Rússar gefa lítið fyrir fréttir um njósnara í Kreml Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2019 16:55 Vladímír Pútín Rússlandsforseti (f.m.) með Dmitrí Peskov, talsmanni Kremlar (t.v.). Vísir/EPA Talsmenn stjórnvalda í Kreml segja fréttir bandarískra fjölmiðla um að leyniþjónustan CIA hafi haft njósnara í rússnesku ríkisstjórninni séu „skáldskapur“. Þeir segja að fyrrverandi embættismaður í Kreml hafi verið rekinn og að hann hafi ekki verið hátt settur. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að CIA hafi forðað mikilvægum njósnara frá Rússlandi árið 2017. Sá hafi verið háttsettur embættismaður með aðgang að Pútín forseta og hafi upplýst um herferð rússneska forsetans til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Dmitrí Peskov, talsmanni Kremlarstjórnar, að meinti njósnarinn, sem rússneskir fjölmiðlar hafa nafngreint sem Oleg Smolenkov, hafi ekki verið hátt settur og að hann hafi verið rekinn úr starfi. Talsmaður viti ekki hvort að Smolenkov hafi verið njósnari. „Þetta er meira í flokki reifara, glæpasagna,“ segir Peskov.Reuters-fréttastofan segir enn fremur að rússneskir embættismenn segi að meinti njósnarinn hafi ekki haft aðgang að Pútín forseta. Í rússneskum fjölmiðlum hefur komið fram að Smolenkov hafi farið í frí með konu sinni og þremur börnum til Svartfjallalands í júní árið 2017 og horfið. Maður með sama nafni hafi keypt hús í Virginíuríki í Bandaríkjunum skömmu síðar ásamt konu sem heitir sama nafni og kona Smolenkov.Býr undir eigin nafni í Virginíu New York Times og CNN greindu frá aðgerðum CIA til að forða njósnaranum sem fjölmiðlarnir sögðu hafa unnið fyrir Bandaríkin í um áratug. CNN hafði eftir sínum heimildum að ákvörðunin hefði meðal annars verið tekin af ótta við að Trump forseti eða aðrir úr ríkisstjórn hans gætu ljóstrað upp um njósnarann. Forsetinn hafði þá nýlega deilt leynilegum njósnaupplýsingum með utanríkisráðherra og sendiherra Rússlands í Hvíta húsinu. Heimildir New York Times herma aftur á móti að það hafi verið áhugi bandarískra fjölmiðla á rússneska njósnaranum sem hafi orðið leyniþjónustunni tilefni til að reyna að koma honum í skjól vestanhafs. Óttast sé um líf njósnarans, ekki síst í ljósi þess að rússnesk stjórnvöld reyndu að ráða fyrrverandi njósnara af dögum á Englandi í fyrra. BBC vitnar í fréttir bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC sem fór að húsinu sem Smolenkov á að hafa keypt í Virginíu. Þar segir hún að hann búi undir eigin nafni, að því er virðist undir eftirliti bandarískra yfirvalda. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir CIA kom mikilvægum njósnara undan eftir fund Trump með Rússum Njósnarinn var sá hæst setti sem Bandaríkin höfðu í Kreml og veitti mikilvægar upplýsingar um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 10. september 2019 13:07 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Innlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira
Talsmenn stjórnvalda í Kreml segja fréttir bandarískra fjölmiðla um að leyniþjónustan CIA hafi haft njósnara í rússnesku ríkisstjórninni séu „skáldskapur“. Þeir segja að fyrrverandi embættismaður í Kreml hafi verið rekinn og að hann hafi ekki verið hátt settur. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að CIA hafi forðað mikilvægum njósnara frá Rússlandi árið 2017. Sá hafi verið háttsettur embættismaður með aðgang að Pútín forseta og hafi upplýst um herferð rússneska forsetans til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Dmitrí Peskov, talsmanni Kremlarstjórnar, að meinti njósnarinn, sem rússneskir fjölmiðlar hafa nafngreint sem Oleg Smolenkov, hafi ekki verið hátt settur og að hann hafi verið rekinn úr starfi. Talsmaður viti ekki hvort að Smolenkov hafi verið njósnari. „Þetta er meira í flokki reifara, glæpasagna,“ segir Peskov.Reuters-fréttastofan segir enn fremur að rússneskir embættismenn segi að meinti njósnarinn hafi ekki haft aðgang að Pútín forseta. Í rússneskum fjölmiðlum hefur komið fram að Smolenkov hafi farið í frí með konu sinni og þremur börnum til Svartfjallalands í júní árið 2017 og horfið. Maður með sama nafni hafi keypt hús í Virginíuríki í Bandaríkjunum skömmu síðar ásamt konu sem heitir sama nafni og kona Smolenkov.Býr undir eigin nafni í Virginíu New York Times og CNN greindu frá aðgerðum CIA til að forða njósnaranum sem fjölmiðlarnir sögðu hafa unnið fyrir Bandaríkin í um áratug. CNN hafði eftir sínum heimildum að ákvörðunin hefði meðal annars verið tekin af ótta við að Trump forseti eða aðrir úr ríkisstjórn hans gætu ljóstrað upp um njósnarann. Forsetinn hafði þá nýlega deilt leynilegum njósnaupplýsingum með utanríkisráðherra og sendiherra Rússlands í Hvíta húsinu. Heimildir New York Times herma aftur á móti að það hafi verið áhugi bandarískra fjölmiðla á rússneska njósnaranum sem hafi orðið leyniþjónustunni tilefni til að reyna að koma honum í skjól vestanhafs. Óttast sé um líf njósnarans, ekki síst í ljósi þess að rússnesk stjórnvöld reyndu að ráða fyrrverandi njósnara af dögum á Englandi í fyrra. BBC vitnar í fréttir bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC sem fór að húsinu sem Smolenkov á að hafa keypt í Virginíu. Þar segir hún að hann búi undir eigin nafni, að því er virðist undir eftirliti bandarískra yfirvalda.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir CIA kom mikilvægum njósnara undan eftir fund Trump með Rússum Njósnarinn var sá hæst setti sem Bandaríkin höfðu í Kreml og veitti mikilvægar upplýsingar um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 10. september 2019 13:07 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Innlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira
CIA kom mikilvægum njósnara undan eftir fund Trump með Rússum Njósnarinn var sá hæst setti sem Bandaríkin höfðu í Kreml og veitti mikilvægar upplýsingar um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 10. september 2019 13:07