„Samfélagið allt verði okkar læknir“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. september 2019 13:32 Í dag er alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga. Í tilefni af því hefur Geðhjálp ásamt Embætti Landlæknis og öðrum félagasamtökum efnt til málþings undir yfirskriftinni Staldraðu við - stöndum saman gegn sjálfsvígum FBL/Ernir Í dag er alþjóðlegur forvarnardagur gegn sjálfsvígum. Af því tilefni hefur Geðhjálp, ásamt Embætti Landlæknis og öðrum félagasamtökum, efnt til málþings undir yfirskriftinni Staldraðu við - stöndum saman gegn sjálfsvígum. Formaður Geðhjálpar segist vera dapur yfir því hversu lítið hafi áunnist í forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum en á sama tíma er hann ánægður að sjá þá miklu grósku hjá félagasamtökum sem á undanförnum árum hafa lagt málstaðnum lið. Málþingið hefst klukkan þrjú í dag og fer fram í húsakynnum Decode, að Sturlugötu 8. Fjölmargir standa að málþinginu; Embætti landlæknis, Geðhjálp, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, geðsvið Landspítalans, Minningarsjóður Orra Ómarssonar, Ný dögun, stuðningur í sorg , Pieta samtökin, Rauði krossinn og Þjóðkirkjan. „Það eru ýmis félagasamtök að bjóða upp á ráðgjöf. Það eru starfandi ýmis virkniog dagsetur sem eiga að stuðla að betra geðheilbrigði […]. Yfirvöld hafa lofað að setja meiri pening í þessi mál og Alma Möller landlæknir, hún kemur í dag og þar ætlar hún að kynna aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum,“ segir Einar Þór Jónsson, formaður Geðhjálpar. Aðgerðaráætlunin miðar meðal annars að því að huga betur að viðkvæmum jaðarhópum. Einar tekur mið af hinsegin fólki en dregið hefur úr sjálfsvígum hinsegin fólks samfara framþróun, áföngum í réttindabaráttu þess. „Eins og hinsegin fólk, það var áhættuhópur. Við getum séð að fólki fer að líða betur eftir því sem réttindamálunum hefur farið fram, meiri sýnileiki, meiri mannvirðing, nánd og kærleikur.“Hlutverk karlmannsins og tráma En við sitjum uppi með þessar tölur. Það eru þrjátíu og tveir, þrír að meðaltali og alveg hátt upp í fjörutíu manns sem stytta sér aldur á Íslandi hverju ári, að stórum hluta eru þetta karlar. […] Við þurfum að líta á hlutverk karlmannsins aðeins með öðrum augum. Ég vona að það verði gert núna á næstu árum og það verði ekki eingöngu konur sem fara í það verkefni. Áfallasaga fólks er mjög áhugaverð í þessu sambandi og áhrif áfalla á fullorðinsár og líf fólks. Það gæti verið lykill að því að finna frekari lausnir að því hvað við getum gert til að vinna að betra geðheilbrigði meðal þjóðarinnar. Mikið áunnist en betur má ef duga skal Einar segir að hlúa þurfi betur að aðstandendum. Sjálfsvígum á Íslandi hefur ekki fækkað í hundrað ár. „Sem mér finnst alveg skelfilegt. Við megum aldrei, aldrei gefast upp. Það þarf að efla forvarnir og það þarf að leggja miklu meira fjármagn og fagmennsku í geðheilbrigðismálaflokkinn.“ Einar segir að skoða þurfi heildstætt hvað hafi áunnist og hvað virki. „Við þurfum að skoða þessa reynslu alla, hvernig við nálgumst þessi mál. Ég vil líka sjá það þannig að samfélagið allt verði okkar læknir. Það er ekki þannig að við þurfum stöðugt að loka fólk inn á stofnunum eða setja alla á lyf og það sé alltaf nauðsynlegt að fara einhvern veginn inn í einhvers konar læknisfræðilegt „system“ til að fólkið nái bata. Það eru svo margar leiðir til í bataferli fólks,“ segir Einar. Hann veltir einnig upp hugmyndum um að nota ákveðna skimun í baráttunni gegn sjálfsvígum. „Ungir karlar sem ekki bera það með sér að eiga við andlegar áskoranir og andlegan vanda að glíma við. Þá þurfum við að kannski líka að nota ákveðna skimun hvað varðar áföll og aðstæður í til dæmis æsku og þetta sem ég nefni aftur, viðkvæma hópa, að skoða ákveðin lífsskeið fólks, barnæskuna og viðkvæma tíma í lífi fólks.“ Einar segir að við séum mun upplýstari í dag en við áðum vorum. Hann horfir björtum augum til framtíðar. „Ég held við séum að breyta svo mikið gildismatinu okkar í tilverunni og við eigum eftir að sjá alveg gríðarlegar breytingar á því hvernig fólk lifir, hagar lífi sínu og talar um hlutina, sýnileikinn og öll þessi flottu verkefni sem hafa átt sér stað eins og útmeða hjá ungu fólki þar sem það talar um tilfinningar sínar, kvíða, streitu og sorg og svo framvegis og framvegis þannig að við lítum björtum augum framávið.“ Getum breytt erfiðum tilfinningum og hugsunum En hvaða skilaboð hefur þú til fólks sem glímir við sjálfsvígshugsanir? „Ég segi, talið, talið, talið um tilfinningarnar, talið um það sem hvílir á ykkur og leitiði hjálpar. Það er svo margt í boði og ég get ekki annað en hvatt fólk til að segja frá þessari erfiðu andlegu líðan sinni. Það er það eina í stöðunni sem fólk getur gert, það er að tala um þessa líðan,“ segir Einar og bætir við. „Við þurfum að vera dugleg - hvort sem það er vegna áfalla eða hvað sem hefur gerst – að tala um hlutina. Við getum ekki breytt því sem hefur gerst í okkar lífi en við getum haft svo gríðarlega jákvæð áhrif á það hvernig við hugsum um hlutina. það er hægt að breyta erfiðum tilfinningum og hugsunum um erfiða atburði, það er nefnilega hægt að breyta því hvernig við hugsum um það og þar þurfum við aðstoð fagfólks og aðstoð umhverfis og samfélags.“Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikilvægt að fela ekki vanlíðanina Eymundur Lúter Eymundsson hefur glímt við félagfælni frá barnæsku. Það var ekki fyrr en hann þurfti að fara í Verkjaskólann á Kristnesi eftir mjaðmaskiptaaðgerð 38 ára gamall að hann fékk sína fyrstu fræðslu um kvíða. 24. júní 2019 10:00 25 milljónir í forvarnir gegn sjálfsvígum Heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að leggja strax til 25 milljónir króna í ýmis verkefni er miða að því að fækka sjálfsvígum á Íslandi. 10. september 2018 16:29 Grímur Atlason til Geðhjálpar Stjórn Geðhjálpar hefur ráðið Grím Atlason í starf framkvæmdastjóra samtakanna. 9. september 2019 15:32 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur forvarnardagur gegn sjálfsvígum. Af því tilefni hefur Geðhjálp, ásamt Embætti Landlæknis og öðrum félagasamtökum, efnt til málþings undir yfirskriftinni Staldraðu við - stöndum saman gegn sjálfsvígum. Formaður Geðhjálpar segist vera dapur yfir því hversu lítið hafi áunnist í forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum en á sama tíma er hann ánægður að sjá þá miklu grósku hjá félagasamtökum sem á undanförnum árum hafa lagt málstaðnum lið. Málþingið hefst klukkan þrjú í dag og fer fram í húsakynnum Decode, að Sturlugötu 8. Fjölmargir standa að málþinginu; Embætti landlæknis, Geðhjálp, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, geðsvið Landspítalans, Minningarsjóður Orra Ómarssonar, Ný dögun, stuðningur í sorg , Pieta samtökin, Rauði krossinn og Þjóðkirkjan. „Það eru ýmis félagasamtök að bjóða upp á ráðgjöf. Það eru starfandi ýmis virkniog dagsetur sem eiga að stuðla að betra geðheilbrigði […]. Yfirvöld hafa lofað að setja meiri pening í þessi mál og Alma Möller landlæknir, hún kemur í dag og þar ætlar hún að kynna aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum,“ segir Einar Þór Jónsson, formaður Geðhjálpar. Aðgerðaráætlunin miðar meðal annars að því að huga betur að viðkvæmum jaðarhópum. Einar tekur mið af hinsegin fólki en dregið hefur úr sjálfsvígum hinsegin fólks samfara framþróun, áföngum í réttindabaráttu þess. „Eins og hinsegin fólk, það var áhættuhópur. Við getum séð að fólki fer að líða betur eftir því sem réttindamálunum hefur farið fram, meiri sýnileiki, meiri mannvirðing, nánd og kærleikur.“Hlutverk karlmannsins og tráma En við sitjum uppi með þessar tölur. Það eru þrjátíu og tveir, þrír að meðaltali og alveg hátt upp í fjörutíu manns sem stytta sér aldur á Íslandi hverju ári, að stórum hluta eru þetta karlar. […] Við þurfum að líta á hlutverk karlmannsins aðeins með öðrum augum. Ég vona að það verði gert núna á næstu árum og það verði ekki eingöngu konur sem fara í það verkefni. Áfallasaga fólks er mjög áhugaverð í þessu sambandi og áhrif áfalla á fullorðinsár og líf fólks. Það gæti verið lykill að því að finna frekari lausnir að því hvað við getum gert til að vinna að betra geðheilbrigði meðal þjóðarinnar. Mikið áunnist en betur má ef duga skal Einar segir að hlúa þurfi betur að aðstandendum. Sjálfsvígum á Íslandi hefur ekki fækkað í hundrað ár. „Sem mér finnst alveg skelfilegt. Við megum aldrei, aldrei gefast upp. Það þarf að efla forvarnir og það þarf að leggja miklu meira fjármagn og fagmennsku í geðheilbrigðismálaflokkinn.“ Einar segir að skoða þurfi heildstætt hvað hafi áunnist og hvað virki. „Við þurfum að skoða þessa reynslu alla, hvernig við nálgumst þessi mál. Ég vil líka sjá það þannig að samfélagið allt verði okkar læknir. Það er ekki þannig að við þurfum stöðugt að loka fólk inn á stofnunum eða setja alla á lyf og það sé alltaf nauðsynlegt að fara einhvern veginn inn í einhvers konar læknisfræðilegt „system“ til að fólkið nái bata. Það eru svo margar leiðir til í bataferli fólks,“ segir Einar. Hann veltir einnig upp hugmyndum um að nota ákveðna skimun í baráttunni gegn sjálfsvígum. „Ungir karlar sem ekki bera það með sér að eiga við andlegar áskoranir og andlegan vanda að glíma við. Þá þurfum við að kannski líka að nota ákveðna skimun hvað varðar áföll og aðstæður í til dæmis æsku og þetta sem ég nefni aftur, viðkvæma hópa, að skoða ákveðin lífsskeið fólks, barnæskuna og viðkvæma tíma í lífi fólks.“ Einar segir að við séum mun upplýstari í dag en við áðum vorum. Hann horfir björtum augum til framtíðar. „Ég held við séum að breyta svo mikið gildismatinu okkar í tilverunni og við eigum eftir að sjá alveg gríðarlegar breytingar á því hvernig fólk lifir, hagar lífi sínu og talar um hlutina, sýnileikinn og öll þessi flottu verkefni sem hafa átt sér stað eins og útmeða hjá ungu fólki þar sem það talar um tilfinningar sínar, kvíða, streitu og sorg og svo framvegis og framvegis þannig að við lítum björtum augum framávið.“ Getum breytt erfiðum tilfinningum og hugsunum En hvaða skilaboð hefur þú til fólks sem glímir við sjálfsvígshugsanir? „Ég segi, talið, talið, talið um tilfinningarnar, talið um það sem hvílir á ykkur og leitiði hjálpar. Það er svo margt í boði og ég get ekki annað en hvatt fólk til að segja frá þessari erfiðu andlegu líðan sinni. Það er það eina í stöðunni sem fólk getur gert, það er að tala um þessa líðan,“ segir Einar og bætir við. „Við þurfum að vera dugleg - hvort sem það er vegna áfalla eða hvað sem hefur gerst – að tala um hlutina. Við getum ekki breytt því sem hefur gerst í okkar lífi en við getum haft svo gríðarlega jákvæð áhrif á það hvernig við hugsum um hlutina. það er hægt að breyta erfiðum tilfinningum og hugsunum um erfiða atburði, það er nefnilega hægt að breyta því hvernig við hugsum um það og þar þurfum við aðstoð fagfólks og aðstoð umhverfis og samfélags.“Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikilvægt að fela ekki vanlíðanina Eymundur Lúter Eymundsson hefur glímt við félagfælni frá barnæsku. Það var ekki fyrr en hann þurfti að fara í Verkjaskólann á Kristnesi eftir mjaðmaskiptaaðgerð 38 ára gamall að hann fékk sína fyrstu fræðslu um kvíða. 24. júní 2019 10:00 25 milljónir í forvarnir gegn sjálfsvígum Heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að leggja strax til 25 milljónir króna í ýmis verkefni er miða að því að fækka sjálfsvígum á Íslandi. 10. september 2018 16:29 Grímur Atlason til Geðhjálpar Stjórn Geðhjálpar hefur ráðið Grím Atlason í starf framkvæmdastjóra samtakanna. 9. september 2019 15:32 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Sjá meira
Mikilvægt að fela ekki vanlíðanina Eymundur Lúter Eymundsson hefur glímt við félagfælni frá barnæsku. Það var ekki fyrr en hann þurfti að fara í Verkjaskólann á Kristnesi eftir mjaðmaskiptaaðgerð 38 ára gamall að hann fékk sína fyrstu fræðslu um kvíða. 24. júní 2019 10:00
25 milljónir í forvarnir gegn sjálfsvígum Heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að leggja strax til 25 milljónir króna í ýmis verkefni er miða að því að fækka sjálfsvígum á Íslandi. 10. september 2018 16:29
Grímur Atlason til Geðhjálpar Stjórn Geðhjálpar hefur ráðið Grím Atlason í starf framkvæmdastjóra samtakanna. 9. september 2019 15:32