Býður sig ekki fram til ritara Sjálfstæðisflokksins Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2019 16:45 Eyþór hafði verið nefndur sem mögulegur frambjóðandi í ritarakjöri. Vísir/vilhelm Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg, ætlar ekki að gefa kost á sér til embættis ritara flokksins. Hann tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í dag. Vala Pálsdóttir, formaður Landsambands Sjálfstæðiskvenna, gefur heldur ekki kost á sér. Kosið verður til ritara Sjálfstæðisflokksins á laugardag í kjölfar þess að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var skipuð dómsmálaráðherra. Í færslunni fullyrðir Eyþór að hann hafi fengið fjölda símtala og hvatningu frá sjálfstæðisflokka. Það krefjist hins vegar einbeitingar og fullrar athygli að leiða Sjálfstæðisflokkinn áfram og upp á við. „Ég tel að það gagnist borgarbúum best að ég sé óskiptur í því verki sem ég tók að mér á síðasta ári. Því hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins,“ skrifar hann. Kosning um ritara fer fram á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem verður haldinn í Reykjavík á laugardag. Þó að Eyþór verði þar ekki í framboði situr hann ekki auðum höndum í kringum fundinn. Samkvæmt dagskrá á hann að flytja vinsæl Todmobile-lög ásamt Stefaníu Svavars á skemmtun að fundi loknum. Eyþór er ekki sá eini sem dró nafn sitt úr umræðunni um nýjan ritara flokksins í dag. Vala Pálsdóttir, formaður Landsambands Sjálfstæðiskvenna, gerði það sömuleiðis. „Að vel ígrunduðu máli ætla ég að halda áfram á þeirri braut sem ég hef markað með landssambandinu fremur en að taka við starfi ritara flokksins. Ég kann betur við formannstitilinn,“ segir Vala á léttum nótum. Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg, ætlar ekki að gefa kost á sér til embættis ritara flokksins. Hann tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í dag. Vala Pálsdóttir, formaður Landsambands Sjálfstæðiskvenna, gefur heldur ekki kost á sér. Kosið verður til ritara Sjálfstæðisflokksins á laugardag í kjölfar þess að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var skipuð dómsmálaráðherra. Í færslunni fullyrðir Eyþór að hann hafi fengið fjölda símtala og hvatningu frá sjálfstæðisflokka. Það krefjist hins vegar einbeitingar og fullrar athygli að leiða Sjálfstæðisflokkinn áfram og upp á við. „Ég tel að það gagnist borgarbúum best að ég sé óskiptur í því verki sem ég tók að mér á síðasta ári. Því hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins,“ skrifar hann. Kosning um ritara fer fram á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem verður haldinn í Reykjavík á laugardag. Þó að Eyþór verði þar ekki í framboði situr hann ekki auðum höndum í kringum fundinn. Samkvæmt dagskrá á hann að flytja vinsæl Todmobile-lög ásamt Stefaníu Svavars á skemmtun að fundi loknum. Eyþór er ekki sá eini sem dró nafn sitt úr umræðunni um nýjan ritara flokksins í dag. Vala Pálsdóttir, formaður Landsambands Sjálfstæðiskvenna, gerði það sömuleiðis. „Að vel ígrunduðu máli ætla ég að halda áfram á þeirri braut sem ég hef markað með landssambandinu fremur en að taka við starfi ritara flokksins. Ég kann betur við formannstitilinn,“ segir Vala á léttum nótum.
Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira