Þessar myndir keppa um Gullna lundann á RIFF í ár Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2019 07:45 Úr myndinni The Orphanage. riff RIFF hefur valið þær níu myndir sem munu keppa um aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna lundann. Í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar kemur fram að í flokknum Vitranir tefli níu nýir leikstjórar fram sinni fyrstu eða annarri mynd og keppa þeir um Gullna lundann. „Í ár eru meðal annars bíómyndirnar The Lighthouse sem tryllti allt á Cannes í vor. Myndin fjallar um tvo einmana vitaverði sem missa vitið. Burning Cane sem er eftir mjög ungan afrísk-bandarískan leikstjóra frá Louisiana, The Orphanage eftir Kötju Adomeit sem er fyrir löngu orðin stjarna í kvikmyndagerðarlistinni fyrir frumleika sinn og mætir á hátíðina,“ segir í tilkynningunni. Þá er Síðasta haustið eftir hina íslensku Yrsu Roca Fannberg einnig tilnefnd í flokknum. Myndirnar sem keppa um Gullna lundann í ár eru:NUESTRAS MADRES/Mæður okkar/Our mothersBelgísk/frönsk mynd eftir César DíazÁrið er 2018 í Gvatemala. Landið er undirlagt af réttarhöldum yfir herforingjunum sem komu borgarastyrjöldinni af stað. Vitnisburðir fórnarlamba streyma inn. Ernesto er ungur mannfræðingur sem starfar hjá Forensic Foundation stofnuninni við að bera kennsl á þá sem týndust. Einn daginn heyrir hann frásögn gamallar konu sem gefur vísbendingu um föður hans sem var skæruliði og týndist í stríðinu. Þvert á óskir móður sinnar einhendir hann sér í rannsókn málsins í leit að sannleika.THE ORPHANAGE/MunaðarleysingjahæliðLeikstjóri: Shahrbanoo SadatÁ seinni hluta níunda áratugarins býr hinn fimmtán ára Qodrat á götum Kabúls og selur bíómiða á svörtum markaði. Hann er mikill aðdáandi Bollywood mynda og lifir sig sterkt inn í uppáhalds atriðin úr myndunum. Dag einn fer lögreglan með hann á sovéska munaðarleysingjahælið. En stjórnmálaástandið er að breytast í Kabúl. Qodrat og öll börnin vilja verja heimili sitt.THE LAST AUTUMN/Síðasta haustiðLeikstjóri: Yrsa Roca Fannberg (framleiðandi Hanna Björk Valsdóttir)Það húmar að hausti þar sem vegurinn endar að Krossnesi í Árneshreppi. Þar er sveitabær Úlfars og eiginkonu hans og fjölskyldan kemur til þeirra til að aðstoða við smölun. Barnabörnin koma úr borginni til að taka þátt en hjónin hafa ákveðið að bregða búi svo þetta er síðasta haustið sem þau smala. Hér er á ferðinni einstök innsýn inn í samband mannsins við náttúruna og dýrin. Í þessari heimildarmynd verðum við vitni að umbreytingu sem kallast á við söguna og alla bændurna sem standa í sömu sporum í fortíð og framtíð.Trailer: The Last Autumn from yrsa roca fannberg on Vimeo.BURNING CANE/Brennandi reyrLeikstjóri: Phillip YoumansSögusviðið eru reyrakrar í sveitum Louisiana þar sem trúuð móðir reynir að samræma trúarsannfæringu sína og ástina á þjökuðum syni sínum. Phillip Youmans var 17 ára þegar hann skrifaði, leikstýrði og tók upp myndina. Myndin hlaut Founders Award á Tribeca kvikmyndahátíðinni.MATERNAL/Í móðurættÍtölsk, argentísk mynd í leikstjórn Maura DelperoLu og Fati eru barnungar mæður sem búa í kristnu athvarfi í Buenos Aires. Systir Paola kemur frá Ítalíu til að ganga í klausturregluna. Þegar önnur stúlkan stingur af tekur hin unga nunna barnið að sér. Myndin var