Með margra milljóna úr í sparnaðarherferð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. september 2019 06:15 Pétur Kiernan lifir hátt, ef marka má myndir á Instagram. Fréttablaðið/Ernir Í nýliðinni viku birti Landsbankinn fyrstu innslögin í metnaðarfullri herferð sem snýr að sparnaði ungs fólks. Verkefnið ber yfirskriftina „Ungt fólk og peningar“ og er unnið í samstarfi við auglýsingastofuna Jónsson & Lemacks. Um er að ræða nokkra þætti þar sem meðal annars er rætt við ungt fólk um þær fórnir sem það þarf að færa til þess að ná að leggja fyrir mánaðarlega. Draumur flestra er að ná að safna fyrir útborgun í íbúð. Andlit herferðarinnar er áhrifavaldurinn Pétur Kiernan. Hann kynnir sjálfan sig til leiks á heimasíðu Landsbankans með eftirfarandi orðum: „Landsbankinn bað mig að kynna mér hvernig ungt fólk hugsar um peninga og sparnað. Ég er sjálfur 22 ára námsmaður og eins og flestir sem eru enn í skóla eða nýbyrjaðir að vinna þá hef ég takmarkaðar tekjur. Mig langar að spara en mér finnst ekki mjög spennandi að fylla út excel-skjöl með kalda núðlusúpu í fanginu. Ég vil líka geta lifað lífinu.“ Þessi orð eru athyglisverð í ljósi þess að í fyrsta myndbandinu skartar Pétur glæsilegu Audemars Piguet-úri en lauslega áætlað er verðmæti þess um og yfir fjórar milljónir króna. Til samanburðar eru Audemars Piguet-úr talin vera mun betri en Rolex-úrin frægu en á meðan Rolex er fyrir fjöldann þá er Audemars Piguet fyrir þá útvöldu. Það er því talsverð kaldhæðni fólgin í því að áðurnefndur draumur ungmennanna um að safna fyrir útborgun í íbúð situr á hendi þáttastjórnandans. Í samtali við Fréttablaðið vildi Pétur ekki staðfesta hvort úrið væri ekta eða ekki. Sé tekið mið af Instagram-síðu hans, þar sem rúmlega 8.000 manns fylgjast með honum í leik og starfi, má sjá að hann leggur mikið upp úr rándýrri merkjavöru. Hann klæðist fötum frá Louis Vuitton, Dior og Burberry, svo einhver tískuhús séu nefnd. Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum frá Landsbankanum um hvort Pétur væri sannfærandi andlit herferðarinnar í ljósi lífsstíls hans sem og hvort lýsing hans á sjálfum sér, sem birtist á heimasíðu bankans, væri ekki markaðslegur blekkingarleikur. Í skriflegu svari frá Rúnari Pálmasyni, upplýsingafulltrúa Landsbankans, kemur fram að myndbandið hafi verið unnið í samstarfi við auglýsingastofu Landsbankans. „Pétur Kiernan, þáttagerðarmaður á Útvarpi 101, var ráðinn sem spyrill til að taka viðtölin þar sem hann hefur reynslu af svipaðri þáttagerð og er nemandi í fjármálaverkfræði í Háskólanum í Reykjavík. Sparnaðarráðin í umræddri herferð koma frá viðmælendum Péturs og megináherslan er lögð á það sem kemur fram í viðtölunum við þá,“ skrifar Rúnar.Uppfært klukkan 10:05:Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að herferð Landsbankans hefði verið unnin í samstarfi við Útvarp 101 en þær upplýsingar eru rangar. Í svari frá upplýsingafulltrúa Landsbankans kom einnig fram að Pétur væri þáttagerðarmaður á Útvarpi 101 en það er einnig rangt. Hið rétta er að Útvarp 101 framleiddi aðra herferð fyrir Landsbankans en sú sem nú er í loftinu er unnin í samtarfi við auglýsingastofuna Jónsson og Lemacks. Fréttablaðið biðst velvirðingar á ónákvæmninni. Auglýsinga- og markaðsmál Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Í nýliðinni viku birti Landsbankinn fyrstu innslögin í metnaðarfullri herferð sem snýr að sparnaði ungs fólks. Verkefnið ber yfirskriftina „Ungt fólk og peningar“ og er unnið í samstarfi við auglýsingastofuna Jónsson & Lemacks. Um er að ræða nokkra þætti þar sem meðal annars er rætt við ungt fólk um þær fórnir sem það þarf að færa til þess að ná að leggja fyrir mánaðarlega. Draumur flestra er að ná að safna fyrir útborgun í íbúð. Andlit herferðarinnar er áhrifavaldurinn Pétur Kiernan. Hann kynnir sjálfan sig til leiks á heimasíðu Landsbankans með eftirfarandi orðum: „Landsbankinn bað mig að kynna mér hvernig ungt fólk hugsar um peninga og sparnað. Ég er sjálfur 22 ára námsmaður og eins og flestir sem eru enn í skóla eða nýbyrjaðir að vinna þá hef ég takmarkaðar tekjur. Mig langar að spara en mér finnst ekki mjög spennandi að fylla út excel-skjöl með kalda núðlusúpu í fanginu. Ég vil líka geta lifað lífinu.“ Þessi orð eru athyglisverð í ljósi þess að í fyrsta myndbandinu skartar Pétur glæsilegu Audemars Piguet-úri en lauslega áætlað er verðmæti þess um og yfir fjórar milljónir króna. Til samanburðar eru Audemars Piguet-úr talin vera mun betri en Rolex-úrin frægu en á meðan Rolex er fyrir fjöldann þá er Audemars Piguet fyrir þá útvöldu. Það er því talsverð kaldhæðni fólgin í því að áðurnefndur draumur ungmennanna um að safna fyrir útborgun í íbúð situr á hendi þáttastjórnandans. Í samtali við Fréttablaðið vildi Pétur ekki staðfesta hvort úrið væri ekta eða ekki. Sé tekið mið af Instagram-síðu hans, þar sem rúmlega 8.000 manns fylgjast með honum í leik og starfi, má sjá að hann leggur mikið upp úr rándýrri merkjavöru. Hann klæðist fötum frá Louis Vuitton, Dior og Burberry, svo einhver tískuhús séu nefnd. Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum frá Landsbankanum um hvort Pétur væri sannfærandi andlit herferðarinnar í ljósi lífsstíls hans sem og hvort lýsing hans á sjálfum sér, sem birtist á heimasíðu bankans, væri ekki markaðslegur blekkingarleikur. Í skriflegu svari frá Rúnari Pálmasyni, upplýsingafulltrúa Landsbankans, kemur fram að myndbandið hafi verið unnið í samstarfi við auglýsingastofu Landsbankans. „Pétur Kiernan, þáttagerðarmaður á Útvarpi 101, var ráðinn sem spyrill til að taka viðtölin þar sem hann hefur reynslu af svipaðri þáttagerð og er nemandi í fjármálaverkfræði í Háskólanum í Reykjavík. Sparnaðarráðin í umræddri herferð koma frá viðmælendum Péturs og megináherslan er lögð á það sem kemur fram í viðtölunum við þá,“ skrifar Rúnar.Uppfært klukkan 10:05:Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að herferð Landsbankans hefði verið unnin í samstarfi við Útvarp 101 en þær upplýsingar eru rangar. Í svari frá upplýsingafulltrúa Landsbankans kom einnig fram að Pétur væri þáttagerðarmaður á Útvarpi 101 en það er einnig rangt. Hið rétta er að Útvarp 101 framleiddi aðra herferð fyrir Landsbankans en sú sem nú er í loftinu er unnin í samtarfi við auglýsingastofuna Jónsson og Lemacks. Fréttablaðið biðst velvirðingar á ónákvæmninni.
Auglýsinga- og markaðsmál Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira