Fýldur karl eða kona úr Garðabæ Jakob Bjarnar skrifar 13. september 2019 09:17 Vegna hinnar viðkvæmu stöðu innan Sjálfstæðisflokks horfa menn nú með óvæntum áhuga til þess hver verður ritari flokksins. Áslaug Hulda og Jón eru í framboði, eða kona úr Garðabæ og fýldur karl, eins og Brynjar orðar það. Um helgina verður gengið frá því innan Sjálfstæðisflokksins hver tekur við af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem ritari flokksins. Samkvæmt lögum flokksins gengur ekki að ritari sé jafnframt í ráðherraliðinu en Áslaug Arna var nýverið skipuð dómsmálaráðherra. Tveir hafa gefið sig fram og vilja verða ritarar. Annars vegar er um að ræða Áslaugu Huldu Jónsdóttur sem er formaður bæjarráðs Garðabæjar. Og hins vegar er um að ræða Jón Gunnarsson þingmann flokksins. Frá þessu verður gengið á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður á morgun á Hilton Reykjavik Nordica.Sjálfkjörið í stöðuna „næstum því ráðherra“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins veltir þessu fyrir sér í knöppum pistli sem hann birti á Facebooksíðu sinni nú í morgun. „Nú á að kjósa nýjan ritara Sjálfstæðisflokksins um helgina, sem er mikilvægt og merkilegt djobb. Þar keppa fýldur miðaldra karl og ung kona úr Garðabæ. En það vita ekki allir að til er enn merkilegri staða innan flokksins, sem er „næstum því ráðherra“. Í hana hefur verið sjálfkjörið seinustu ár.“ Gera má því skóna að hann sé að vísa til sjálfs sín þegar hann talar um stöðuna „næstum því ráðherra“ en hann þótti koma til álita sem ráðherraefni í dómsmálaráðuneytið sökum reynslu sinnar og fylgis.Verður beini hent í hina ósáttu? Ekki er óvarlegt að ætla að Brynjar telji annarleg sjónarmið ráða för þegar skipað er í stöður, jafnt innan sem utan Sjálfstæðisflokksins. Og sér ekki fyrir að það breytist í bráð. En, þó má gera ráð fyrir því að um spennandi kosningar verði að ræða. Miklar vangaveltur voru uppi um það hvern Bjarni Benediktsson myndi velja til að koma í ráðherraliðið og toguðust þar á ýmis sjónarmið. Það sem Áslaug Arna þótti hafa á móti sér var einkum það að hún var jú, ritari flokksins. Þá hefur forystusveit flokksins verið vænd um að vera of einsleit og eitthvað þurfi til að sefa óánægju sem magnast hefur upp vegna ýmissa mála svo sem orkupakkans og þungunarrofsmálsins. Áslaug Arna er ekki hátt skrifuð meðal hinna ósáttu. Þá er spurt hvort Jón, sem Brynjar kallar fýldan karl eða Áslaug Hulda sem Brynjar segir konu úr Garðabæ, séu í meiri metum meðal þess hóps sem margir telja vert að henda þurfi í beini. Eða þá hreinlega hvort sá hópur er og þykir vera orðinn algerlega áhrifalaus innan Sjálfstæðisflokksins og engin ástæða sé að líta til? Ekki þarf að kalla til stjórnmálafræðing til að útskýra hvorn frambjóðandann íhaldssamari armurinn myndi heldur vilja sjá í stöðu ritarans. Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30 Áslaug vill verða ritari Sjálfstæðisflokksins Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs í Garðabæ, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem ritari Sjálfstæðisflokksins í kjörinu sem fram fer á flokksráðsfundinum þann 14. september. 9. september 2019 11:29 Stefnir í mikla baráttu um embætti ritara hjá Sjálfstæðisflokknum Jón Gunnarsson þingmaður og Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Garðabæ, hafa þegar kynnt um framboð sitt til ritara Sjálfstæðisflokksins. 10. september 2019 07:15 Býður sig ekki fram til ritara Sjálfstæðisflokksins Oddviti sjálfstæðismanna í borginni gefur ekki kost á sér í kosningunni sem fer fram á flokksráðsfundi á laugardag. 11. september 2019 16:45 Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Jón Gunnarsson vill taka við af Áslaugu Örnu sem ritari Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, hyggst gefa kost á sér til embættis ritara flokksins á flokksráðsfundi sem haldinn verður 14. september næstkomandi. 7. september 2019 13:35 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leitinni að sundmanninum lokið að sinni Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir „Okkur langar að börnin okkar fái öruggan stað til að vera á“ Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leitinni að sundmanninum lokið að sinni „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Sjá meira
Um helgina verður gengið frá því innan Sjálfstæðisflokksins hver tekur við af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem ritari flokksins. Samkvæmt lögum flokksins gengur ekki að ritari sé jafnframt í ráðherraliðinu en Áslaug Arna var nýverið skipuð dómsmálaráðherra. Tveir hafa gefið sig fram og vilja verða ritarar. Annars vegar er um að ræða Áslaugu Huldu Jónsdóttur sem er formaður bæjarráðs Garðabæjar. Og hins vegar er um að ræða Jón Gunnarsson þingmann flokksins. Frá þessu verður gengið á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður á morgun á Hilton Reykjavik Nordica.Sjálfkjörið í stöðuna „næstum því ráðherra“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins veltir þessu fyrir sér í knöppum pistli sem hann birti á Facebooksíðu sinni nú í morgun. „Nú á að kjósa nýjan ritara Sjálfstæðisflokksins um helgina, sem er mikilvægt og merkilegt djobb. Þar keppa fýldur miðaldra karl og ung kona úr Garðabæ. En það vita ekki allir að til er enn merkilegri staða innan flokksins, sem er „næstum því ráðherra“. Í hana hefur verið sjálfkjörið seinustu ár.“ Gera má því skóna að hann sé að vísa til sjálfs sín þegar hann talar um stöðuna „næstum því ráðherra“ en hann þótti koma til álita sem ráðherraefni í dómsmálaráðuneytið sökum reynslu sinnar og fylgis.Verður beini hent í hina ósáttu? Ekki er óvarlegt að ætla að Brynjar telji annarleg sjónarmið ráða för þegar skipað er í stöður, jafnt innan sem utan Sjálfstæðisflokksins. Og sér ekki fyrir að það breytist í bráð. En, þó má gera ráð fyrir því að um spennandi kosningar verði að ræða. Miklar vangaveltur voru uppi um það hvern Bjarni Benediktsson myndi velja til að koma í ráðherraliðið og toguðust þar á ýmis sjónarmið. Það sem Áslaug Arna þótti hafa á móti sér var einkum það að hún var jú, ritari flokksins. Þá hefur forystusveit flokksins verið vænd um að vera of einsleit og eitthvað þurfi til að sefa óánægju sem magnast hefur upp vegna ýmissa mála svo sem orkupakkans og þungunarrofsmálsins. Áslaug Arna er ekki hátt skrifuð meðal hinna ósáttu. Þá er spurt hvort Jón, sem Brynjar kallar fýldan karl eða Áslaug Hulda sem Brynjar segir konu úr Garðabæ, séu í meiri metum meðal þess hóps sem margir telja vert að henda þurfi í beini. Eða þá hreinlega hvort sá hópur er og þykir vera orðinn algerlega áhrifalaus innan Sjálfstæðisflokksins og engin ástæða sé að líta til? Ekki þarf að kalla til stjórnmálafræðing til að útskýra hvorn frambjóðandann íhaldssamari armurinn myndi heldur vilja sjá í stöðu ritarans.
Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30 Áslaug vill verða ritari Sjálfstæðisflokksins Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs í Garðabæ, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem ritari Sjálfstæðisflokksins í kjörinu sem fram fer á flokksráðsfundinum þann 14. september. 9. september 2019 11:29 Stefnir í mikla baráttu um embætti ritara hjá Sjálfstæðisflokknum Jón Gunnarsson þingmaður og Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Garðabæ, hafa þegar kynnt um framboð sitt til ritara Sjálfstæðisflokksins. 10. september 2019 07:15 Býður sig ekki fram til ritara Sjálfstæðisflokksins Oddviti sjálfstæðismanna í borginni gefur ekki kost á sér í kosningunni sem fer fram á flokksráðsfundi á laugardag. 11. september 2019 16:45 Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Jón Gunnarsson vill taka við af Áslaugu Örnu sem ritari Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, hyggst gefa kost á sér til embættis ritara flokksins á flokksráðsfundi sem haldinn verður 14. september næstkomandi. 7. september 2019 13:35 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leitinni að sundmanninum lokið að sinni Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir „Okkur langar að börnin okkar fái öruggan stað til að vera á“ Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leitinni að sundmanninum lokið að sinni „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Sjá meira
Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30
Áslaug vill verða ritari Sjálfstæðisflokksins Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs í Garðabæ, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem ritari Sjálfstæðisflokksins í kjörinu sem fram fer á flokksráðsfundinum þann 14. september. 9. september 2019 11:29
Stefnir í mikla baráttu um embætti ritara hjá Sjálfstæðisflokknum Jón Gunnarsson þingmaður og Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Garðabæ, hafa þegar kynnt um framboð sitt til ritara Sjálfstæðisflokksins. 10. september 2019 07:15
Býður sig ekki fram til ritara Sjálfstæðisflokksins Oddviti sjálfstæðismanna í borginni gefur ekki kost á sér í kosningunni sem fer fram á flokksráðsfundi á laugardag. 11. september 2019 16:45
Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00
Jón Gunnarsson vill taka við af Áslaugu Örnu sem ritari Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, hyggst gefa kost á sér til embættis ritara flokksins á flokksráðsfundi sem haldinn verður 14. september næstkomandi. 7. september 2019 13:35
Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“