Hópuppsagnir orðnar fleiri en allt árið í fyrra Birgir Olgeirsson skrifar 27. september 2019 18:27 Hópuppsagnir það sem af er ári eru orðnar fleiri en allt árið í fyrra. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur botninum ekki náð. Rúmlega átta hundruð hafa misst vinnuna í hópuppsögnum frá áramótum. Á þriðja hundrað manns misstu vinnuna í vikunni og hafa álíka tölur ekki sést síðan í hruninu. Icelandair tilkynnti á miðvikudag að 87 flugmönnum hefði verið sagt upp en 134 var sagt upp í fjármálageiranum í gær. Misstu því 221 starfið á einum sólarhring í vikunni en það sem af er ári hefur 809 manns verið sagt upp í hópuppsögnum. „Það er langt síðan við höfum séð svona tölur. Við erum núna komin upp í jafn marga einstaklinga eins og allt árið í fyrra. Þetta hefur stigið mjög mikið,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Flestar hópuppsagnir á árinu eru í samgöngum og flutningum eða 453, 102 í fjármálastarfsemi, 64 í upplýsingastarfsemi, 37 í iðnaðarframleiðslu, 33 í veitingarekstri, 32 í byggingariðnaði, 30 í sérfræðistörfum, 21 í fiskvinnslu, 19 í heilbrigðisþjónustu og 18 í verslunarrekstri.Þetta er eingöngu tölur um hópuppsagnir og vantar þarna inn í þá ellefu hundruð sem misstu vinnuna þegar flugfélagið WOW air fór í þrot í mars. Því ljóst að mun fleiri hefur verið sagt upp á árinu. Unnur segir Vinnumálastofnun hafa góðan mannskap og ráðrúm til að takast á við þennan hóp í ár. Það kemur hins vegar í ljós á næsta ári hvort frekari fjárveitingar er þörf þegar margar uppsagnirnar koma til framkvæmda.Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.„Það sem er núna að koma inn, það kemur í rauninni ekki til okkar fyrr en eftir áramót. Fólk er að vinna út uppsagnarfrestinn sinn og vonandi ná sem flestir að finna aðra vinnu á því tímabili. Þannig að það kemur ekki í ljós fyrr en á næsta ári hversu mikið af þessu kemur í vinnu hjá okkur.“ Skráð atvinnuleysi var 3,5 prósent í ágúst en Unnur er ekki bjartsýn á framhaldið. „Ég á von á því að atvinnuleysistölur fari hækkandi. Ég held að botninum sé ekki náð í þessum samdrætti sem við erum stödd í núna. En vonandi gerist það sem fyrst á næsta ári. En ég býst við að þetta eigi eftir að aukast meira en orðið er.“ Vinnumarkaður Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Hópuppsagnir það sem af er ári eru orðnar fleiri en allt árið í fyrra. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur botninum ekki náð. Rúmlega átta hundruð hafa misst vinnuna í hópuppsögnum frá áramótum. Á þriðja hundrað manns misstu vinnuna í vikunni og hafa álíka tölur ekki sést síðan í hruninu. Icelandair tilkynnti á miðvikudag að 87 flugmönnum hefði verið sagt upp en 134 var sagt upp í fjármálageiranum í gær. Misstu því 221 starfið á einum sólarhring í vikunni en það sem af er ári hefur 809 manns verið sagt upp í hópuppsögnum. „Það er langt síðan við höfum séð svona tölur. Við erum núna komin upp í jafn marga einstaklinga eins og allt árið í fyrra. Þetta hefur stigið mjög mikið,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Flestar hópuppsagnir á árinu eru í samgöngum og flutningum eða 453, 102 í fjármálastarfsemi, 64 í upplýsingastarfsemi, 37 í iðnaðarframleiðslu, 33 í veitingarekstri, 32 í byggingariðnaði, 30 í sérfræðistörfum, 21 í fiskvinnslu, 19 í heilbrigðisþjónustu og 18 í verslunarrekstri.Þetta er eingöngu tölur um hópuppsagnir og vantar þarna inn í þá ellefu hundruð sem misstu vinnuna þegar flugfélagið WOW air fór í þrot í mars. Því ljóst að mun fleiri hefur verið sagt upp á árinu. Unnur segir Vinnumálastofnun hafa góðan mannskap og ráðrúm til að takast á við þennan hóp í ár. Það kemur hins vegar í ljós á næsta ári hvort frekari fjárveitingar er þörf þegar margar uppsagnirnar koma til framkvæmda.Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.„Það sem er núna að koma inn, það kemur í rauninni ekki til okkar fyrr en eftir áramót. Fólk er að vinna út uppsagnarfrestinn sinn og vonandi ná sem flestir að finna aðra vinnu á því tímabili. Þannig að það kemur ekki í ljós fyrr en á næsta ári hversu mikið af þessu kemur í vinnu hjá okkur.“ Skráð atvinnuleysi var 3,5 prósent í ágúst en Unnur er ekki bjartsýn á framhaldið. „Ég á von á því að atvinnuleysistölur fari hækkandi. Ég held að botninum sé ekki náð í þessum samdrætti sem við erum stödd í núna. En vonandi gerist það sem fyrst á næsta ári. En ég býst við að þetta eigi eftir að aukast meira en orðið er.“
Vinnumarkaður Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira