Gerir ráð fyrir nýrri verksmiðju á allra næstu árum Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2019 11:30 Jón Ólafsson mætti í Bítið í morgun. Vísir/Bylgjan/Anton Brink Jón Ólafsson, stjórnarformaður og stofnandi Icelandic Glacial, segist gera ráð fyrir að fyrirtækið komi til með að reisa nýja verksmiðju í Ölfusi innan tveggja til þriggja ára. Þá hafi verið að tilkynna um 66 milljón dala fjárfestingu í fyrirtækinu á dögunum, um 8,3 milljarða króna. Þetta kom fram í máli Jóns þar sem hann ræddi við Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fyrirtækið er nú með sjö þúsund fermetra verksmiðju í Ölfusi og selur vatn í 28 löndum. „Við vorum að tilkynna 66 milljón dollara fjárfestingu í fyrirtækinu. Af því eru 35 milljónir í reiðufé og 31 milljón, var verið að skuldbreyta hluthafalánum í hlutafé. Nú erum við komin á þann stað að geta gert það sem við ætlum að gera. Að gefa í,“ segir Jón.Vatnið á rauða dreglinum á Golden Globes Jón fór um víðan völl í viðtalinu þar sem hann ræddi meðal annars um upphaf framleiðslunnar, framleiðsluferlið, vináttu sína og Keith Richards, gítarleikara Rolling Stones, hönnun vatnsflöskunnar og margt fleira.Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Jón ræddi einnig um mikilvægi þess að koma vatninu á framfæri vestanhafs og að í tilfelli Icelandic Glacial hafi það gengið mjög vel. „Við erum nú að gera samning um að vera aðalvatnið fyrir rauða dregilinn á Golden Globes. Þegar við erum komin á þennan stað, þá erum við orðin „alvöru“. Menn eru að koma til okkar og segja „Við viljum vera með ykkur. Þið eru betri og hreinni en aðrir.“ Þeir voru með Fiji en hentu Fiji út. Af hverju? Við erum með gler, ekki þeir,“ segir Jón.Birtist reglulega í Big Bang Theory Aðspurður um hvernig Icelandic Glacial hafi tekist að fá vatnið til að birtast í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum segist hann hafa farið aðra leið en aðrir. Venjan væri sú að menn þurfi að borga til að fá vöruna til að birtast í þáttum og myndum. „Þú þarft að borga. En ég er búinn að vinna með Hollywood í fjörutíu ár. Þekki marga. Ég gerði þetta ekki svoleiðis. […] Þessa gæja sem ég þekki… Ég sendi þeim bara pallettu af vatni án þess að biðja um neitt.“ Þremur mánuðum síðar hafi hann hringt og spurt hvort þeir væru búnir með vatnið og sendi þeim þá meira. „Ég sendi þeim bara alltaf vatn. Bað aldrei um neitt. Það liðu kannski svona sex mánuðir og þá fór vatnið að koma [í þáttum]. Eins og Big Bang Theory. Við erum líklega í hverjum einasta þætti þar,“ segir Jón. „Ef þú gefur og biður ekki um neitt... Áður en þú veist af þá fer fólk að finnast að þeir þurfi að gera eitthvað fyrir þig. Það er bara svoleiðis,“ segir Jón. Bítið Ölfus Tengdar fréttir Icelandic Glacial stefnir á framleiðslu kannabisdrykks Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial þróar nú sérstakan kannabisdrykk sem stefnt er á að koma á markað víða um heim. 17. apríl 2019 17:26 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Telur að um dulda launahækkun skrifstofufólks sé að ræða Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Sjá meira
Jón Ólafsson, stjórnarformaður og stofnandi Icelandic Glacial, segist gera ráð fyrir að fyrirtækið komi til með að reisa nýja verksmiðju í Ölfusi innan tveggja til þriggja ára. Þá hafi verið að tilkynna um 66 milljón dala fjárfestingu í fyrirtækinu á dögunum, um 8,3 milljarða króna. Þetta kom fram í máli Jóns þar sem hann ræddi við Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fyrirtækið er nú með sjö þúsund fermetra verksmiðju í Ölfusi og selur vatn í 28 löndum. „Við vorum að tilkynna 66 milljón dollara fjárfestingu í fyrirtækinu. Af því eru 35 milljónir í reiðufé og 31 milljón, var verið að skuldbreyta hluthafalánum í hlutafé. Nú erum við komin á þann stað að geta gert það sem við ætlum að gera. Að gefa í,“ segir Jón.Vatnið á rauða dreglinum á Golden Globes Jón fór um víðan völl í viðtalinu þar sem hann ræddi meðal annars um upphaf framleiðslunnar, framleiðsluferlið, vináttu sína og Keith Richards, gítarleikara Rolling Stones, hönnun vatnsflöskunnar og margt fleira.Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Jón ræddi einnig um mikilvægi þess að koma vatninu á framfæri vestanhafs og að í tilfelli Icelandic Glacial hafi það gengið mjög vel. „Við erum nú að gera samning um að vera aðalvatnið fyrir rauða dregilinn á Golden Globes. Þegar við erum komin á þennan stað, þá erum við orðin „alvöru“. Menn eru að koma til okkar og segja „Við viljum vera með ykkur. Þið eru betri og hreinni en aðrir.“ Þeir voru með Fiji en hentu Fiji út. Af hverju? Við erum með gler, ekki þeir,“ segir Jón.Birtist reglulega í Big Bang Theory Aðspurður um hvernig Icelandic Glacial hafi tekist að fá vatnið til að birtast í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum segist hann hafa farið aðra leið en aðrir. Venjan væri sú að menn þurfi að borga til að fá vöruna til að birtast í þáttum og myndum. „Þú þarft að borga. En ég er búinn að vinna með Hollywood í fjörutíu ár. Þekki marga. Ég gerði þetta ekki svoleiðis. […] Þessa gæja sem ég þekki… Ég sendi þeim bara pallettu af vatni án þess að biðja um neitt.“ Þremur mánuðum síðar hafi hann hringt og spurt hvort þeir væru búnir með vatnið og sendi þeim þá meira. „Ég sendi þeim bara alltaf vatn. Bað aldrei um neitt. Það liðu kannski svona sex mánuðir og þá fór vatnið að koma [í þáttum]. Eins og Big Bang Theory. Við erum líklega í hverjum einasta þætti þar,“ segir Jón. „Ef þú gefur og biður ekki um neitt... Áður en þú veist af þá fer fólk að finnast að þeir þurfi að gera eitthvað fyrir þig. Það er bara svoleiðis,“ segir Jón.
Bítið Ölfus Tengdar fréttir Icelandic Glacial stefnir á framleiðslu kannabisdrykks Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial þróar nú sérstakan kannabisdrykk sem stefnt er á að koma á markað víða um heim. 17. apríl 2019 17:26 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Telur að um dulda launahækkun skrifstofufólks sé að ræða Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Sjá meira
Icelandic Glacial stefnir á framleiðslu kannabisdrykks Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial þróar nú sérstakan kannabisdrykk sem stefnt er á að koma á markað víða um heim. 17. apríl 2019 17:26