Lyf innkölluð vegna krabbameinshættu Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. september 2019 20:19 Lyfjastofnun hefur innkallað lyf við brjóstsviða- og magasárum af ótta við að þau innihaldi krabbameinsvaldandi efni. Talið er að um þúsund Íslendingar hafi neytt hinna innkölluðu lyfja að sögn forstjóra Lyfjastofnunar, sem segir þá þó ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur. Um er að ræða þrjú sérheiti sem fengist hafa á Íslandi og eiga það sameiginlegt að innihalda efnið Raniditin. Um er að ræða brjóstsviðalyfið Zantac og tvær gerðir af Asýran, sem notað er til draga úr framleiðslu magasýru. Nýverið kom í ljós að leifar af krabbameinsvaldandi efni var að finna í sambærilegum lyfjum, og er nú verið að endurmeta slík lyf á vettvangi lyfjastofnana í Evrópu og vestanhafs - til að mynda hér á Íslandi þar sem nú þegar er búið að innkalla lyfin. Ætlað er að rétt rúmlega þúsund Íslendingar hafi neytt þessara lyfja fyrir innköllunina sem forstjóri Lyfjastofnunar segir að þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur. „Nei raunverulega ekki, þetta eru fyrirbyggjandi aðgerðir, þetta er í mjög litlu magni. Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur. Við erum ekki að innkalla frá sjúklingum, þeir þurfa því ekki að breyta neinu. Þeir geta haldið áfram að taka lyfin ef þeir eiga þau til. Það er bara ekki hægt að leysa þau út í apótekum eða dreifa þeim frá heildsölum, segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar. Önnur meðferðarúrræði séu í boði fyrir þennan hóp. „Það eru aðrir möguleikar, Omeprazol og Esomeprazol sem eru magalyf í sambærilegum flokki og eru miklu algengari hér á landi,“ segir Rúna. Lyfin geti vissulega verið krabbameinsvaldandi séu þau notuð í miklu magni, sem sé þó alla jafna ekki raunin með hin innkölluðu lyf. „Þessi magalyf, oft eru þau notuð í mjög skamman tíma. Þetta er í svo litlu magni að fólk þarf ekki að hafa áhyggjur en þetta eru fyrirbyggjandi aðgerðir. Það veldur náttúrulega áhyggjum hjá þeim eftirlitsstofnunum að þetta efni skuli finnast í lyfjum,“ sagði Rúna Hauksdótir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Heilbrigðismál Heilsa Lyf Tengdar fréttir Hætta sölu á vinsælu brjóstsviðalyfi vegna krabbameinsvaldandi efnis Efni sem fannst í töflunum getur mögulega valdið krabbameini í mönnum. 29. september 2019 11:55 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Lyfjastofnun hefur innkallað lyf við brjóstsviða- og magasárum af ótta við að þau innihaldi krabbameinsvaldandi efni. Talið er að um þúsund Íslendingar hafi neytt hinna innkölluðu lyfja að sögn forstjóra Lyfjastofnunar, sem segir þá þó ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur. Um er að ræða þrjú sérheiti sem fengist hafa á Íslandi og eiga það sameiginlegt að innihalda efnið Raniditin. Um er að ræða brjóstsviðalyfið Zantac og tvær gerðir af Asýran, sem notað er til draga úr framleiðslu magasýru. Nýverið kom í ljós að leifar af krabbameinsvaldandi efni var að finna í sambærilegum lyfjum, og er nú verið að endurmeta slík lyf á vettvangi lyfjastofnana í Evrópu og vestanhafs - til að mynda hér á Íslandi þar sem nú þegar er búið að innkalla lyfin. Ætlað er að rétt rúmlega þúsund Íslendingar hafi neytt þessara lyfja fyrir innköllunina sem forstjóri Lyfjastofnunar segir að þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur. „Nei raunverulega ekki, þetta eru fyrirbyggjandi aðgerðir, þetta er í mjög litlu magni. Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur. Við erum ekki að innkalla frá sjúklingum, þeir þurfa því ekki að breyta neinu. Þeir geta haldið áfram að taka lyfin ef þeir eiga þau til. Það er bara ekki hægt að leysa þau út í apótekum eða dreifa þeim frá heildsölum, segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar. Önnur meðferðarúrræði séu í boði fyrir þennan hóp. „Það eru aðrir möguleikar, Omeprazol og Esomeprazol sem eru magalyf í sambærilegum flokki og eru miklu algengari hér á landi,“ segir Rúna. Lyfin geti vissulega verið krabbameinsvaldandi séu þau notuð í miklu magni, sem sé þó alla jafna ekki raunin með hin innkölluðu lyf. „Þessi magalyf, oft eru þau notuð í mjög skamman tíma. Þetta er í svo litlu magni að fólk þarf ekki að hafa áhyggjur en þetta eru fyrirbyggjandi aðgerðir. Það veldur náttúrulega áhyggjum hjá þeim eftirlitsstofnunum að þetta efni skuli finnast í lyfjum,“ sagði Rúna Hauksdótir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar.
Heilbrigðismál Heilsa Lyf Tengdar fréttir Hætta sölu á vinsælu brjóstsviðalyfi vegna krabbameinsvaldandi efnis Efni sem fannst í töflunum getur mögulega valdið krabbameini í mönnum. 29. september 2019 11:55 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Hætta sölu á vinsælu brjóstsviðalyfi vegna krabbameinsvaldandi efnis Efni sem fannst í töflunum getur mögulega valdið krabbameini í mönnum. 29. september 2019 11:55
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent