Innlent

Sam­komu­lag um að sporna gegn of­beldi á skemmti­stöðum undir­ritað

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Skrifað var undir samninginn í dag.
Skrifað var undir samninginn í dag. reykjavíkurborg
Í dag var undirritað samkomulag um að bæta öryggi á og við skemmtistaði auk samkomulags um að sporna gegn vændi á hótelum og gistiheimilum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Samtök aðila í ferðaþjónustu og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins koma að samkomulaginu ásamt Reykjavíkurborg en verkefnið hófst árið 2016.

Starfsmenn skemmtistaða hafa sótt námskeið og undirritað yfirlýsingu um að gera allt til að fyrirbyggja ofbeldi á skemmtistöðum. Þá sé ofbeldi í hvaða mynd sem er ekki liðið, þar með talið kynferðislegt áreiti, vændi, mansal sem og ofbeldi sem byggist á fordómum eða hatri.

Dyraverðir og starfsfólk skemmtistaða munu fá aukna fræðslu en einnig verða úttektarheimsóknir á skemmtistaði. „Forsvarsmenn, rekstraraðilar og starfsfólk skemmtistaða, lögreglan, slökkviliðið og Reykjavíkurborg líta á sig sem samstarfsaðila enda eru hagsmunirnir sameiginlegir, aukið öryggi borgaranna.“

Þá verður unnið að því að uppræta vændi á hótelum og skemmtistöðum. Skapa á ofbeldislaust og öruggt umhverfi fyrir gesti og starfsfólk hótela og gististaða. Þá mun vera stefnt að því að vændiskaup verði ávallt tilkynnt og verður vændisseljendum veittar upplýsingar um stuðning sem stendur þeim til boða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×