Bróðir samfélagsmiðlastjörnu dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á henni Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2019 19:33 Qandeel Baloch naut mikilla vinsælda í heimalandi sínu, Pakistan. Vísir/Getty Bróðir pakistönsku samfélagsmiðlastjörnunnar Qandeel Baloch var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á systur sinni. Málið hefur vakið mikinn óhug í Pakistan og víðar. Baloch var 26 ára þegar hún fannst látin á heimili sínu í grennd við borgina Multan í Pakistan árið 2016. Henni hafði verið byrluð ólyfjan og hún svo kyrkt til bana. Morðið var framið skömmu eftir að Baloch birti djarfar myndir af sér á Facebook með Mufti Abdul Quawi, þekktum íslömskum klerki. Mohammed Wasim Azeem, bróðir Baloch, var handtekinn og játaði strax á sig verknaðinn. Hann lýsti því yfir að hann sæi ekki eftir neinu og hefði „að sjálfsögðu“ myrt hana. Þá hefði hegðun systur hans verið „óþolandi“. Klerkurinn Quawi var handtekinn grunaður um aðild að morðinu en faðir Bolach og Azeem kenndi honum um að hafa hvatt til voðaverksins. Quawi var sýknaður af ákærum í tengslum við málið í dag ásamt þremur öðrum mönnum. Bolach ólst upp við mikla fátækt og síðar gróft heimilisofbeldi af hendi eiginmanns síns, sem hún náði þó að flýja. Hún naut töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum í Pakistan fyrir ögrandi myndir og myndbönd, þar sem til dæmis mátti sjá hana stunda líkamsrækt eða fáklædda í sundlaug. Hún starfaði einnig sem fyrirsæta og mætti oft í viðtöl í sjónvarpi. Í frétt Guardian um málið segir að nær þúsund pakistanskar konur séu myrtar af náskyldum fjölskyldumeðlimi á ári hverju. Um er að ræða svokölluð „heiðursmorð“ (e. honor killings) sem töluvert hefur verið fjallað um síðustu misseri. Pakistan Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Internetstjarna í Pakistan myrt af bróður sínum Samfélagsmiðlastjarnan Quandeel Baloch fannst myrt á fjölskylduheimili sínu í Punjab í morgun. 16. júlí 2016 23:21 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Sjá meira
Bróðir pakistönsku samfélagsmiðlastjörnunnar Qandeel Baloch var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á systur sinni. Málið hefur vakið mikinn óhug í Pakistan og víðar. Baloch var 26 ára þegar hún fannst látin á heimili sínu í grennd við borgina Multan í Pakistan árið 2016. Henni hafði verið byrluð ólyfjan og hún svo kyrkt til bana. Morðið var framið skömmu eftir að Baloch birti djarfar myndir af sér á Facebook með Mufti Abdul Quawi, þekktum íslömskum klerki. Mohammed Wasim Azeem, bróðir Baloch, var handtekinn og játaði strax á sig verknaðinn. Hann lýsti því yfir að hann sæi ekki eftir neinu og hefði „að sjálfsögðu“ myrt hana. Þá hefði hegðun systur hans verið „óþolandi“. Klerkurinn Quawi var handtekinn grunaður um aðild að morðinu en faðir Bolach og Azeem kenndi honum um að hafa hvatt til voðaverksins. Quawi var sýknaður af ákærum í tengslum við málið í dag ásamt þremur öðrum mönnum. Bolach ólst upp við mikla fátækt og síðar gróft heimilisofbeldi af hendi eiginmanns síns, sem hún náði þó að flýja. Hún naut töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum í Pakistan fyrir ögrandi myndir og myndbönd, þar sem til dæmis mátti sjá hana stunda líkamsrækt eða fáklædda í sundlaug. Hún starfaði einnig sem fyrirsæta og mætti oft í viðtöl í sjónvarpi. Í frétt Guardian um málið segir að nær þúsund pakistanskar konur séu myrtar af náskyldum fjölskyldumeðlimi á ári hverju. Um er að ræða svokölluð „heiðursmorð“ (e. honor killings) sem töluvert hefur verið fjallað um síðustu misseri.
Pakistan Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Internetstjarna í Pakistan myrt af bróður sínum Samfélagsmiðlastjarnan Quandeel Baloch fannst myrt á fjölskylduheimili sínu í Punjab í morgun. 16. júlí 2016 23:21 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Sjá meira
Internetstjarna í Pakistan myrt af bróður sínum Samfélagsmiðlastjarnan Quandeel Baloch fannst myrt á fjölskylduheimili sínu í Punjab í morgun. 16. júlí 2016 23:21