Innlent

Strandhreinsun í Dyrhólaey

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Búist er við að hreinsunin taki tvær klukkustundir.
Búist er við að hreinsunin taki tvær klukkustundir. Fréttablaðið/Pjetur
Umhverfisstofnun býður almenningi að taka þátt í strandhreinsun í Dyrhólaey næstkomandi sunnudag í tilefni dags íslenskrar náttúru sem er daginn eftir. Mun landvörður bjóða gestum í létta fræðslugöngu áður en haldið verður niður á strönd.

Mæting er klukkan 14 við salernishúsið á Lágey en gert er ráð fyrir að gangan og hreinsunin taki um tvær klukkustundir. Boðið verður upp á kaffisopa í landvarðahúsinu á Háey að verki loknu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×