Aron Einar: Stál í stál í leikjum þessara liða Óskar Ófeigur Jónsson í Tirana skrifar 10. september 2019 12:30 Aron Einar Gunnarsson. vísir/bára Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, býst við miklum baráttuleik í kvöld þegar strákarnir mæta Albönum í undankeppni EM 2020. Leikir liðanna síðustu ár hafa verið það og svo var einnig í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum sem Ísland vann 1-0. Íslenska liðið er í baráttu um tvö efstu sætin í riðlinum en þau gefa bæði sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins næsta sumar. „Það er stutt á milli í þessu og við vitum hvað þetta er tæpt. Það eru þrjú lið sem eru með tólf stig og það er ekki mikið pláss fyrir það að misstíga sig. Við þurfum að halda áfram okkar leik. Við erum með ágætis mómentum og þurfum að halda því áfram,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Albanska liðið tapaði 4-1 á móti Frökkum í París um helgina en það eru betri úrslit en hjá íslenska landsliðinu sem tapaði 4-0 á sama stað fyrr á þessu ári. Það var síðasta og eina tap íslenska liðsins í riðlinum. „Sjálfstraustið hjá Albönum er lágt eftir leikinn á móti Frökkum en við vitum það að þeir koma dýrvitlausir í þennan leik á morgun og vilja ná fram hefndum. Þetta verður bara spurning hvernig við mætum þeim og við þurfum að byrja af krafti,“ sagði Aron Einar. Hann er að fara að spila sinn fjórða landsleik á móti Albaníu í kvöld. „Það hefur verið stál í stál í leikjum þessara liða. Maður man eftir þessum leikjum því það er mikill kraftur í mönnum og mikið um návígi og æsing. Það verður slíkt hið sama á morgun (í kvöld). Við verðum að vera klárir í stimpingar og tæklingar og kraft frá þeim,“ sagði Aron Einar en býr íslenska liðið að því að hafa unnið þægilegan sigur á Moldóvu um helgina. „Hann var ekki auðveldur en hann var vel skipulagður og vel spilaður af okkar hálfu. Mér fannst við slaka aðeins á í lokin og vorum kannski byrjaðir að einbeita okkur að þessum leik sem er gott og blessað. Kannski spöruðum við einhverja smá orku. Það var fínt að ná þremur stigum á heimavelli,“ sagði Aron Einar. „Við fórum vel yfir leikinn í gær og byrjuðum að funda um Albaníu í dag (í gær). Við höfum farið vel yfir þá og erum klárir í baráttu á morgun (í kvöld),“ sagði Aron Einar.Klippa: Aron Einar: Stál í stál EM 2020 í fótbolta Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Sport Fleiri fréttir FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, býst við miklum baráttuleik í kvöld þegar strákarnir mæta Albönum í undankeppni EM 2020. Leikir liðanna síðustu ár hafa verið það og svo var einnig í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum sem Ísland vann 1-0. Íslenska liðið er í baráttu um tvö efstu sætin í riðlinum en þau gefa bæði sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins næsta sumar. „Það er stutt á milli í þessu og við vitum hvað þetta er tæpt. Það eru þrjú lið sem eru með tólf stig og það er ekki mikið pláss fyrir það að misstíga sig. Við þurfum að halda áfram okkar leik. Við erum með ágætis mómentum og þurfum að halda því áfram,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Albanska liðið tapaði 4-1 á móti Frökkum í París um helgina en það eru betri úrslit en hjá íslenska landsliðinu sem tapaði 4-0 á sama stað fyrr á þessu ári. Það var síðasta og eina tap íslenska liðsins í riðlinum. „Sjálfstraustið hjá Albönum er lágt eftir leikinn á móti Frökkum en við vitum það að þeir koma dýrvitlausir í þennan leik á morgun og vilja ná fram hefndum. Þetta verður bara spurning hvernig við mætum þeim og við þurfum að byrja af krafti,“ sagði Aron Einar. Hann er að fara að spila sinn fjórða landsleik á móti Albaníu í kvöld. „Það hefur verið stál í stál í leikjum þessara liða. Maður man eftir þessum leikjum því það er mikill kraftur í mönnum og mikið um návígi og æsing. Það verður slíkt hið sama á morgun (í kvöld). Við verðum að vera klárir í stimpingar og tæklingar og kraft frá þeim,“ sagði Aron Einar en býr íslenska liðið að því að hafa unnið þægilegan sigur á Moldóvu um helgina. „Hann var ekki auðveldur en hann var vel skipulagður og vel spilaður af okkar hálfu. Mér fannst við slaka aðeins á í lokin og vorum kannski byrjaðir að einbeita okkur að þessum leik sem er gott og blessað. Kannski spöruðum við einhverja smá orku. Það var fínt að ná þremur stigum á heimavelli,“ sagði Aron Einar. „Við fórum vel yfir leikinn í gær og byrjuðum að funda um Albaníu í dag (í gær). Við höfum farið vel yfir þá og erum klárir í baráttu á morgun (í kvöld),“ sagði Aron Einar.Klippa: Aron Einar: Stál í stál
EM 2020 í fótbolta Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Sport Fleiri fréttir FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Sjá meira