars við hönnun á kísilmálmverksmiðjunni. Fram kemur að Magnús hafi þó hvorki getað bent á neina afurð af samstarfinu né útskýrt nákvæmlega í hverju meint vinna félagsins fólst fyrir Stakksbraut 9. Hann gat ekki heldur útskýrt hverjir starfsmenn félagsins væru eða hverjir tengiliðir hans hefðu verið hjá félaginu. Í skýrslutöku yfir áðurnefndum Joseph Dignam kom hann af fjöllum um tilvist félagsins. Í stefnunni kemur enn fremur fram að engin bókhaldsgögn fyrir Stakksbraut 9 finnist og er því haldið fram að Magnús hafi látið farga þeim. Þá kemur fram að Magnús fari huldu höfði til þess að forðast kröfuhafa sína. Hann fer þó fjarri því huldu höfði á samfélagsmiðlum þar sem hann birtir myndir af ferðalögum sínum og kærustu sinnar, meðal annars til Íslands. Þá stundar Magnús umfangsmikla útleigu á einbýlishúsi í Kópavogi sem er í hans eigu. Hann hefur þó ekki sótt um leyfi fyrir starfseminni.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Reykjanesbær United Silicon Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira