Eltist við sjaldgæfa fugla Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. september 2019 08:45 Sigurjón var að eltast við bláþyril í skógarrjóðri þegar þessi mynd var tekin. Sigurjón Einarsson er í fuglaleiðsögn með ferðamenn þegar ég trufla hann með símhringingu. „Við erum á leið í Grímsnesið og ætlum að finna þar glókoll!“ segir hann brattur. Þar sem glókollur er minnsti fugl í Evrópu vaknar sú spurning hvort það sé ekki eins og að leita að nál í heystakki. „Jú,“ viðurkennir hann. „Auðvitað er aldrei hægt að ganga að neinu vísu þegar kemur að fuglum.“ Í fyrirlestri í Safnahúsi Borgarfjarðar annað kvöld, fimmtudag klukkan 19.30, ætlar Sigurjón að fjalla um helstu fuglategundir sem auðvelt er að nálgast í Borgarfirðinum og sýna myndir af þeim. Þar koma vaðfuglar sterkir inn og lómurinn á stóran sess í huga Sigurjóns. „Hann kemur á tjarnirnar á vorin, verpir á bökkunum, er með ungana á vatninu og á sjónum við suðvesturhornið á veturna, eins og og himbriminn,“ lýsir hann. Endurnar hafa það líka gott í Borgarfirðinum, eins og örnefnið Andakíll ber vott um. „Nýbúinn í fuglafánunni er brandönd, hún hefur verpt hér frá 1999, sem farfugl fyrst og nú hafa um 100 fuglar vetursetu, aðallega í Grunnafirði, einu mikilvægasta fuglasvæði á Vesturlandi,“ fræðir Sigurjón mig um. Hann segir áhugann á fuglum hafa vaknað snemma. „Afi og amma bjuggu í Skáleyjum í Breiðafirði og ég var mikið hjá þeim og síðar í Flatey,“ útskýrir hann. Sigurjón er áhugaljósmyndari líka og nokkrar myndir eftir hann prýða grunnsýninguna Ævintýri fuglanna í Safnahúsinu. „Í gær vorum við að mynda ormskríkju á Reykjanesi, fugl sem var að sjást í annað sinn á Íslandi. Ég er í grúppu fólks sem eltist við tegundir sem sjást hér sjaldan. Við söfnum tegundum. Það eru 75 sem verpa á Íslandi að staðaldri en sá sem hefur séð flestar hefur séð 330 tegundir. Það er Björn Arnarson í Hornafirði. Ég er bara hálfdrættingur, rétt kominn í 230.“ Eftir erindi Sigurjóns í Safnahúsinu verður spjall og heitt á könnunni. Aðgangur er ókeypis en söfnunarbaukur á staðnum fyrir þá sem vilja leggja starfseminni lið. Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Dýr Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Sigurjón Einarsson er í fuglaleiðsögn með ferðamenn þegar ég trufla hann með símhringingu. „Við erum á leið í Grímsnesið og ætlum að finna þar glókoll!“ segir hann brattur. Þar sem glókollur er minnsti fugl í Evrópu vaknar sú spurning hvort það sé ekki eins og að leita að nál í heystakki. „Jú,“ viðurkennir hann. „Auðvitað er aldrei hægt að ganga að neinu vísu þegar kemur að fuglum.“ Í fyrirlestri í Safnahúsi Borgarfjarðar annað kvöld, fimmtudag klukkan 19.30, ætlar Sigurjón að fjalla um helstu fuglategundir sem auðvelt er að nálgast í Borgarfirðinum og sýna myndir af þeim. Þar koma vaðfuglar sterkir inn og lómurinn á stóran sess í huga Sigurjóns. „Hann kemur á tjarnirnar á vorin, verpir á bökkunum, er með ungana á vatninu og á sjónum við suðvesturhornið á veturna, eins og og himbriminn,“ lýsir hann. Endurnar hafa það líka gott í Borgarfirðinum, eins og örnefnið Andakíll ber vott um. „Nýbúinn í fuglafánunni er brandönd, hún hefur verpt hér frá 1999, sem farfugl fyrst og nú hafa um 100 fuglar vetursetu, aðallega í Grunnafirði, einu mikilvægasta fuglasvæði á Vesturlandi,“ fræðir Sigurjón mig um. Hann segir áhugann á fuglum hafa vaknað snemma. „Afi og amma bjuggu í Skáleyjum í Breiðafirði og ég var mikið hjá þeim og síðar í Flatey,“ útskýrir hann. Sigurjón er áhugaljósmyndari líka og nokkrar myndir eftir hann prýða grunnsýninguna Ævintýri fuglanna í Safnahúsinu. „Í gær vorum við að mynda ormskríkju á Reykjanesi, fugl sem var að sjást í annað sinn á Íslandi. Ég er í grúppu fólks sem eltist við tegundir sem sjást hér sjaldan. Við söfnum tegundum. Það eru 75 sem verpa á Íslandi að staðaldri en sá sem hefur séð flestar hefur séð 330 tegundir. Það er Björn Arnarson í Hornafirði. Ég er bara hálfdrættingur, rétt kominn í 230.“ Eftir erindi Sigurjóns í Safnahúsinu verður spjall og heitt á könnunni. Aðgangur er ókeypis en söfnunarbaukur á staðnum fyrir þá sem vilja leggja starfseminni lið.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Dýr Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira