Seinni bylgjan, uppgjörsþáttur um Olís-deildirnar í handbolta, verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport í kvöld.
Þátturinn hefst klukkan 21:15, skömmu eftir að stórleik FH og Selfoss lýkur.
Í þættinum verður farið yfir 1. umferð Olís-deildar karla sem lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Auk leiks FH og Selfoss mætast Haukar og nýliðar HK á Ásvöllum. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:30.
Henry Birgir Gunnarsson stýrir Seinni bylgjunni og sérfræðingar í kvöld verða Halldór Sigfússon, Logi Geirsson og Ágúst Jóhannsson.
Seinni bylgjan í opinni dagskrá í kvöld
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
