Ósáttur Einar Andri: „Samkvæmt einhverjum ströngustu reglum mega ekki þrír starfsmenn fara inn á völlinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2019 21:22 Einar Andri Einarsson er þjálfari Aftureldingar. Hann gæti verið að missa einn leikmann í langtíma meiðsli. vísir/daníel „Vonbrigði að tapa. Við spiluðum ágætis leik og vorum komnir í góða stöðu í lokin til að vinna leikinn en við misstum mann út af á krítísku augnabliki þegar við erum í sókn,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir svekkjandi eins marks tap gegn FH í Olís deild karla. Lokatölur 25-24 FH í vil, var þetta fyrsta tap Aftureldingar í deildinni í vetur. Einar var spurður út í atvikið sem hann nefndi hér að ofan. „Það liggur stórslaður leikmaður sem er verið að bera út af og þriðji starfsmaður af bekknum kemur inn á völlinn til að sinna leikmanninum. Samkvæmt einhverjum ströngustu reglum mega ekki þrír starfsmenn fara inn á völlinn,“ sagði Einar um atvikið en það var ljóst að honum var mikið niðri fyrir. Þá var staðan jöfn en eftir að Afturelding fékk 2ja mínútna brottvísun í stöðunni 20-20 þegar þriðji starfsmaður liðsins fór að sinna Gesti Ólafi Ingvarssyni þá skoraði FH tvívegis í opið mark þar sem Einar tók Arnór Frey Stefánsson út af til að jafna í sóknarleiknum. Aðspurður hvort það hefði verið það sem hann hefði verið að ræða við dómara leiksins eftir að lokaflautið gall hafði Einar eftirfarandi að segja: „Já meðal annars og að ég hélt að það þyrfti að koma bolti í leik, það mætti ekki láta tímann bara renna út. Einhvern tímann var búið að breyta þessum reglum en það er kannski búið að breyta þeim til baka,“ sagði Einar. Atvikið sem um er ræðir er mark sem Afturelding skorar þegar nokkrar sekúndur eru til leiksloka en eftir það reyndi FH ekki að koma boltanum í leik, tíminn rann út og FH landaði eins marks sigri. „Við vorum slakir í byrjun seinni. Vörnin okkar fór alltof langt út um allan völl og FH-ingar voru komnir með meira flæði í sinn sóknarleik. Síðan vorum við komnir með full tök á leiknum og komnir yfir þegar við missum manninn út af á þessu augnabliki,“ sagði Einar um slaka byrjun Aftureldingar í síðari hálfleik. „Ég ætla ekki einu sinni að pæla í því núna, ég er með illa meiddan leikmann sem var að koma til baka úr krossbandsslitum í sumar og við óttumst hið versta,“ sagði Einar að lokum aðspurður hvort Afturelding ætlaði að taka pirringinn út á Val sem þeir mæta í næstu umferð Olís deildarinnar. Íslenski handboltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira
„Vonbrigði að tapa. Við spiluðum ágætis leik og vorum komnir í góða stöðu í lokin til að vinna leikinn en við misstum mann út af á krítísku augnabliki þegar við erum í sókn,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir svekkjandi eins marks tap gegn FH í Olís deild karla. Lokatölur 25-24 FH í vil, var þetta fyrsta tap Aftureldingar í deildinni í vetur. Einar var spurður út í atvikið sem hann nefndi hér að ofan. „Það liggur stórslaður leikmaður sem er verið að bera út af og þriðji starfsmaður af bekknum kemur inn á völlinn til að sinna leikmanninum. Samkvæmt einhverjum ströngustu reglum mega ekki þrír starfsmenn fara inn á völlinn,“ sagði Einar um atvikið en það var ljóst að honum var mikið niðri fyrir. Þá var staðan jöfn en eftir að Afturelding fékk 2ja mínútna brottvísun í stöðunni 20-20 þegar þriðji starfsmaður liðsins fór að sinna Gesti Ólafi Ingvarssyni þá skoraði FH tvívegis í opið mark þar sem Einar tók Arnór Frey Stefánsson út af til að jafna í sóknarleiknum. Aðspurður hvort það hefði verið það sem hann hefði verið að ræða við dómara leiksins eftir að lokaflautið gall hafði Einar eftirfarandi að segja: „Já meðal annars og að ég hélt að það þyrfti að koma bolti í leik, það mætti ekki láta tímann bara renna út. Einhvern tímann var búið að breyta þessum reglum en það er kannski búið að breyta þeim til baka,“ sagði Einar. Atvikið sem um er ræðir er mark sem Afturelding skorar þegar nokkrar sekúndur eru til leiksloka en eftir það reyndi FH ekki að koma boltanum í leik, tíminn rann út og FH landaði eins marks sigri. „Við vorum slakir í byrjun seinni. Vörnin okkar fór alltof langt út um allan völl og FH-ingar voru komnir með meira flæði í sinn sóknarleik. Síðan vorum við komnir með full tök á leiknum og komnir yfir þegar við missum manninn út af á þessu augnabliki,“ sagði Einar um slaka byrjun Aftureldingar í síðari hálfleik. „Ég ætla ekki einu sinni að pæla í því núna, ég er með illa meiddan leikmann sem var að koma til baka úr krossbandsslitum í sumar og við óttumst hið versta,“ sagði Einar að lokum aðspurður hvort Afturelding ætlaði að taka pirringinn út á Val sem þeir mæta í næstu umferð Olís deildarinnar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira