Innlent

Sakaður um ítrekuð brot gegn ungri stúlku

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur við Lækjartorg.
Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur við Lækjartorg. Vísir/Vilhelm
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir þrenns konar kynferðisbrot gegn stúlku þegar hún var á aldrinum níu til sextán ára gömul. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en þinghald í málinu er lokað.

Manninum er gefið að sök að hafa í eitt skipti fyrir rúmum áratug brotið á stúlkunni þegar hún var níu eða tíu ára gömul. Þá á hann að hafa ítrekað haft hendur sínar undir buxnastreng stúlkunnar og strokið brjóst hennar innanklæða þegar hann leyfði henni að sitja í fangi sínu keyra bíl sínum. Þá var stúlkan tveimur til þremur árum eldri.

Þá á hann að hafa farið inn í herbergi þar sem brotaþoli svaf, þegar hún var orðin sextán ár, dregið niður hlýrabol hennar og berað á henni brjóstin.

Krafist er tveggja milljóna króna í miskabætur af hálfu ákærða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×