Innlent

Frumvarp um bætur samþykktar úr ríkisstjórn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti í fyrra.
Frá endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti í fyrra. Vísir/vilhelm
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði fram í ríkisstjórn í morgun frumvarp til laga um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Var samþykkt að frumvarpið verði lagt fram á Alþingi að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins.

Frumvarpið kveður á um heimild ráðherra til að greiða sanngirnisbætur til þeirra sem sýknaðir voru með dómi Hæstaréttar 27. september 2018. Bætur verði einnig greiddar til aðstandenda þeirra sýknuðu sem fallnir eru frá.

Í greinargerð frumvarpsins er rakin forsaga málsins og hvar sáttaviðræður hafa verið á vegi staddar til þessa dags.


Tengdar fréttir

Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum

Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl.

Katrín hafi gleymt Guð­mundar- og Geir­finns­málum og ekki sýnt þeim á­huga

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki átta sig á því hvers vegna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir sléttu ári síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×