frumsýnd á Locarno kvikmyndahátíðinni.IVANA THE TERRIBLE/Hræðilega Ívana/Ivana cea GroaznicăRúmensk/serbnesk mynd í leikstjórn Ivana MladenovićÍvana býður vinum, fjölskyldumeðlimum og fyrrum elskhugum að leika sjálfa sig og tilfinningar sínar í handritsútgáfu af sögu um konu sem er á barmi taugaáfalls. Við landamæri Dónár verður drama að gamanleik. Ivana Mladenović skrifar, leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í þessari beittu kómedíu, sem inniheldur raunverulega fjölskyldumeðlimi hennar og gerist í bænum þar sem hún ólst upp. Ivana hristir upp í litlu veröldinni sinni í þessari skálduðu ævisögu, þar sem kvíði helst í hendur við sérvisku, ástir ferðast jafn hratt og aðdróttanir og fólk er jafn hjákátlegt og það er viðkvæmt. THE LIGHTHOUSE/VitinnBandarísk mynd í leikstjórn Robert EggersNý sálræn hrollvekja frá Robert Eggers, sem sló eftirminnilega í gegn með hinni frábæru mynd The Witch. Vitinn er tekin á 35mm svarthvíta filmu og fylgir tveimur vitavörðum (Willem Dafoe og Robert Pattinson) hægt og bítandi á vit sturlunar á afskekktri eyju á Nýja Englandi í byrjun 19. aldar. Enginn sannur hrollvekjuunnandi má láta þessa framhjá sér fara!CORPUS CHRISTI/Líkami KristsPólsk/frönsk mynd í leikstjórn Jan KomasaHér er sögð saga hins tvítuga Daníels, sem verður fyrir trúarlegri vakningu þegar hann dvelur í unglingafangelsi. Hann vill verða prestur en sakaferill hans kemur í veg fyrir það. Þegar hann er sendur til að starfa á trésmíðaverkstæði í litlum bæ mætir hann á svæðið í prestshempu og tekur af slysni við söfnuðinum.Corpus Christi / Boże Ciało - international trailer from New Europe Film Sales on Vimeo.ABOU LEILA Alsírsk/frönsk/katörsk mynd í leikstjórn Amin Sidi-Boumédiène Árið er 1994 í Alsír. Æskuvinirnir S. og Lotfi fara yfir eyðimörkina í leit að Abu Leila sem er hættulegur hryðjuverkamaður. Þessi áætlun virðist fráleit, þar sem að Sahara eyðimörkin hefur sloppið undan árásum. Í raun hefur Lotfi aðeins eitt markmið, að tryggja öryggi S., þar sem hann veit að vinur sinn er of brothættur til að höndla frekari blóðsúthellingar. Hér er á ferðinni kraftmikið sálfræðidrama um samfélagsleg áhrif ofbeldis. Í dómnefnd hátíðarinnar sitja þau Jakub Duszynski, sem sér um dreifingu kvikmynda, dagskrárstjóri og fyrrverandi forseti Europa Distribution, Nick Davis, kvikmyndagagnrýnandi hjá Film Comment og dósent í kvikmyndafræði við Northwestern háskólann í Bandaríkjunum og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. RIFF stendur yfir dagana 26. september til 6. október næstkomandi. Reykjavík RIFF Tengdar fréttir Heimsþekktur leikari á RIFF Hinn heimsfrægi Hollywood leikari John Hawkes mun koma á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík (RIFF) sem haldin verður 26. september til 6. október. 4. september 2019 15:30 Karakterarnir koma til hans Haukur Björgvinsson fylgir nú eftir stuttmynd sinni, Wilmu. Hún fjallar um unga stelpu sem fæðist í líkama stráks og fyrstu kynni hennar af föður sínum. Tilnefnd til Gullna eggsins á RIFF í ár. 6. september 2019 07:30 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
RIFF hefur valið þær níu myndir sem munu keppa um aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna lundann. Í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar kemur fram að í flokknum Vitranir tefli níu nýir leikstjórar fram sinni fyrstu eða annarri mynd og keppa þeir um Gullna lundann. „Í ár eru meðal annars bíómyndirnar The Lighthouse sem tryllti allt á Cannes í vor. Myndin fjallar um tvo einmana vitaverði sem missa vitið. Burning Cane sem er eftir mjög ungan afrísk-bandarískan leikstjóra frá Louisiana, The Orphanage eftir Kötju Adomeit sem er fyrir löngu orðin stjarna í kvikmyndagerðarlistinni fyrir frumleika sinn og mætir á hátíðina,“ segir í tilkynningunni. Þá er Síðasta haustið eftir hina íslensku Yrsu Roca Fannberg einnig tilnefnd í flokknum. Myndirnar sem keppa um Gullna lundann í ár eru:NUESTRAS MADRES/Mæður okkar/Our mothersBelgísk/frönsk mynd eftir César DíazÁrið er 2018 í Gvatemala. Landið er undirlagt af réttarhöldum yfir herforingjunum sem komu borgarastyrjöldinni af stað. Vitnisburðir fórnarlamba streyma inn. Ernesto er ungur mannfræðingur sem starfar hjá Forensic Foundation stofnuninni við að bera kennsl á þá sem týndust. Einn daginn heyrir hann frásögn gamallar konu sem gefur vísbendingu um föður hans sem var skæruliði og týndist í stríðinu. Þvert á óskir móður sinnar einhendir hann sér í rannsókn málsins í leit að sannleika.THE ORPHANAGE/MunaðarleysingjahæliðLeikstjóri: Shahrbanoo SadatÁ seinni hluta níunda áratugarins býr hinn fimmtán ára Qodrat á götum Kabúls og selur bíómiða á svörtum markaði. Hann er mikill aðdáandi Bollywood mynda og lifir sig sterkt inn í uppáhalds atriðin úr myndunum. Dag einn fer lögreglan með hann á sovéska munaðarleysingjahælið. En stjórnmálaástandið er að breytast í Kabúl. Qodrat og öll börnin vilja verja heimili sitt.THE LAST AUTUMN/Síðasta haustiðLeikstjóri: Yrsa Roca Fannberg (framleiðandi Hanna Björk Valsdóttir)Það húmar að hausti þar sem vegurinn endar að Krossnesi í Árneshreppi. Þar er sveitabær Úlfars og eiginkonu hans og fjölskyldan kemur til þeirra til að aðstoða við smölun. Barnabörnin koma úr borginni til að taka þátt en hjónin hafa ákveðið að bregða búi svo þetta er síðasta haustið sem þau smala. Hér er á ferðinni einstök innsýn inn í samband mannsins við náttúruna og dýrin. Í þessari heimildarmynd verðum við vitni að umbreytingu sem kallast á við söguna og alla bændurna sem standa í sömu sporum í fortíð og framtíð.Trailer: The Last Autumn from yrsa roca fannberg on Vimeo.BURNING CANE/Brennandi reyrLeikstjóri: Phillip YoumansSögusviðið eru reyrakrar í sveitum Louisiana þar sem trúuð móðir reynir að samræma trúarsannfæringu sína og ástina á þjökuðum syni sínum. Phillip Youmans var 17 ára þegar hann skrifaði, leikstýrði og tók upp myndina. Myndin hlaut Founders Award á Tribeca kvikmyndahátíðinni.MATERNAL/Í móðurættÍtölsk, argentísk mynd í leikstjórn Maura DelperoLu og Fati eru barnungar mæður sem búa í kristnu athvarfi í Buenos Aires. Systir Paola kemur frá Ítalíu til að ganga í klausturregluna. Þegar önnur stúlkan stingur af tekur hin unga nunna barnið að sér. Myndin var frumsýnd á Locarno kvikmyndahátíðinni.IVANA THE TERRIBLE/Hræðilega Ívana/Ivana cea GroaznicăRúmensk/serbnesk mynd í leikstjórn Ivana MladenovićÍvana býður vinum, fjölskyldumeðlimum og fyrrum elskhugum að leika sjálfa sig og tilfinningar sínar í handritsútgáfu af sögu um konu sem er á barmi taugaáfalls. Við landamæri Dónár verður drama að gamanleik. Ivana Mladenović skrifar, leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í þessari beittu kómedíu, sem inniheldur raunverulega fjölskyldumeðlimi hennar og gerist í bænum þar sem hún ólst upp. Ivana hristir upp í litlu veröldinni sinni í þessari skálduðu ævisögu, þar sem kvíði helst í hendur við sérvisku, ástir ferðast jafn hratt og aðdróttanir og fólk er jafn hjákátlegt og það er viðkvæmt. THE LIGHTHOUSE/VitinnBandarísk mynd í leikstjórn Robert EggersNý sálræn hrollvekja frá Robert Eggers, sem sló eftirminnilega í gegn með hinni frábæru mynd The Witch. Vitinn er tekin á 35mm svarthvíta filmu og fylgir tveimur vitavörðum (Willem Dafoe og Robert Pattinson) hægt og bítandi á vit sturlunar á afskekktri eyju á Nýja Englandi í byrjun 19. aldar. Enginn sannur hrollvekjuunnandi má láta þessa framhjá sér fara!CORPUS CHRISTI/Líkami KristsPólsk/frönsk mynd í leikstjórn Jan KomasaHér er sögð saga hins tvítuga Daníels, sem verður fyrir trúarlegri vakningu þegar hann dvelur í unglingafangelsi. Hann vill verða prestur en sakaferill hans kemur í veg fyrir það. Þegar hann er sendur til að starfa á trésmíðaverkstæði í litlum bæ mætir hann á svæðið í prestshempu og tekur af slysni við söfnuðinum.Corpus Christi / Boże Ciało - international trailer from New Europe Film Sales on Vimeo.ABOU LEILA Alsírsk/frönsk/katörsk mynd í leikstjórn Amin Sidi-Boumédiène Árið er 1994 í Alsír. Æskuvinirnir S. og Lotfi fara yfir eyðimörkina í leit að Abu Leila sem er hættulegur hryðjuverkamaður. Þessi áætlun virðist fráleit, þar sem að Sahara eyðimörkin hefur sloppið undan árásum. Í raun hefur Lotfi aðeins eitt markmið, að tryggja öryggi S., þar sem hann veit að vinur sinn er of brothættur til að höndla frekari blóðsúthellingar. Hér er á ferðinni kraftmikið sálfræðidrama um samfélagsleg áhrif ofbeldis. Í dómnefnd hátíðarinnar sitja þau Jakub Duszynski, sem sér um dreifingu kvikmynda, dagskrárstjóri og fyrrverandi forseti Europa Distribution, Nick Davis, kvikmyndagagnrýnandi hjá Film Comment og dósent í kvikmyndafræði við Northwestern háskólann í Bandaríkjunum og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. RIFF stendur yfir dagana 26. september til 6. október næstkomandi.
Reykjavík RIFF Tengdar fréttir Heimsþekktur leikari á RIFF Hinn heimsfrægi Hollywood leikari John Hawkes mun koma á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík (RIFF) sem haldin verður 26. september til 6. október. 4. september 2019 15:30 Karakterarnir koma til hans Haukur Björgvinsson fylgir nú eftir stuttmynd sinni, Wilmu. Hún fjallar um unga stelpu sem fæðist í líkama stráks og fyrstu kynni hennar af föður sínum. Tilnefnd til Gullna eggsins á RIFF í ár. 6. september 2019 07:30 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Heimsþekktur leikari á RIFF Hinn heimsfrægi Hollywood leikari John Hawkes mun koma á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík (RIFF) sem haldin verður 26. september til 6. október. 4. september 2019 15:30
Karakterarnir koma til hans Haukur Björgvinsson fylgir nú eftir stuttmynd sinni, Wilmu. Hún fjallar um unga stelpu sem fæðist í líkama stráks og fyrstu kynni hennar af föður sínum. Tilnefnd til Gullna eggsins á RIFF í ár. 6. september 2019 07:30