Erlent

Stuðningur við hægriflokkinn í nýjum hæðum

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Jaroslaw Kaczynski er leiðtogi  Laga og reglu. Nordicphotos/AFP
Jaroslaw Kaczynski er leiðtogi Laga og reglu. Nordicphotos/AFP
Hægriflokkurinn Lög og regla mælist nú 47 prósent í aðdraganda pólsku kosninganna 13. október næstkomandi. Flokkurinn vann stórsigur í Evrópukosningunum í vor og fékk 45,5 prósent. Í síðustu kosningum fékk hann 37,5 prósent og náði þá hreinum meirihluta á þinginu. Virðist því ekkert geta komið í veg fyrir að forsætisráðherrann Mateusz Morawiecki og félagar missi meirihlutann.

Miðjuflokkurinn bætir við sig í könnunum og er nú með 27 prósent, en hann fékk tæplega 32 prósent í síðustu kosningum. Vinstri flokkurinn er á svipuðu róli með um 13 prósent og aðrir langtum minna.

Lög og regla er mjög íhaldssamur flokkur og hefur til dæmis barist gegn umbótum í málefnum innflytjenda og hinsegin fólks. Íhaldssöm, þjóðernissinnuð og trúarleg gildi hafa verið ofan á síðan flokkurinn komst til valda árið 2015. Þá hefur samband stjórnvalda við Evrópusambandið verið krefjandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×