Samgönguás og Borgarlína Hilmar Þ. Björnsson skrifar 13. september 2019 07:00 Borgarlínan kom fyrst á dagskrá með Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Ég man að mér fannst þetta stórkostleg hugmynd af margvíslegum ástæðum. Hún átti auðvitað að breyta ferðavenjum borgarbúa, minnka álag vegna einkabíla, draga úr tafatíma í umferðinni, gera borgina skemmtilegri, þægilegri, hagkvæmari og ekki síst vistvænni. En það var ekki bara það. Hugmyndin byggði ekki bara á þessum starfrænu markmiðum, heldur stóð hún á traustri og sterkri skipulagshugmynd. Menn vildu breyta skipulagsstefnunni úr nánast stjórnlausri útþenslu þar sem aðalsamgöngutækið var einkabíllinn, í þétta og líflega borg. „Þróunar- og samgönguás“ var kynntur til sögunnar, sem átti að binda borgina saman í línulega sjálfbæra borg. Frábær hugmynd sem lengi hafði verið beðið eftir. Ekki var komið nafn á hugmyndina, en henni lýst sem „strætisvögnum á sérakgreinum“ eða „léttlest í framtíðinni“. Samgönguásinn átti að liggja eftir endilangri borginni í miðjum svokölluðum „þróunarás“. Þessi hugmynd, sem síðar fékk hið ágæta nafn Borgarlína, átti að liggja frá Granda í vestri eftir borginni endilangri að Keldum í austri. Við Keldur bíður landsvæði sem er litlu minna en ríkislandið sem nú er undir Reykjavíkurflugvelli og hentar vel fyrir mjög fjölmenna vinnustaði. Svæðið gæti verið eins konar La Defense Reykjavíkur. Uppbygging þarna gæti minnkað þrýstinginn á miðborgina og verið andstæður póll við hana og skapað þannig traustan rekstrargrundvöll Borgarlínunnar og jafnað umferðarflæðið til austurs og vesturs. Leiðin var um 9 kílómetra löng og átti að þræða sig í gegnum þéttasta svæði borgarinnar þar sem fyrirhugað var að þétta byggðina enn frekar. Slíkur línulegur miðbær er í raun „vísbending um þróun sem þegar hefur átt sér stað“ eins og það er orðað í aðalskipulaginu. Línulegi miðbærinn er í samhljómi við þá viðurkenndu skoðun að eðlilegasta þróun borga gerist hægt og sígandi á löngum tíma. „Hugmyndin felst í því að viðurkenna í hugsun og verki, línulegan vöxt miðborgarinnar til austurs“ að Keldnalandi, svo aftur sé vitnað í aðalskipulagið. Þessi áætlun var sérlega áhugaverð og raunhæf. Mörg okkar töldu að fljótlegt væri að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Hún var óumdeild í borgarstjórn og í umræðunni almennt. Hún virtist fjárhagslega yfirstíganleg og „win-win“ hugmynd. Hún var af þeirri stærðargráðu að borgin gæti staðið undir henni sjálf. Fólk hélt að þetta yrði komið í rekstur með einhverjum hætti, t.d. Grandi-Skeifa, innan 3-5 ára. Nú þegar skipulagstímabilið er næstum hálfnað og aðeins 10 ár eftir sér maður að þessi frábæra hugmynd hefur verið leidd á nokkuð aðra slóð en upphaflega var ætlað. Hún hefur blásið út. Næstum í óyfirstíganlega stærð. Leiðin hefur lengst úr tæpum tíu kílómetrum upp í 54 kílómetra og þanist út um allt höfuðborgarsvæðið. Kostnaðaráætlanir eru gagnrýndar og rekstraráætlanir liggja ekki fyrir svo ég viti. Verkefni sem átti að breyta Reykjavík í línulega þétta borg með öflugum almenningsflutningum þar sem umferðin er mest og byggðin þéttust fór í vinnslunni að dreifa sér á strjálbýlustu svæði höfuðborgarsvæðisins. Hún hefur ekki lengur þessi sterku tengsl við frábæra skipulagshugmynd AR2010-2030. Manni virðist samgönguás aðalskipulagsins vera að þróast í e.k. „Borgarlínu útþenslu“ alls höfuðborgarsvæðisins sem fæstir átta sig almennilega á. Þetta sveitarstjórnarmál er orðið svo stórt að það er komið á ríkisstjórnarplan og eina úrræðið til að fjármagna framkvæmdina er talið vera með veggjöldum. Áætlunin er eðlilega umdeild og líklega of stór og dýr til þess að leggja á eina til tvær kynslóðir að framkvæma. En sem betur fer virðist stuðningur við Borgarlínuna fara vaxandi. Hlúa þarf að þessum stuðningi og auka hann með því að vanda til verka, einbeita sér að viðráðanlegum áföngum og fara ekki of geyst. Það þarf að taka minni skref og auka ekki byggingarheimildir fyrr en einstakir áfangar Borgarlínunnar er komnir í fullan rekstur. Ekki öfugt. Nú í vikunni voru kynntar hugmyndir um fyrstu áfanga Borgarlínunnar og góðu heilli sýnir það sig að að þær eru mun lágstemmdari en áður hafa verið kynntar og í ágætu samræmi við það sem kom fram í AR2010-2030. Fyrsti áfanginn virðist samkvæmt þessu vera af viðráðanlegri stærð sem ætti að vera hægt að fjármagna án þess að leggja skatt á vegfarendur í formi vegtolla innan höfuðborgarsvæðisins eins og nú er stefnt að. Hafa þarf í huga að Borgarlínan er engin patentlausn eða eina lausnin á umferðarvanda höfuðborgarsvæðisins, eins og oft heyrist. Það finnast margir aðrir kostir og það ber að nýta þá sem flesta, samtímis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Samgöngur Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Borgarlínan kom fyrst á dagskrá með Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Ég man að mér fannst þetta stórkostleg hugmynd af margvíslegum ástæðum. Hún átti auðvitað að breyta ferðavenjum borgarbúa, minnka álag vegna einkabíla, draga úr tafatíma í umferðinni, gera borgina skemmtilegri, þægilegri, hagkvæmari og ekki síst vistvænni. En það var ekki bara það. Hugmyndin byggði ekki bara á þessum starfrænu markmiðum, heldur stóð hún á traustri og sterkri skipulagshugmynd. Menn vildu breyta skipulagsstefnunni úr nánast stjórnlausri útþenslu þar sem aðalsamgöngutækið var einkabíllinn, í þétta og líflega borg. „Þróunar- og samgönguás“ var kynntur til sögunnar, sem átti að binda borgina saman í línulega sjálfbæra borg. Frábær hugmynd sem lengi hafði verið beðið eftir. Ekki var komið nafn á hugmyndina, en henni lýst sem „strætisvögnum á sérakgreinum“ eða „léttlest í framtíðinni“. Samgönguásinn átti að liggja eftir endilangri borginni í miðjum svokölluðum „þróunarás“. Þessi hugmynd, sem síðar fékk hið ágæta nafn Borgarlína, átti að liggja frá Granda í vestri eftir borginni endilangri að Keldum í austri. Við Keldur bíður landsvæði sem er litlu minna en ríkislandið sem nú er undir Reykjavíkurflugvelli og hentar vel fyrir mjög fjölmenna vinnustaði. Svæðið gæti verið eins konar La Defense Reykjavíkur. Uppbygging þarna gæti minnkað þrýstinginn á miðborgina og verið andstæður póll við hana og skapað þannig traustan rekstrargrundvöll Borgarlínunnar og jafnað umferðarflæðið til austurs og vesturs. Leiðin var um 9 kílómetra löng og átti að þræða sig í gegnum þéttasta svæði borgarinnar þar sem fyrirhugað var að þétta byggðina enn frekar. Slíkur línulegur miðbær er í raun „vísbending um þróun sem þegar hefur átt sér stað“ eins og það er orðað í aðalskipulaginu. Línulegi miðbærinn er í samhljómi við þá viðurkenndu skoðun að eðlilegasta þróun borga gerist hægt og sígandi á löngum tíma. „Hugmyndin felst í því að viðurkenna í hugsun og verki, línulegan vöxt miðborgarinnar til austurs“ að Keldnalandi, svo aftur sé vitnað í aðalskipulagið. Þessi áætlun var sérlega áhugaverð og raunhæf. Mörg okkar töldu að fljótlegt væri að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Hún var óumdeild í borgarstjórn og í umræðunni almennt. Hún virtist fjárhagslega yfirstíganleg og „win-win“ hugmynd. Hún var af þeirri stærðargráðu að borgin gæti staðið undir henni sjálf. Fólk hélt að þetta yrði komið í rekstur með einhverjum hætti, t.d. Grandi-Skeifa, innan 3-5 ára. Nú þegar skipulagstímabilið er næstum hálfnað og aðeins 10 ár eftir sér maður að þessi frábæra hugmynd hefur verið leidd á nokkuð aðra slóð en upphaflega var ætlað. Hún hefur blásið út. Næstum í óyfirstíganlega stærð. Leiðin hefur lengst úr tæpum tíu kílómetrum upp í 54 kílómetra og þanist út um allt höfuðborgarsvæðið. Kostnaðaráætlanir eru gagnrýndar og rekstraráætlanir liggja ekki fyrir svo ég viti. Verkefni sem átti að breyta Reykjavík í línulega þétta borg með öflugum almenningsflutningum þar sem umferðin er mest og byggðin þéttust fór í vinnslunni að dreifa sér á strjálbýlustu svæði höfuðborgarsvæðisins. Hún hefur ekki lengur þessi sterku tengsl við frábæra skipulagshugmynd AR2010-2030. Manni virðist samgönguás aðalskipulagsins vera að þróast í e.k. „Borgarlínu útþenslu“ alls höfuðborgarsvæðisins sem fæstir átta sig almennilega á. Þetta sveitarstjórnarmál er orðið svo stórt að það er komið á ríkisstjórnarplan og eina úrræðið til að fjármagna framkvæmdina er talið vera með veggjöldum. Áætlunin er eðlilega umdeild og líklega of stór og dýr til þess að leggja á eina til tvær kynslóðir að framkvæma. En sem betur fer virðist stuðningur við Borgarlínuna fara vaxandi. Hlúa þarf að þessum stuðningi og auka hann með því að vanda til verka, einbeita sér að viðráðanlegum áföngum og fara ekki of geyst. Það þarf að taka minni skref og auka ekki byggingarheimildir fyrr en einstakir áfangar Borgarlínunnar er komnir í fullan rekstur. Ekki öfugt. Nú í vikunni voru kynntar hugmyndir um fyrstu áfanga Borgarlínunnar og góðu heilli sýnir það sig að að þær eru mun lágstemmdari en áður hafa verið kynntar og í ágætu samræmi við það sem kom fram í AR2010-2030. Fyrsti áfanginn virðist samkvæmt þessu vera af viðráðanlegri stærð sem ætti að vera hægt að fjármagna án þess að leggja skatt á vegfarendur í formi vegtolla innan höfuðborgarsvæðisins eins og nú er stefnt að. Hafa þarf í huga að Borgarlínan er engin patentlausn eða eina lausnin á umferðarvanda höfuðborgarsvæðisins, eins og oft heyrist. Það finnast margir aðrir kostir og það ber að nýta þá sem flesta, samtímis.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun