Gerir ráð fyrir nýrri verksmiðju á allra næstu árum Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2019 11:30 Jón Ólafsson mætti í Bítið í morgun. Vísir/Bylgjan/Anton Brink Jón Ólafsson, stjórnarformaður og stofnandi Icelandic Glacial, segist gera ráð fyrir að fyrirtækið komi til með að reisa nýja verksmiðju í Ölfusi innan tveggja til þriggja ára. Þá hafi verið að tilkynna um 66 milljón dala fjárfestingu í fyrirtækinu á dögunum, um 8,3 milljarða króna. Þetta kom fram í máli Jóns þar sem hann ræddi við Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fyrirtækið er nú með sjö þúsund fermetra verksmiðju í Ölfusi og selur vatn í 28 löndum. „Við vorum að tilkynna 66 milljón dollara fjárfestingu í fyrirtækinu. Af því eru 35 milljónir í reiðufé og 31 milljón, var verið að skuldbreyta hluthafalánum í hlutafé. Nú erum við komin á þann stað að geta gert það sem við ætlum að gera. Að gefa í,“ segir Jón.Vatnið á rauða dreglinum á Golden Globes Jón fór um víðan völl í viðtalinu þar sem hann ræddi meðal annars um upphaf framleiðslunnar, framleiðsluferlið, vináttu sína og Keith Richards, gítarleikara Rolling Stones, hönnun vatnsflöskunnar og margt fleira.Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Jón ræddi einnig um mikilvægi þess að koma vatninu á framfæri vestanhafs og að í tilfelli Icelandic Glacial hafi það gengið mjög vel. „Við erum nú að gera samning um að vera aðalvatnið fyrir rauða dregilinn á Golden Globes. Þegar við erum komin á þennan stað, þá erum við orðin „alvöru“. Menn eru að koma til okkar og segja „Við viljum vera með ykkur. Þið eru betri og hreinni en aðrir.“ Þeir voru með Fiji en hentu Fiji út. Af hverju? Við erum með gler, ekki þeir,“ segir Jón.Birtist reglulega í Big Bang Theory Aðspurður um hvernig Icelandic Glacial hafi tekist að fá vatnið til að birtast í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum segist hann hafa farið aðra leið en aðrir. Venjan væri sú að menn þurfi að borga til að fá vöruna til að birtast í þáttum og myndum. „Þú þarft að borga. En ég er búinn að vinna með Hollywood í fjörutíu ár. Þekki marga. Ég gerði þetta ekki svoleiðis. […] Þessa gæja sem ég þekki… Ég sendi þeim bara pallettu af vatni án þess að biðja um neitt.“ Þremur mánuðum síðar hafi hann hringt og spurt hvort þeir væru búnir með vatnið og sendi þeim þá meira. „Ég sendi þeim bara alltaf vatn. Bað aldrei um neitt. Það liðu kannski svona sex mánuðir og þá fór vatnið að koma [í þáttum]. Eins og Big Bang Theory. Við erum líklega í hverjum einasta þætti þar,“ segir Jón. „Ef þú gefur og biður ekki um neitt... Áður en þú veist af þá fer fólk að finnast að þeir þurfi að gera eitthvað fyrir þig. Það er bara svoleiðis,“ segir Jón. Bítið Ölfus Tengdar fréttir Icelandic Glacial stefnir á framleiðslu kannabisdrykks Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial þróar nú sérstakan kannabisdrykk sem stefnt er á að koma á markað víða um heim. 17. apríl 2019 17:26 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Sjá meira
Jón Ólafsson, stjórnarformaður og stofnandi Icelandic Glacial, segist gera ráð fyrir að fyrirtækið komi til með að reisa nýja verksmiðju í Ölfusi innan tveggja til þriggja ára. Þá hafi verið að tilkynna um 66 milljón dala fjárfestingu í fyrirtækinu á dögunum, um 8,3 milljarða króna. Þetta kom fram í máli Jóns þar sem hann ræddi við Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fyrirtækið er nú með sjö þúsund fermetra verksmiðju í Ölfusi og selur vatn í 28 löndum. „Við vorum að tilkynna 66 milljón dollara fjárfestingu í fyrirtækinu. Af því eru 35 milljónir í reiðufé og 31 milljón, var verið að skuldbreyta hluthafalánum í hlutafé. Nú erum við komin á þann stað að geta gert það sem við ætlum að gera. Að gefa í,“ segir Jón.Vatnið á rauða dreglinum á Golden Globes Jón fór um víðan völl í viðtalinu þar sem hann ræddi meðal annars um upphaf framleiðslunnar, framleiðsluferlið, vináttu sína og Keith Richards, gítarleikara Rolling Stones, hönnun vatnsflöskunnar og margt fleira.Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Jón ræddi einnig um mikilvægi þess að koma vatninu á framfæri vestanhafs og að í tilfelli Icelandic Glacial hafi það gengið mjög vel. „Við erum nú að gera samning um að vera aðalvatnið fyrir rauða dregilinn á Golden Globes. Þegar við erum komin á þennan stað, þá erum við orðin „alvöru“. Menn eru að koma til okkar og segja „Við viljum vera með ykkur. Þið eru betri og hreinni en aðrir.“ Þeir voru með Fiji en hentu Fiji út. Af hverju? Við erum með gler, ekki þeir,“ segir Jón.Birtist reglulega í Big Bang Theory Aðspurður um hvernig Icelandic Glacial hafi tekist að fá vatnið til að birtast í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum segist hann hafa farið aðra leið en aðrir. Venjan væri sú að menn þurfi að borga til að fá vöruna til að birtast í þáttum og myndum. „Þú þarft að borga. En ég er búinn að vinna með Hollywood í fjörutíu ár. Þekki marga. Ég gerði þetta ekki svoleiðis. […] Þessa gæja sem ég þekki… Ég sendi þeim bara pallettu af vatni án þess að biðja um neitt.“ Þremur mánuðum síðar hafi hann hringt og spurt hvort þeir væru búnir með vatnið og sendi þeim þá meira. „Ég sendi þeim bara alltaf vatn. Bað aldrei um neitt. Það liðu kannski svona sex mánuðir og þá fór vatnið að koma [í þáttum]. Eins og Big Bang Theory. Við erum líklega í hverjum einasta þætti þar,“ segir Jón. „Ef þú gefur og biður ekki um neitt... Áður en þú veist af þá fer fólk að finnast að þeir þurfi að gera eitthvað fyrir þig. Það er bara svoleiðis,“ segir Jón.
Bítið Ölfus Tengdar fréttir Icelandic Glacial stefnir á framleiðslu kannabisdrykks Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial þróar nú sérstakan kannabisdrykk sem stefnt er á að koma á markað víða um heim. 17. apríl 2019 17:26 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Sjá meira
Icelandic Glacial stefnir á framleiðslu kannabisdrykks Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial þróar nú sérstakan kannabisdrykk sem stefnt er á að koma á markað víða um heim. 17. apríl 2019 17:26