Upphaf að vegferð Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir og Hilmar Veigar Pétursson skrifar 10. september 2019 07:00 Ein áskorun hátækni- og hugverkafyrirtækja er að sækja hæfileikaríkt fólk með sérfræðiþekkingu á fjölbreyttum sviðum, og íslensk fyrirtæki eru þar ekki undanskilin. Það er ekki að ástæðulausu að fyrirtæki af ýmsum stærðum og í fjölbreyttum atvinnugreinum eigi rætur sínar að rekja til Íslands og að ný spretti upp hér á landi. En til þess að bæði sprotar og stærri fyrirtæki haldi áfram að vaxa og dafna, er öflugt hugvit og ríkur mannauður nauðsynlegt. Að sama skapi er fjölbreytileiki einstakur styrkleiki fyrir fyrirtæki, ekki síst þeirra sem hugsa stórt – hvort sem það er í markaðssókn eða uppfinningum. Samhliða því að efla enn frekar þekkingu og færni ungs fólks og þeirra sem eru nú þegar á atvinnumarkaði hér á landi, getur aðgangur að alþjóðlegum mannauðsmarkaði verið stökkbretti fyrir íslensk fyrirtæki að frekari vexti og verðmætasköpun.Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCPForsenda þess að laða að hæfileikaríka einstaklinga er að þessi markaður sjái Ísland sem ákjósanlegan stað til búsetu og vinnu. Nýr vefur, Work in Iceland, heildstæð upplýsingagátt á ensku er framfaraskref á þeirri vegferð að efla samkeppnishæfni hátækni- og hugverkaiðnaðar hér á landi. Á vefnum er hægt að nálgast allar upplýsingar um það ferli að flytja til Íslands vegna vinnu auk þess sem kostir þess að búa á Íslandi eru reifaðir. Vefurinn er liður í því mikilvæga verkefni að fá sérfræðinga til landsins sem stuðla að enn frekari uppbyggingu á innlendri þekkingu og getu, og áframhaldandi nýsköpun á ýmsum sviðum, enda stendur fjöldi íslenskra fyrirtækja frammi fyrir spennandi tækifærum til vaxtar og framfara í þágu samfélagsins. Opnun þessarar nýju upplýsingagáttar er upphafið að vegferð og samstarf atvinnulífsins og stjórnvalda er einkar mikilvægt til að ná enn meiri árangri á sviði hátækni- og hugverkaiðnaðar. Það mun skila sér í auknum útflutningi á þessu sviði, nýrri þekkingu í íslensku atvinnulífi, auknum fjölbreytileika og bættum lífskjörum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Ein áskorun hátækni- og hugverkafyrirtækja er að sækja hæfileikaríkt fólk með sérfræðiþekkingu á fjölbreyttum sviðum, og íslensk fyrirtæki eru þar ekki undanskilin. Það er ekki að ástæðulausu að fyrirtæki af ýmsum stærðum og í fjölbreyttum atvinnugreinum eigi rætur sínar að rekja til Íslands og að ný spretti upp hér á landi. En til þess að bæði sprotar og stærri fyrirtæki haldi áfram að vaxa og dafna, er öflugt hugvit og ríkur mannauður nauðsynlegt. Að sama skapi er fjölbreytileiki einstakur styrkleiki fyrir fyrirtæki, ekki síst þeirra sem hugsa stórt – hvort sem það er í markaðssókn eða uppfinningum. Samhliða því að efla enn frekar þekkingu og færni ungs fólks og þeirra sem eru nú þegar á atvinnumarkaði hér á landi, getur aðgangur að alþjóðlegum mannauðsmarkaði verið stökkbretti fyrir íslensk fyrirtæki að frekari vexti og verðmætasköpun.Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCPForsenda þess að laða að hæfileikaríka einstaklinga er að þessi markaður sjái Ísland sem ákjósanlegan stað til búsetu og vinnu. Nýr vefur, Work in Iceland, heildstæð upplýsingagátt á ensku er framfaraskref á þeirri vegferð að efla samkeppnishæfni hátækni- og hugverkaiðnaðar hér á landi. Á vefnum er hægt að nálgast allar upplýsingar um það ferli að flytja til Íslands vegna vinnu auk þess sem kostir þess að búa á Íslandi eru reifaðir. Vefurinn er liður í því mikilvæga verkefni að fá sérfræðinga til landsins sem stuðla að enn frekari uppbyggingu á innlendri þekkingu og getu, og áframhaldandi nýsköpun á ýmsum sviðum, enda stendur fjöldi íslenskra fyrirtækja frammi fyrir spennandi tækifærum til vaxtar og framfara í þágu samfélagsins. Opnun þessarar nýju upplýsingagáttar er upphafið að vegferð og samstarf atvinnulífsins og stjórnvalda er einkar mikilvægt til að ná enn meiri árangri á sviði hátækni- og hugverkaiðnaðar. Það mun skila sér í auknum útflutningi á þessu sviði, nýrri þekkingu í íslensku atvinnulífi, auknum fjölbreytileika og bættum lífskjörum.