Bílar í borgum Hilmar Þór Björnsson skrifar 27. september 2019 07:00 Það vita það flestir að bíllinn mengar, er heilsuspillandi, tekur gríðarlega mikið pláss, veldur slysum og er samfélagslega óhemju dýr. Hann kostar líka mikið fyrir alla sem þurfa að reka slíkt farartæki. Flestir vita líka að einkabíllinn er ekki heppilegur í borgum og að það er ekki auðvelt að losna við hann úr þeim borgum sem eru skipulagðar á hans forsendum. Það er ekki nema rétt rúm öld síðan einkabíllinn kom til sögunnar og fór að breyta daglegu lífi fólks. Fljótlega eftir að bíllinn varð almannaeign fór hann að verða aðal skipulagsforsendan. Áður voru borgir skipulagðar fyrir gangandi vegfarendur. Allt var í göngufæri í gömlu borgunum. Þegar bíllinn kom breyttist allt skipulag borganna. Menn sáu fyrir sér framtíðina með einum til tveimur, jafnvel þremur einkabílum á hverju heimili og miklum hreyfanleika fólks og ferðafrelsi. Einkabíllinn breytti hugmyndum fólks um borgarskipulag. Heimilin fjarlægðust þjónustuna og atvinnutækifærin. Fólk vildi hafa þetta svona. Svona var tíðarandinn. Útþensla borganna hófst og varð f ljótlega nánast stjórnlaus. Á árunum milli 1950-60 fór Jane Jacobs, blaðamaður, í broddi þeirrar fylkingar í Vesturheimi, sem barðist fyrir því að ekki yrðu lagðar hraðbrautir inni í borgunum. Margir telja að hún og aðgerðarsinnar hafi bjargað New York frá eyðileggingu, af völdum einkabílsins. Til stóð að leggja hraðbrautir hátt yfir núverandi gatnakerfinu á neðri hluta Manhattan. Í kjölfarið reis upp grasrótarhreyfing í Evrópu sem vildi stemma stigu við yfirgangi einkabílsins í mörgum borgum. Á sama tíma og grasrótin og framsæknir sérfræðingar og fræðimenn úti í heimi voru búnir að átta sig á böli einkabílsins í borgum var fólk í Reykjavík að vinna að aðalskipulagi Reykjavíkur 1962-84 sem unnið var á forsendum einkabílsins. Þessi einkabílahugmynd hefur verið meginstoð endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur allar götur síðan og allt þar til núgildandi aðalskipulag var samþykkt árið 2013. Þessar hugmyndir voru menn farnir að efast um víðast erlendis fyrir um 60 árum. Á námsárum mínum í Kaupmannahöfn um 1970 voru allir búnir að átta sig á þessu og meðtaka. Í Kaupmannahöfn var fyrsta göngugatan opnuð 1962 og það sama átti sér stað í París og víða annars staðar. Nú hafa margar miðborgir nánast losað sig við einkabílinn. Það er löngu ljóst að einkabíllinn er ekki heppilegt samgöngutæki í borgum. Margar borgir stefna nú að því að snúa þróuninni við og takmarka einkabílaumferð verulega innan borgarmarkanna. Þessi þróun kemur í kjölfar þess að öflugum almenningssamgöngum hefur verið komið á fót, en ekki áður eins og er að gerast hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er söguleg staðreynd að gömlu borgirnar eru miklu eldri en einkabíllinn. Gömlu borgirnar eru mjög þéttar og frá upphafi skipulagðar á forsendum hins gangandi vegfaranda. Þessi saga og öflugar almenningssamgöngur hafa gert Kaupmannahöfn, London og París auðveldara fyrir að gönguvæða borgirnar að nýju og draga úr notkun einkabílsins. Yngri borgir og úthverfi gömlu borganna og borgir sem byggðust upp á forsendum einkabílsins eiga ekki eins auðvelt með að hafna honum. Forsenda skipulags þeirra var einkabíllinn og þær verða að sætta sig við það og taka mið af því, f inna aðrar lausnir á vandanum en þær sem gömlu borgirnar geta notfært sér. Það er engin ein lausn í sjónmáli varðandi þennan vanda, heldur stórt mengi margra lausna. Sú stærsta og mikilvægasta er sjálft borgarskipulagið. Þar liggur stærsti ávinningurinn og þar hafa menn slugsað mest undanfarna áratugi. Sjálfbært hverfaskipulag og flutningur stórra vinnustaða á borð við Landspítala úr miðborginni geta bjargað miklu. Það er ekki langt í að vinnuvikan verði aðeins 4 dagar. Það eitt ásamt sveigjanlegum vinnutíma mun hafa veruleg áhrif á umferðarálagið. Líklegt er að eftir 50-100 ár heyri einkabíllinn að mestu sögunni til sem aðalsamgöngutæki í f lestum borgum. Fólk mun nota almenningssamgöngur, hjóla og ganga og nota sjálf keyrandi deilibíla. Einkabíllinn mun verða notaður til skemmtunar og sem tómstundatæki líkt og vélsleðar og sportbátar og kannski til þess að skreppa í sumarbústað. Einkabíllinn mun ekki vera forsenda búsetu í borgunum. Í stað hans mun fólk fara fótgangandi eða hjólandi um sjálf bæra borgarhluta, þar sem allt er innan seilingar og í göngufæri. Hér er á ferðinni jákvæð þróun sem þarf að vera sársaukalaus og átakalaus fyrir alla. Það á ekki að neyða neinn til neins og ekki stilla fólki upp í andstæðar fylkingar eins og mátti skilja á fólki á bíllausa deginum um helgina. Ekki nánast sekta fólk fyrir að aka eftir Miklubrautinni. Menn eiga að stíga út úr einkabílnum af fúsum og frjálsum vilja af því að það er ódýrara, þægilegra og skemmtilegra en að aka, en ekki tilneyddir. Hin svokallaða „aðför gegn einkabílnum“, sem er rétt að byrja að sögn þeirra sem tala fyrir henni, sýnir ekki viðfangsefninu mikinn skilning, heldur skilningsleysi. Þetta er ekki stríð, heldur þróun sem staðið hefur í 60 ár og flestir sjá fyrir endann á. Bílar í borgum eru böl sem þarf að vinna á í mestu rósemd og fullri sátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hilmar Þór Björnsson Skipulag Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Það vita það flestir að bíllinn mengar, er heilsuspillandi, tekur gríðarlega mikið pláss, veldur slysum og er samfélagslega óhemju dýr. Hann kostar líka mikið fyrir alla sem þurfa að reka slíkt farartæki. Flestir vita líka að einkabíllinn er ekki heppilegur í borgum og að það er ekki auðvelt að losna við hann úr þeim borgum sem eru skipulagðar á hans forsendum. Það er ekki nema rétt rúm öld síðan einkabíllinn kom til sögunnar og fór að breyta daglegu lífi fólks. Fljótlega eftir að bíllinn varð almannaeign fór hann að verða aðal skipulagsforsendan. Áður voru borgir skipulagðar fyrir gangandi vegfarendur. Allt var í göngufæri í gömlu borgunum. Þegar bíllinn kom breyttist allt skipulag borganna. Menn sáu fyrir sér framtíðina með einum til tveimur, jafnvel þremur einkabílum á hverju heimili og miklum hreyfanleika fólks og ferðafrelsi. Einkabíllinn breytti hugmyndum fólks um borgarskipulag. Heimilin fjarlægðust þjónustuna og atvinnutækifærin. Fólk vildi hafa þetta svona. Svona var tíðarandinn. Útþensla borganna hófst og varð f ljótlega nánast stjórnlaus. Á árunum milli 1950-60 fór Jane Jacobs, blaðamaður, í broddi þeirrar fylkingar í Vesturheimi, sem barðist fyrir því að ekki yrðu lagðar hraðbrautir inni í borgunum. Margir telja að hún og aðgerðarsinnar hafi bjargað New York frá eyðileggingu, af völdum einkabílsins. Til stóð að leggja hraðbrautir hátt yfir núverandi gatnakerfinu á neðri hluta Manhattan. Í kjölfarið reis upp grasrótarhreyfing í Evrópu sem vildi stemma stigu við yfirgangi einkabílsins í mörgum borgum. Á sama tíma og grasrótin og framsæknir sérfræðingar og fræðimenn úti í heimi voru búnir að átta sig á böli einkabílsins í borgum var fólk í Reykjavík að vinna að aðalskipulagi Reykjavíkur 1962-84 sem unnið var á forsendum einkabílsins. Þessi einkabílahugmynd hefur verið meginstoð endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur allar götur síðan og allt þar til núgildandi aðalskipulag var samþykkt árið 2013. Þessar hugmyndir voru menn farnir að efast um víðast erlendis fyrir um 60 árum. Á námsárum mínum í Kaupmannahöfn um 1970 voru allir búnir að átta sig á þessu og meðtaka. Í Kaupmannahöfn var fyrsta göngugatan opnuð 1962 og það sama átti sér stað í París og víða annars staðar. Nú hafa margar miðborgir nánast losað sig við einkabílinn. Það er löngu ljóst að einkabíllinn er ekki heppilegt samgöngutæki í borgum. Margar borgir stefna nú að því að snúa þróuninni við og takmarka einkabílaumferð verulega innan borgarmarkanna. Þessi þróun kemur í kjölfar þess að öflugum almenningssamgöngum hefur verið komið á fót, en ekki áður eins og er að gerast hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er söguleg staðreynd að gömlu borgirnar eru miklu eldri en einkabíllinn. Gömlu borgirnar eru mjög þéttar og frá upphafi skipulagðar á forsendum hins gangandi vegfaranda. Þessi saga og öflugar almenningssamgöngur hafa gert Kaupmannahöfn, London og París auðveldara fyrir að gönguvæða borgirnar að nýju og draga úr notkun einkabílsins. Yngri borgir og úthverfi gömlu borganna og borgir sem byggðust upp á forsendum einkabílsins eiga ekki eins auðvelt með að hafna honum. Forsenda skipulags þeirra var einkabíllinn og þær verða að sætta sig við það og taka mið af því, f inna aðrar lausnir á vandanum en þær sem gömlu borgirnar geta notfært sér. Það er engin ein lausn í sjónmáli varðandi þennan vanda, heldur stórt mengi margra lausna. Sú stærsta og mikilvægasta er sjálft borgarskipulagið. Þar liggur stærsti ávinningurinn og þar hafa menn slugsað mest undanfarna áratugi. Sjálfbært hverfaskipulag og flutningur stórra vinnustaða á borð við Landspítala úr miðborginni geta bjargað miklu. Það er ekki langt í að vinnuvikan verði aðeins 4 dagar. Það eitt ásamt sveigjanlegum vinnutíma mun hafa veruleg áhrif á umferðarálagið. Líklegt er að eftir 50-100 ár heyri einkabíllinn að mestu sögunni til sem aðalsamgöngutæki í f lestum borgum. Fólk mun nota almenningssamgöngur, hjóla og ganga og nota sjálf keyrandi deilibíla. Einkabíllinn mun verða notaður til skemmtunar og sem tómstundatæki líkt og vélsleðar og sportbátar og kannski til þess að skreppa í sumarbústað. Einkabíllinn mun ekki vera forsenda búsetu í borgunum. Í stað hans mun fólk fara fótgangandi eða hjólandi um sjálf bæra borgarhluta, þar sem allt er innan seilingar og í göngufæri. Hér er á ferðinni jákvæð þróun sem þarf að vera sársaukalaus og átakalaus fyrir alla. Það á ekki að neyða neinn til neins og ekki stilla fólki upp í andstæðar fylkingar eins og mátti skilja á fólki á bíllausa deginum um helgina. Ekki nánast sekta fólk fyrir að aka eftir Miklubrautinni. Menn eiga að stíga út úr einkabílnum af fúsum og frjálsum vilja af því að það er ódýrara, þægilegra og skemmtilegra en að aka, en ekki tilneyddir. Hin svokallaða „aðför gegn einkabílnum“, sem er rétt að byrja að sögn þeirra sem tala fyrir henni, sýnir ekki viðfangsefninu mikinn skilning, heldur skilningsleysi. Þetta er ekki stríð, heldur þróun sem staðið hefur í 60 ár og flestir sjá fyrir endann á. Bílar í borgum eru böl sem þarf að vinna á í mestu rósemd og fullri sátt.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun