„Fannst ég fá endanlega staðfest að ég væri bara ógeðslega heimsk“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2019 10:30 Jóhanna hefur náð langt í lífinu þrátt fyrir erfiða byrjun í skóla. Alla barnæskuna hélt Jóhanna Sigríður Hannesdóttir að hún væri heimsk. Sama hvað hún lagði á sig í skóla, aldrei fékk hún hærri einkunn en sex og oftast bara fjarka og fimmur. Lestur gekk illa og stærðfræðin líka og fljótlega eftir að hún byrjaði í framhaldsskóla gafst hún upp. Hana langaði þó að læra, byrjaði aftur og var svo heppin að fá kennara sem gerði sér grein fyrir að hún væri með lesblindu. Þá fyrst var brugðist við með viðeigandi hætti. Í dag er hún með háskólagráðu og rekur fyrirtæki. Í Íslandi í dag sagði Jóhanna sögu sína og talaði um mikilvægi þess að börn fái greiningu sem fyrst svo þeim gangi betur innan kassalaga skólakerfisins. „Alla mína grunnskólagöngu reyndi ég að læra alveg eins og ég gat og lagði mig mjög mikið fram. Þetta var því ekki leti eða eitthvað annað. Ég lærði og lærði en það bara síaðist einhvern veginn ekki inn,“ segir Jóhanna. Lesturinn og stærðfræðin gekk strax illa og þá hugsaði hún: „Ég er greinilega ekki nægilega klár,“ segir Jóhanna en svona var staðan alveg upp í tíunda bekk.Jóhanna leið alltaf eins og hún væri einfaldlega heims í grunnskóla.„Ég lærði og lærði fyrir samræmdu prófin og var voðalega spennt þegar ég fékk einkunnaspjaldið en þegar ég dró það upp úr umslaginu hugsaði ég að þetta mætti enginn sjá og setti beint ofan í skúffu. Þarna fannst ég fá endanlega staðfest að ég væri bara ógeðslega heimsk og það yrði aldrei neitt úr mér.“ Jóhanna óttaðist þarna framtíðina. „Ég vil fá að taka það fram að ég hef alltaf haft góða kennara sem vildu gera sitt besta en þekkingin var bara ekki til staðar þegar kemur að lesblindu.“ Jóhann var nokkuð hissa þegar hún komst inn í FSU á Selfossi og var þá sannfærð um að það yrði lokastöðin. „Ég hugsaði aldrei að ég myndi fara í háskóla og langaði bara að fara í FSU og vera með vinunum. Ég entist í þrjár annir í FSU og var alltaf bara með sexur. Ég var samt alveg fyrirmyndarnemandi og lærði mikið.“ Þarna ákvað Jóhanna að fara á vinnumarkaðinn.Einkunnarspjaldið sem hún fékk eftir samræmduprófin árið 1998.„Mér fannst það ekkert gaman. Mig langaði í þetta stúdentspróf og langaði að læra meira. Ég trúði því að menntun væri máttur. Ég byrjaði því aftur eftir smá hlé þegar ég var 21 árs í FSU.“ Þá hittu hún fyrir þýskukennara sem sá um leið að hún væri lesblind og á hún honum gríðarlega mikið að þakka. „Alltaf þegar ég sá að það væri útsala út um allt las ég útslag. Hann benti mér á að fara til námsráðgjafa sem staðfesti strax að ég væri lesblind. Þá fékk ég allt í einu útskýringu á öllu og hugsaði að ég væri kannski ekki heimsk. Þá fékk ég í kjölfarið lengri próftíma sem breytti öllu. Þá gat ég verið að taka prófin í rólegheitunum. Þegar maður er að flýta sér að lesa þá verður lesblindan verri.“ Þarna fékk hún fyrst trú á sjálfri sér. „Ég fór allt í einu að fá hærri einkunnir, áttur og níur sem ég hafði aldrei séð og það var ótrúlega hvetjandi,“ segir Jóhanna sem fékk til að mynda viðurkenningu við útskrift fyrir framúrskarandi árangur í fjölmiðla- og félagsfræði. Hún fór seinna í nám í Þjóðfræði í Háskóla Íslands sem hún mælir sannarlega með. „Ég vil að fólk skilji að lesblinda er ekki böl heldur blessun en það er þetta ferhynta skólakerfi sem gerir það að verkum að maður upplifir sig heimska og skammast sín.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira
Alla barnæskuna hélt Jóhanna Sigríður Hannesdóttir að hún væri heimsk. Sama hvað hún lagði á sig í skóla, aldrei fékk hún hærri einkunn en sex og oftast bara fjarka og fimmur. Lestur gekk illa og stærðfræðin líka og fljótlega eftir að hún byrjaði í framhaldsskóla gafst hún upp. Hana langaði þó að læra, byrjaði aftur og var svo heppin að fá kennara sem gerði sér grein fyrir að hún væri með lesblindu. Þá fyrst var brugðist við með viðeigandi hætti. Í dag er hún með háskólagráðu og rekur fyrirtæki. Í Íslandi í dag sagði Jóhanna sögu sína og talaði um mikilvægi þess að börn fái greiningu sem fyrst svo þeim gangi betur innan kassalaga skólakerfisins. „Alla mína grunnskólagöngu reyndi ég að læra alveg eins og ég gat og lagði mig mjög mikið fram. Þetta var því ekki leti eða eitthvað annað. Ég lærði og lærði en það bara síaðist einhvern veginn ekki inn,“ segir Jóhanna. Lesturinn og stærðfræðin gekk strax illa og þá hugsaði hún: „Ég er greinilega ekki nægilega klár,“ segir Jóhanna en svona var staðan alveg upp í tíunda bekk.Jóhanna leið alltaf eins og hún væri einfaldlega heims í grunnskóla.„Ég lærði og lærði fyrir samræmdu prófin og var voðalega spennt þegar ég fékk einkunnaspjaldið en þegar ég dró það upp úr umslaginu hugsaði ég að þetta mætti enginn sjá og setti beint ofan í skúffu. Þarna fannst ég fá endanlega staðfest að ég væri bara ógeðslega heimsk og það yrði aldrei neitt úr mér.“ Jóhanna óttaðist þarna framtíðina. „Ég vil fá að taka það fram að ég hef alltaf haft góða kennara sem vildu gera sitt besta en þekkingin var bara ekki til staðar þegar kemur að lesblindu.“ Jóhann var nokkuð hissa þegar hún komst inn í FSU á Selfossi og var þá sannfærð um að það yrði lokastöðin. „Ég hugsaði aldrei að ég myndi fara í háskóla og langaði bara að fara í FSU og vera með vinunum. Ég entist í þrjár annir í FSU og var alltaf bara með sexur. Ég var samt alveg fyrirmyndarnemandi og lærði mikið.“ Þarna ákvað Jóhanna að fara á vinnumarkaðinn.Einkunnarspjaldið sem hún fékk eftir samræmduprófin árið 1998.„Mér fannst það ekkert gaman. Mig langaði í þetta stúdentspróf og langaði að læra meira. Ég trúði því að menntun væri máttur. Ég byrjaði því aftur eftir smá hlé þegar ég var 21 árs í FSU.“ Þá hittu hún fyrir þýskukennara sem sá um leið að hún væri lesblind og á hún honum gríðarlega mikið að þakka. „Alltaf þegar ég sá að það væri útsala út um allt las ég útslag. Hann benti mér á að fara til námsráðgjafa sem staðfesti strax að ég væri lesblind. Þá fékk ég allt í einu útskýringu á öllu og hugsaði að ég væri kannski ekki heimsk. Þá fékk ég í kjölfarið lengri próftíma sem breytti öllu. Þá gat ég verið að taka prófin í rólegheitunum. Þegar maður er að flýta sér að lesa þá verður lesblindan verri.“ Þarna fékk hún fyrst trú á sjálfri sér. „Ég fór allt í einu að fá hærri einkunnir, áttur og níur sem ég hafði aldrei séð og það var ótrúlega hvetjandi,“ segir Jóhanna sem fékk til að mynda viðurkenningu við útskrift fyrir framúrskarandi árangur í fjölmiðla- og félagsfræði. Hún fór seinna í nám í Þjóðfræði í Háskóla Íslands sem hún mælir sannarlega með. „Ég vil að fólk skilji að lesblinda er ekki böl heldur blessun en það er þetta ferhynta skólakerfi sem gerir það að verkum að maður upplifir sig heimska og skammast sín.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira