Skoða Gautaborgarmódelið við útfærslu veggjalda Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2019 12:13 Sigurður Ingi Jóhannsson ræddi þessa samgönguáætlun í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Greiða gæti þurft hátt í níu þúsund krónur á mánuði fyrir einn fjölskyldubíll, verði farið eftir Gautaborgarmódelinu svokallaða, þegar kemur að innheimtu veggjalda til að fjármagna nýsamþykkta samgönguáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta segir samgönguráðherra sem leggur þó áherslu á að önnur gjaldtaka á ökutæki myndi lækka á móti. Sigurður Ingi Jóhannsson ræddi þessa samgönguáætlun í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Er hún til fimmtán ára og er búið að heita 120 milljörðum í vegaframkvæmdir sem annars hefðu tekið 50 ár í framkvæmd ef sama takti hefði verið haldið líkt og verið hefur síðustu tíu ár. Samgönguáætlunin kveður á um borgarlínu, breikkun stofnbrauta, göngustíga og hjólastíga. Er markmiðið að íbúar geti valið fjölbreytta kosti í samgöngum. Þannig megi draga úr töfum og mengun sem geri ríkinu kleift að ná loftslagsmarkmiðum. Ríkið leggur til 45 milljarða, sveitarfélög 15 en sérstök fjármögnun á að standa straum af 60 milljörðum sem vantar, þar á meðal veggjöld. Útfærslan á veggjöldunum liggur ekki fyrir en Sigurður Ingi sagði ýmis módel til skoðunar. Þar á meðal Gautaborgarmódelið sem hefur verið við líði í um fimm ár. Seinkun í umferðinni hefur minnkað þar um helming og umferðin dregist saman um tólf prósent. Sé það gjaldamódel yfirfært á Ísland þá yrði notast við myndavélhlið og gjaldið um 50 til 200 krónur. Sem þýðir að þeir sem geta ekki ferðast nema í mestu umferðinni á morgnanna og síðdegis gætu þurft að borga 8 - 9 þúsund á mánuði. „En síðan er auðvitað í þessu Gautaborgarmódelið, þá er ókeypis á kvöldin, nóttunni, helgum og frídögum og auðvitað lægra gjald þegar umferðin er minni,“ sagði Sigurður Ingi en lagði áherslu á að veggjöldin væru enn óútfærð. Sigurður ítrekaði að með þessu væri verið að skipta um gjaldakerfi með tilkomu rafbíla, ekki væri ætlunin að innheimta einnig eldsneytis- og bifreiðagjöld með sama hætti, þau yrðu lækkuð á móti. „Það er ekki tilgangur að auka álögur á bifreiðaeigendur með því að skipta um kerfi. Það er verið að tryggja tekjur og þá yrði módelið á höfuðborgarsvæðinu hluti af þessu módeli yfir allt Ísland.“Heyra má viðtalið við Sigurð Inga í heild hér fyrir neðan: Samgöngur Vegtollar Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Greiða gæti þurft hátt í níu þúsund krónur á mánuði fyrir einn fjölskyldubíll, verði farið eftir Gautaborgarmódelinu svokallaða, þegar kemur að innheimtu veggjalda til að fjármagna nýsamþykkta samgönguáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta segir samgönguráðherra sem leggur þó áherslu á að önnur gjaldtaka á ökutæki myndi lækka á móti. Sigurður Ingi Jóhannsson ræddi þessa samgönguáætlun í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Er hún til fimmtán ára og er búið að heita 120 milljörðum í vegaframkvæmdir sem annars hefðu tekið 50 ár í framkvæmd ef sama takti hefði verið haldið líkt og verið hefur síðustu tíu ár. Samgönguáætlunin kveður á um borgarlínu, breikkun stofnbrauta, göngustíga og hjólastíga. Er markmiðið að íbúar geti valið fjölbreytta kosti í samgöngum. Þannig megi draga úr töfum og mengun sem geri ríkinu kleift að ná loftslagsmarkmiðum. Ríkið leggur til 45 milljarða, sveitarfélög 15 en sérstök fjármögnun á að standa straum af 60 milljörðum sem vantar, þar á meðal veggjöld. Útfærslan á veggjöldunum liggur ekki fyrir en Sigurður Ingi sagði ýmis módel til skoðunar. Þar á meðal Gautaborgarmódelið sem hefur verið við líði í um fimm ár. Seinkun í umferðinni hefur minnkað þar um helming og umferðin dregist saman um tólf prósent. Sé það gjaldamódel yfirfært á Ísland þá yrði notast við myndavélhlið og gjaldið um 50 til 200 krónur. Sem þýðir að þeir sem geta ekki ferðast nema í mestu umferðinni á morgnanna og síðdegis gætu þurft að borga 8 - 9 þúsund á mánuði. „En síðan er auðvitað í þessu Gautaborgarmódelið, þá er ókeypis á kvöldin, nóttunni, helgum og frídögum og auðvitað lægra gjald þegar umferðin er minni,“ sagði Sigurður Ingi en lagði áherslu á að veggjöldin væru enn óútfærð. Sigurður ítrekaði að með þessu væri verið að skipta um gjaldakerfi með tilkomu rafbíla, ekki væri ætlunin að innheimta einnig eldsneytis- og bifreiðagjöld með sama hætti, þau yrðu lækkuð á móti. „Það er ekki tilgangur að auka álögur á bifreiðaeigendur með því að skipta um kerfi. Það er verið að tryggja tekjur og þá yrði módelið á höfuðborgarsvæðinu hluti af þessu módeli yfir allt Ísland.“Heyra má viðtalið við Sigurð Inga í heild hér fyrir neðan:
Samgöngur Vegtollar Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent