Ekki annað tækifæri á annarri plánetu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. september 2019 19:31 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Loftslagsmálin voru Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra ofarlega í huga í stefnuræðu sinni sem hún flutti á Alþingi nú í kvöld. Katrín gerði heimsókn varaforseta Bandaríkjanna og vinnumarkaðinn jafnframt að umræðuefni sem og jafnréttismál svo fátt eitt sé nefnt. Hún beindi jafnframt spjótum sínum að popúlískum hreyfingum og orðræðu sem hafi vaxið fiskur um hrygg í Evrópu og víðar að undanförnu. „Loftslagsváin er að skapa neyðarástand nú þegar víða um heim. Hún er okkar stærsta áskorun. Mannkynið ber ábyrgð á ástandinu, mannkyninu stafar ógn af því og nú er stærsta verkefni mannkynsins að draga úr hraða þessarar ógnvænlegu þróunar, lágmarka skaðann og tryggja framtíð okkar og lífríkisins alls á þessari plánetu,“ sagði Katrín. Mannkynið eigi ekki eftir að fá annað tækifæri á annarri plánetu. Hún sé stolt af því að leiða ríkisstjórn sem leggi fram fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlunina til að bregðast við loftslagsvánni. „Við munum nýta efnahagslega hvata til að ná loftslagsmarkmiðum, bæði græna skatta og grænar ívilnanir. Matvælastefna stjórnvalda lítur dagsins ljós í vetur en þar verða loftslagsmarkmiðin höfuðmarkmið ásamt lýðheilsu og sjálfbærni,“ sagði Katrín.Of mörg börn búi við fátækt Katrín minntist lífskjarasamninganna svokölluðu í ræðu sinni og áform ríkisstjórnarinnar sem eiga að miða að því að lækka skattbyrði tekjulægri hópa. „Nýleg skýrsla sýnir að of mörg börn búa við fátækt á Íslandi. Það er því líka sérstakt fagnaðarefni að meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld boða í vetur er fyrra skref í lengingu fæðingarorlofs úr níu mánuðum í tólf,“ sagði Katrín. Hækkun barnabóta og hækkun skerðingarmarka barnabóta spili einnig stóra rullu í því samhengi að mati forsætisráðherra.Viðbúin fjórðu iðnbyltingunni „Það er ánægjulegt að fyrsti fundur nýs þjóðhagsráðs verður haldinn í október þar sem eiga sæti fulltrúar heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga, og Seðlabanka,“ sagði Katrín. Hún hafi væntingar til þess að samtal stjórnvalda og vinnumarkaðar sé komið í skýran farveg sem hafi jákvæð áhrif. Þá hyggist stjórnvöld í vetur leggja fram tillögur að aðgerðum til að mæta fjórðu iðnbyltingunni og þeim áskorunum sem henni fylgi. Þá sé von á tillögum starfshóps í september um hvernig megi fjölga störfum fyrir fólk með skerta starfsgetu. Þá gerði Katrín orkumálin jafnframt að umræðuefni. „Meðferð orkuauðlindarinnar hefur verið mikið rædd á undanförnum vikum og mánuðum. Sú hatramma umræða sýnir hve mikil þörf er á því að Alþingi standi við að gera breytingar á stjórnarskrá, ekki síst með ákvæði um þjóðareign á auðlindum og umhverfissjónarmið við auðlindanýtingu,“ sagði Katrín meðal annars. Loftslagsmál Vinstri græn Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Sjá meira
Loftslagsmálin voru Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra ofarlega í huga í stefnuræðu sinni sem hún flutti á Alþingi nú í kvöld. Katrín gerði heimsókn varaforseta Bandaríkjanna og vinnumarkaðinn jafnframt að umræðuefni sem og jafnréttismál svo fátt eitt sé nefnt. Hún beindi jafnframt spjótum sínum að popúlískum hreyfingum og orðræðu sem hafi vaxið fiskur um hrygg í Evrópu og víðar að undanförnu. „Loftslagsváin er að skapa neyðarástand nú þegar víða um heim. Hún er okkar stærsta áskorun. Mannkynið ber ábyrgð á ástandinu, mannkyninu stafar ógn af því og nú er stærsta verkefni mannkynsins að draga úr hraða þessarar ógnvænlegu þróunar, lágmarka skaðann og tryggja framtíð okkar og lífríkisins alls á þessari plánetu,“ sagði Katrín. Mannkynið eigi ekki eftir að fá annað tækifæri á annarri plánetu. Hún sé stolt af því að leiða ríkisstjórn sem leggi fram fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlunina til að bregðast við loftslagsvánni. „Við munum nýta efnahagslega hvata til að ná loftslagsmarkmiðum, bæði græna skatta og grænar ívilnanir. Matvælastefna stjórnvalda lítur dagsins ljós í vetur en þar verða loftslagsmarkmiðin höfuðmarkmið ásamt lýðheilsu og sjálfbærni,“ sagði Katrín.Of mörg börn búi við fátækt Katrín minntist lífskjarasamninganna svokölluðu í ræðu sinni og áform ríkisstjórnarinnar sem eiga að miða að því að lækka skattbyrði tekjulægri hópa. „Nýleg skýrsla sýnir að of mörg börn búa við fátækt á Íslandi. Það er því líka sérstakt fagnaðarefni að meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld boða í vetur er fyrra skref í lengingu fæðingarorlofs úr níu mánuðum í tólf,“ sagði Katrín. Hækkun barnabóta og hækkun skerðingarmarka barnabóta spili einnig stóra rullu í því samhengi að mati forsætisráðherra.Viðbúin fjórðu iðnbyltingunni „Það er ánægjulegt að fyrsti fundur nýs þjóðhagsráðs verður haldinn í október þar sem eiga sæti fulltrúar heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga, og Seðlabanka,“ sagði Katrín. Hún hafi væntingar til þess að samtal stjórnvalda og vinnumarkaðar sé komið í skýran farveg sem hafi jákvæð áhrif. Þá hyggist stjórnvöld í vetur leggja fram tillögur að aðgerðum til að mæta fjórðu iðnbyltingunni og þeim áskorunum sem henni fylgi. Þá sé von á tillögum starfshóps í september um hvernig megi fjölga störfum fyrir fólk með skerta starfsgetu. Þá gerði Katrín orkumálin jafnframt að umræðuefni. „Meðferð orkuauðlindarinnar hefur verið mikið rædd á undanförnum vikum og mánuðum. Sú hatramma umræða sýnir hve mikil þörf er á því að Alþingi standi við að gera breytingar á stjórnarskrá, ekki síst með ákvæði um þjóðareign á auðlindum og umhverfissjónarmið við auðlindanýtingu,“ sagði Katrín meðal annars.
Loftslagsmál Vinstri græn Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Sjá meira