Sjóður Stefnis kaupir í Men&Mice Helgi Vífill Júlíusson skrifar 11. september 2019 07:45 Magnús er doktor í tölvunarfræði og starfaði áður hjá Oracle með 80 undirmenn. Fréttablaðið/Anton Brink Sjóður í rekstri Stefnis, SÍA III, hefur keypt yfir 90 prósenta hlut í tæknifyrirtækinu Men&Mice. Magnús Eðvald Björnsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og nokkrir aðrir lykilstjórnendur eiga það sem eftir stendur. Kaupverðið fæst ekki uppgefið. Magnús Eðvald segir í samtali við Markaðinn að nýir hluthafar muni styðja við frekari vöxt fyrirtækisins. „Við erum að fá inn hluthafa sem getur stutt við bakið á okkur í vaxtarfasa.“ Seljendur eru meðal annars Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins sem fór með 27 prósenta hlut og stofnendurnir Jón Georg Aðalsteinsson og Pétur Pétursson sem áttu samanlagt 30 prósent.52 prósenta vöxtur Tekjur Men&Mice hafa vaxið hratt á undanförnum árum og námu 7,5 milljónum dollara, jafnvirði 940 milljóna króna, á síðasta ári. Á milli áranna 2017 og 2018 var vöxturinn 52 prósent. Hagnaður síðastliðins árs var 2,2 milljónir dollara, jafnvirði 276 milljóna króna. Magnús bjó í 19 ár á Bostonsvæðinu í Bandaríkjunum. Hann er með doktorspróf í tölvunarfræði frá Brandeis-háskóla og starfaði síðast sem stjórnandi í vöruþróun hjá Oracle með 80 undirmenn í þremur löndum. Hann segir að Men&Mice auðveldi fyrirtækjum að hafa yfirsýn yfir öll sín net og einfaldi stjórnun netkerfa. Innan meðalstórra og stórra fyrirtækja vinni teymi við að tryggja að netið hjá þeim virki, til dæmis tryggi að allt gangi snurðulaust fyrir sig þegar nýr vélbúnaður sé tengdur og það geti ráðið tímabundið við álagstíma. „Við búum til tól sem hjálpar upplýsingatækniteymunum að sinna sínu starfi.“Microsoft, Intel, NestléHvers vegna eruð þið á mikilli siglingu núna? „Við höfum verið að fá nýja og stærri viðskiptavini. Á meðal viðskiptavina eru Microsoft, Intel, Nestlé, Unilever, Comcast og McAfee. Nýjasti samningurinn, sem er sá stærsti hingað til, er við Fedex. Þeir sem stóðu að rekstri fyrirtækisins á árum áður gerðu kraftaverk. Það er með ólíkindum að þeim hafi tekist að komast inn fyrir dyrnar hjá fyrirtækjum á borð við Microsoft og Intel. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins á einnig heiður skilið fyrir að hafa stutt við þessa vegferð. Ég gekk til liðs við fyrirtækið sumarið 2016. Í kjölfarið hófst stefnumótunarvinna og ákveðið var að færa vöruna nær skýinu. Það gerði það að verkum að auðvelt var að tengjast þeim sem bjóða upp á skýjaþjónustu eins og Amazon, Google og Microsoft. Varan er hönnuð til að vera sveigjanleg. Fyrirtæki vinna nefnilega oft með fleiri en eina skýjaþjónustu og reka jafnvel til viðbótar netþjóna innan veggja fyrirtækisins.“Þið horfið til enn frekari vaxtar með tilkomu nýs hluthafa? „Fyrirtæki ganga í gegnum mismunandi æviskeið. Þau byrja sem sprotar og höfuðáhersla er lögð á að skapa vöru og fá staðfestingu á að viðskiptahugmyndin gangi upp. Stofnendur, englafjárfestar og sjóðir eins og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fjármagna þá vegferð. Gangi allt að óskum hefst vaxtarfasi og þá þurfa oft aðrir fjárfestar, sem eru fjársterkari, að leggja fram fé, eins og til dæmis framtakssjóðurinn SÍA III. Til að Men&Mice geti vaxið þurfum við fjárfesti með fjármagn, tengingar við aðra fjárfesta og rétt hugarfar. Það er líka ánægjulegt að Nýsköpunarsjóðurinn geti nú selt hlut sinn og nýtt fjármagnið til að fjárfesta í fleiri sprotafyrirtækjum.“Taldir þú að fyrirtækið vantaði vaxtarfjárfesti í hluthafahópinn? „Þeir sem eru nú að selja sinn hlut voru búnir að vera hluthafar lengi og fannst kannski tímabært að hverfa á braut. Það getur verið hollt að gera breytingar og fá nýja fjárfesta inn sem geta tekið við keflinu og fylgt félaginu áfram. Það er samhljómur á meðal okkar um vegferðina sem við erum á og hvert skuli stefna. Fyrirtækið er vel rekið, það skilar hagnaði og er ekki með vaxtaberandi skuldir. Varan er flott og við erum að þjónusta stór og öflug fyrirtæki. Við erum líka á stórum markaði sem er að vaxa um 10-20 prósent á ári. Það er því mikið tækifæri til staðar sem hægt er að grípa ef rétt er haldið á spilunum. Fjárfestingarsjóðir eins og SÍA III hafa hingað til einkum fjárfest í rótgrónari rekstrarfélögum. Þetta er í fyrsta skipti svo ég viti til sem sjóður á borð við þennan fjárfestir í þekkingarfyrirtæki. Nú er búið að ryðja brautina fyrir önnur hugbúnaðarfyrirtæki sem þurfa á fjármagni að halda til að vaxa. Það yrði afar spennandi þróun. Það er fjöldi öflugra íslenskra tæknifyrirtækja með góða rekstrarsögu sem henta sjóðum sem þessum.“Fjölgi um tíu starfsmennHversu mikið mun starfsmönnum fjölga á næstu misserum? „Ég vonast til þess að starfsmönnum muni fjölga um tíu á næstu sex mánuðum í um 40. Nýju starfsmennirnir munu starfa í Bandaríkjunum, Þýskalandi og á Íslandi. Um 70 prósent af áskriftartekjunum koma frá Bandaríkjunum og það sem eftir stendur frá Evrópu, aðallega Þýskalandi. Við munum því einkum vaxa í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Það er varasamt að vaxa of hratt en við reynum að gera það með skipulögðum hætti.“Eru keppinautarnir margir? „Já, tíu til fimmtán fyrirtæki um heim allan.“Það hljómar nú ekki mikið? „Við erum afar sérhæfð en við erum að keppa við fyrirtæki á borð við Microsoft. Við erum því ekki að keppa við neina aukvisa. Ráðgjafarfyrirtækið Gartner birti skýrslu við upphaf árs þar sem fram kom að Men&Mice væri eitt af fjórum markverðustu fyrirtækjunum á þessu sviði. Við komum vel út úr samanburðinum. Hér starfa um 30 manns en keppinautur okkar Infoblox er með 1.500 starfsmenn og BlueCat er með 400 til 500 starfsmenn. Okkur tekst að standa uppi í hárinu á þeim og hafa betur í baráttunni um viðskiptavini. Intel greindi til að mynda samkeppnina og prófaði vörur frá tveimur fyrirtækjum. Þeim þótti okkar vara betri miðað við þeirra þarfir.“Það er áhugavert að Microsoft, sem er keppinautur, sé á meðal viðskiptavina ykkar? „Já, mikið rétt. Þótt Microsoft sé keppinautur þá er varan þeirra sniðin að minni fyrirtækjum. Hún hefur ekki þá virkni og sveigjanleika sem þarf fyrir stærra umhverfi sem fyrirtæki á borð við Microsoft þurfa.“ Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Sjóður í rekstri Stefnis, SÍA III, hefur keypt yfir 90 prósenta hlut í tæknifyrirtækinu Men&Mice. Magnús Eðvald Björnsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og nokkrir aðrir lykilstjórnendur eiga það sem eftir stendur. Kaupverðið fæst ekki uppgefið. Magnús Eðvald segir í samtali við Markaðinn að nýir hluthafar muni styðja við frekari vöxt fyrirtækisins. „Við erum að fá inn hluthafa sem getur stutt við bakið á okkur í vaxtarfasa.“ Seljendur eru meðal annars Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins sem fór með 27 prósenta hlut og stofnendurnir Jón Georg Aðalsteinsson og Pétur Pétursson sem áttu samanlagt 30 prósent.52 prósenta vöxtur Tekjur Men&Mice hafa vaxið hratt á undanförnum árum og námu 7,5 milljónum dollara, jafnvirði 940 milljóna króna, á síðasta ári. Á milli áranna 2017 og 2018 var vöxturinn 52 prósent. Hagnaður síðastliðins árs var 2,2 milljónir dollara, jafnvirði 276 milljóna króna. Magnús bjó í 19 ár á Bostonsvæðinu í Bandaríkjunum. Hann er með doktorspróf í tölvunarfræði frá Brandeis-háskóla og starfaði síðast sem stjórnandi í vöruþróun hjá Oracle með 80 undirmenn í þremur löndum. Hann segir að Men&Mice auðveldi fyrirtækjum að hafa yfirsýn yfir öll sín net og einfaldi stjórnun netkerfa. Innan meðalstórra og stórra fyrirtækja vinni teymi við að tryggja að netið hjá þeim virki, til dæmis tryggi að allt gangi snurðulaust fyrir sig þegar nýr vélbúnaður sé tengdur og það geti ráðið tímabundið við álagstíma. „Við búum til tól sem hjálpar upplýsingatækniteymunum að sinna sínu starfi.“Microsoft, Intel, NestléHvers vegna eruð þið á mikilli siglingu núna? „Við höfum verið að fá nýja og stærri viðskiptavini. Á meðal viðskiptavina eru Microsoft, Intel, Nestlé, Unilever, Comcast og McAfee. Nýjasti samningurinn, sem er sá stærsti hingað til, er við Fedex. Þeir sem stóðu að rekstri fyrirtækisins á árum áður gerðu kraftaverk. Það er með ólíkindum að þeim hafi tekist að komast inn fyrir dyrnar hjá fyrirtækjum á borð við Microsoft og Intel. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins á einnig heiður skilið fyrir að hafa stutt við þessa vegferð. Ég gekk til liðs við fyrirtækið sumarið 2016. Í kjölfarið hófst stefnumótunarvinna og ákveðið var að færa vöruna nær skýinu. Það gerði það að verkum að auðvelt var að tengjast þeim sem bjóða upp á skýjaþjónustu eins og Amazon, Google og Microsoft. Varan er hönnuð til að vera sveigjanleg. Fyrirtæki vinna nefnilega oft með fleiri en eina skýjaþjónustu og reka jafnvel til viðbótar netþjóna innan veggja fyrirtækisins.“Þið horfið til enn frekari vaxtar með tilkomu nýs hluthafa? „Fyrirtæki ganga í gegnum mismunandi æviskeið. Þau byrja sem sprotar og höfuðáhersla er lögð á að skapa vöru og fá staðfestingu á að viðskiptahugmyndin gangi upp. Stofnendur, englafjárfestar og sjóðir eins og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fjármagna þá vegferð. Gangi allt að óskum hefst vaxtarfasi og þá þurfa oft aðrir fjárfestar, sem eru fjársterkari, að leggja fram fé, eins og til dæmis framtakssjóðurinn SÍA III. Til að Men&Mice geti vaxið þurfum við fjárfesti með fjármagn, tengingar við aðra fjárfesta og rétt hugarfar. Það er líka ánægjulegt að Nýsköpunarsjóðurinn geti nú selt hlut sinn og nýtt fjármagnið til að fjárfesta í fleiri sprotafyrirtækjum.“Taldir þú að fyrirtækið vantaði vaxtarfjárfesti í hluthafahópinn? „Þeir sem eru nú að selja sinn hlut voru búnir að vera hluthafar lengi og fannst kannski tímabært að hverfa á braut. Það getur verið hollt að gera breytingar og fá nýja fjárfesta inn sem geta tekið við keflinu og fylgt félaginu áfram. Það er samhljómur á meðal okkar um vegferðina sem við erum á og hvert skuli stefna. Fyrirtækið er vel rekið, það skilar hagnaði og er ekki með vaxtaberandi skuldir. Varan er flott og við erum að þjónusta stór og öflug fyrirtæki. Við erum líka á stórum markaði sem er að vaxa um 10-20 prósent á ári. Það er því mikið tækifæri til staðar sem hægt er að grípa ef rétt er haldið á spilunum. Fjárfestingarsjóðir eins og SÍA III hafa hingað til einkum fjárfest í rótgrónari rekstrarfélögum. Þetta er í fyrsta skipti svo ég viti til sem sjóður á borð við þennan fjárfestir í þekkingarfyrirtæki. Nú er búið að ryðja brautina fyrir önnur hugbúnaðarfyrirtæki sem þurfa á fjármagni að halda til að vaxa. Það yrði afar spennandi þróun. Það er fjöldi öflugra íslenskra tæknifyrirtækja með góða rekstrarsögu sem henta sjóðum sem þessum.“Fjölgi um tíu starfsmennHversu mikið mun starfsmönnum fjölga á næstu misserum? „Ég vonast til þess að starfsmönnum muni fjölga um tíu á næstu sex mánuðum í um 40. Nýju starfsmennirnir munu starfa í Bandaríkjunum, Þýskalandi og á Íslandi. Um 70 prósent af áskriftartekjunum koma frá Bandaríkjunum og það sem eftir stendur frá Evrópu, aðallega Þýskalandi. Við munum því einkum vaxa í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Það er varasamt að vaxa of hratt en við reynum að gera það með skipulögðum hætti.“Eru keppinautarnir margir? „Já, tíu til fimmtán fyrirtæki um heim allan.“Það hljómar nú ekki mikið? „Við erum afar sérhæfð en við erum að keppa við fyrirtæki á borð við Microsoft. Við erum því ekki að keppa við neina aukvisa. Ráðgjafarfyrirtækið Gartner birti skýrslu við upphaf árs þar sem fram kom að Men&Mice væri eitt af fjórum markverðustu fyrirtækjunum á þessu sviði. Við komum vel út úr samanburðinum. Hér starfa um 30 manns en keppinautur okkar Infoblox er með 1.500 starfsmenn og BlueCat er með 400 til 500 starfsmenn. Okkur tekst að standa uppi í hárinu á þeim og hafa betur í baráttunni um viðskiptavini. Intel greindi til að mynda samkeppnina og prófaði vörur frá tveimur fyrirtækjum. Þeim þótti okkar vara betri miðað við þeirra þarfir.“Það er áhugavert að Microsoft, sem er keppinautur, sé á meðal viðskiptavina ykkar? „Já, mikið rétt. Þótt Microsoft sé keppinautur þá er varan þeirra sniðin að minni fyrirtækjum. Hún hefur ekki þá virkni og sveigjanleika sem þarf fyrir stærra umhverfi sem fyrirtæki á borð við Microsoft þurfa.“
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira